Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2024 07:33 Til hamingju með nýja starfið ! Þú ferð fyrir málaflokki sem snertir alla Íslendinga með fjölbreyttum hætti frá vöggu til grafar. Óhætt er að segja að verkefnið sé flókið og yfirgripsmikið. Þá tekur það til sín mikinn hluta af útgjöldum ríkissjóðs á hverju ári. Þú veist að burtséð frá skoðunum fólks í pólitík eru landsmenn sammála því að við eigum öll að njóta bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Þú munt reka þig fljótt á það að slíkt er erfitt í útfærslu af mörgum orsökum, meðal annars landfræðilegum, en ekki síst sökum þess að innviðirnir hafa ekki verið ræktir nægjanlega vel, mönnun er áskorun og mismunandi hagsmunir og áhrif vegna þungt. Láttu það ekki letja þig. Þá verður það heilmikil áskorun fyrir þig að takast á við embættismenn í þínu ráðuneyti og stofnunum þeim sem heyra undir þig. Ekki síður að kynnast þeim veruleika að þrátt fyrir frábærar hugmyndir innan þinna raða kunni önnur ráðuneyti að hafa lokaorðið um hvort af þeim verður eða ekki. Það verður væntanlega einnig ný reynsla að finna það á eigin skinni að skilja stundum ekki hvernig sumar ákvarðanir eru teknar eða hvar. Þessu til viðbótar muntu finna það að ekki eru allir samstíga í kringum þig og mjög mikið af fagfólki jafnvel með sömu fagmenntun er algerlega á öndverðum meiði með hvernig gera skuli hlutina og forgangsraða. Þrátt fyrir að ég segi þetta eru allir að vinna með sömu hagsmuni að leiðarljósi, að viðhalda og bæta heilbrigðiskerfið af heilum hug. Þú munt hitta aðila sem brenna fyrir nýjungum í þjónustu, hafa víðtæka þekkingu og reynslu og vilja miðla henni til þín. Það munu allir vilja bjóða þér til sín, hitta þig, vilja sýna þér hvernig þeim finnst að verkefnin eigi að vinnast. Hvort heldur sem þú hefur menntun, innsýn eða reynslu af því að starfa innan heilbrigðiskerfisins muntu þurfa mikinn stuðning og þurfa að gefa þér tíma, en að sama skapi taka afgerandi ákvarðanir og koma málum í höfn. Þú leggur línurnar og það er nokkuð ljóst að forgangsröðun verkefna, málaflokka, þjónustu og umfram allt að þú nýtir hverja krónu sem við leggjum til kerfisins sem best verður talsverð áskorun. Ég vil hvetja þig áfram, njóttu þess að við viljum öll vinna með þér hvar sem við stöndum í kerfinu. Nýttu tækifærið til hins ýtrasta að láta gott af þér leiða, hugsaðu fyrst og fremst um hag notenda kerfisins, en vertu styðjandi við kerfið og byggðu það upp á breiðum grunni svo það geti sinnt sínu hlutverki. Vertu stórhuga og fullviss um að þjónusta og möguleikar eru fjölmargir. Við stöndum öll með þér þegar á þarf að halda, þú getur reitt þig á það. Á sama tíma treystum við því að þú horfir vel fram í tímann og vinnir að því að leysa áskoranirnar áður en þær verða óviðráðanlegar. Leggðu vel við hlustir alls staðar þar sem gætu leynst gullkorn, en umfram allt njóttu þess að hafa möguleika á að vinna með fjöregg þjóðarinnar, heilsu hennar og líðan. Gangi þér vel! Höfundur er læknir og forstjóri Heilsuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Til hamingju með nýja starfið ! Þú ferð fyrir málaflokki sem snertir alla Íslendinga með fjölbreyttum hætti frá vöggu til grafar. Óhætt er að segja að verkefnið sé flókið og yfirgripsmikið. Þá tekur það til sín mikinn hluta af útgjöldum ríkissjóðs á hverju ári. Þú veist að burtséð frá skoðunum fólks í pólitík eru landsmenn sammála því að við eigum öll að njóta bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Þú munt reka þig fljótt á það að slíkt er erfitt í útfærslu af mörgum orsökum, meðal annars landfræðilegum, en ekki síst sökum þess að innviðirnir hafa ekki verið ræktir nægjanlega vel, mönnun er áskorun og mismunandi hagsmunir og áhrif vegna þungt. Láttu það ekki letja þig. Þá verður það heilmikil áskorun fyrir þig að takast á við embættismenn í þínu ráðuneyti og stofnunum þeim sem heyra undir þig. Ekki síður að kynnast þeim veruleika að þrátt fyrir frábærar hugmyndir innan þinna raða kunni önnur ráðuneyti að hafa lokaorðið um hvort af þeim verður eða ekki. Það verður væntanlega einnig ný reynsla að finna það á eigin skinni að skilja stundum ekki hvernig sumar ákvarðanir eru teknar eða hvar. Þessu til viðbótar muntu finna það að ekki eru allir samstíga í kringum þig og mjög mikið af fagfólki jafnvel með sömu fagmenntun er algerlega á öndverðum meiði með hvernig gera skuli hlutina og forgangsraða. Þrátt fyrir að ég segi þetta eru allir að vinna með sömu hagsmuni að leiðarljósi, að viðhalda og bæta heilbrigðiskerfið af heilum hug. Þú munt hitta aðila sem brenna fyrir nýjungum í þjónustu, hafa víðtæka þekkingu og reynslu og vilja miðla henni til þín. Það munu allir vilja bjóða þér til sín, hitta þig, vilja sýna þér hvernig þeim finnst að verkefnin eigi að vinnast. Hvort heldur sem þú hefur menntun, innsýn eða reynslu af því að starfa innan heilbrigðiskerfisins muntu þurfa mikinn stuðning og þurfa að gefa þér tíma, en að sama skapi taka afgerandi ákvarðanir og koma málum í höfn. Þú leggur línurnar og það er nokkuð ljóst að forgangsröðun verkefna, málaflokka, þjónustu og umfram allt að þú nýtir hverja krónu sem við leggjum til kerfisins sem best verður talsverð áskorun. Ég vil hvetja þig áfram, njóttu þess að við viljum öll vinna með þér hvar sem við stöndum í kerfinu. Nýttu tækifærið til hins ýtrasta að láta gott af þér leiða, hugsaðu fyrst og fremst um hag notenda kerfisins, en vertu styðjandi við kerfið og byggðu það upp á breiðum grunni svo það geti sinnt sínu hlutverki. Vertu stórhuga og fullviss um að þjónusta og möguleikar eru fjölmargir. Við stöndum öll með þér þegar á þarf að halda, þú getur reitt þig á það. Á sama tíma treystum við því að þú horfir vel fram í tímann og vinnir að því að leysa áskoranirnar áður en þær verða óviðráðanlegar. Leggðu vel við hlustir alls staðar þar sem gætu leynst gullkorn, en umfram allt njóttu þess að hafa möguleika á að vinna með fjöregg þjóðarinnar, heilsu hennar og líðan. Gangi þér vel! Höfundur er læknir og forstjóri Heilsuverndar.
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun