„Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Aron Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2024 10:30 Åge Hareide er brattur fyrir leikinn í dag. Vísir/Hulda Margrét Ísland heimsækir Svartfjallaland í mikilvægum leik í Þjóðadeild UEFA sem verður að vinnast í Niksic í dag. Ísland hafði betur í fyrri leik liðanna heima á Laugardalsvelli og segir Age Hareide, landsliðsþjálfari að stigalausir Svartfellingar hafi bætt sig síðan þá. Það hafi íslenska liðið hins vegar líka gert og Norðmaðurinn er bjartsýnn á jákvæð úrslit í dag. Ísland þarf sigur sem og treysta á að Wales tapi stigum gegn Tyrklandi á útivelli til þess að stilla upp hreinum úrslitaleik við Wales í Cardiff um umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar en fjögur stig skilja nú liðin að. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í landsliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla og er það kærkomið fyrir landsliðið að fá mann með hans reynslu aftur inn. „Klárlega. Hann býr yfir ákveðnum drifkrafti,” segir Hareide um Aron í samtali við íþróttadeild. „Býr að þessari áralöngu reynslu sem fyrirliði og það er mjög náttúrulegt fyrir hann að snúa aftur í landsliðið og smella þar beint inn. Hann er maðurinn sem heldur liðsfélögum sínum á tánum. Hann er okkur mjög mikilvægur.“ Klippa: Aron Einar klár í að byrja gegn Svartfjallalandi En er Aron klár í að byrja gegn Svartfellingum? „Já hann lítur vel út. Er klár. Hann er búinn að spila tvo leiki í Meistaradeild Asíu í aðdraganda verkefnisins. Hann er heill heilsu og það er mikilvægt eftir að hafa glímt við meiðsli yfir lengri tíma. Honum hlakkar til að láta til sín taka í leiknum.“ Leikurinn við Svartfellinga fer fram í Niksic og felst hættulegur andstæðingur í heimamönnum sem, þrátt fyrir að vera stigalausir, hafa verið að taka skref upp á við. „Það er ekki auðvelt verk að mæta þeim. Þeir búa að góðum frammistöðum bæði frá leik sínum gegn Wales sem og Tyrklandi. Mér finnst þeir hafa bætt sig frá því að við mættum þeim á Laugardalsvelli en það höfum við einnig gert. Við áttum skilið fleiri stig en við náðum í úr síðasta verkefni og verðum að slá frá okkur núna. Sigra Svartfjallaland til þess að eiga möguleika gegn Wales.“ Fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli lauk með 2-0 sigri Íslands þar sem að bæði mörk okkar manna komu úr föstum leikatriðum. Í samtali við íþróttadeild sagði Robert Prosinecki, þjálfari Svartfellinga að þeir hefðu farið sérstaklega yfir föstu leikatriði Íslands í aðdraganda leiksins. Er Hareide klár með einhver brögð upp í erminni hvað föstu leikatriðin varðar fyrir leik kvöldsins? „Já hver veit. Föstu leikatriðin gengu upp hjá okkur í fyrri leiknum en núna tel ég okkur hafa bætt sóknarleik okkar, höfum skorað sjö mörk í þessari Þjóðadeild, meðal annars mörk gegn Wales og Tyrklandi. Við erum sannfærðir um að geta skilað góðum leik gegn Svartfjallalandi.“ Svartfellingar verða án sinnar helstu stjörnu, fyrirliðans Stevan Jovetic sem tekur út leikbann í dag. Hareide segir það högg fyrir Svartfjallaland en einbeiting íslenska liðsins hefur farið á eigin leik í aðdraganda leiksins. „Jovetic er góður leikmaður sem býr yfir mikilli reynslu en höfum lítið hugsað um einst leikmenn Svartfjallaland. Fókusinn hefur verið á okkar leik, okkar lið og við erum klárir." Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Ísland þarf sigur sem og treysta á að Wales tapi stigum gegn Tyrklandi á útivelli til þess að stilla upp hreinum úrslitaleik við Wales í Cardiff um umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar en fjögur stig skilja nú liðin að. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í landsliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla og er það kærkomið fyrir landsliðið að fá mann með hans reynslu aftur inn. „Klárlega. Hann býr yfir ákveðnum drifkrafti,” segir Hareide um Aron í samtali við íþróttadeild. „Býr að þessari áralöngu reynslu sem fyrirliði og það er mjög náttúrulegt fyrir hann að snúa aftur í landsliðið og smella þar beint inn. Hann er maðurinn sem heldur liðsfélögum sínum á tánum. Hann er okkur mjög mikilvægur.“ Klippa: Aron Einar klár í að byrja gegn Svartfjallalandi En er Aron klár í að byrja gegn Svartfellingum? „Já hann lítur vel út. Er klár. Hann er búinn að spila tvo leiki í Meistaradeild Asíu í aðdraganda verkefnisins. Hann er heill heilsu og það er mikilvægt eftir að hafa glímt við meiðsli yfir lengri tíma. Honum hlakkar til að láta til sín taka í leiknum.“ Leikurinn við Svartfellinga fer fram í Niksic og felst hættulegur andstæðingur í heimamönnum sem, þrátt fyrir að vera stigalausir, hafa verið að taka skref upp á við. „Það er ekki auðvelt verk að mæta þeim. Þeir búa að góðum frammistöðum bæði frá leik sínum gegn Wales sem og Tyrklandi. Mér finnst þeir hafa bætt sig frá því að við mættum þeim á Laugardalsvelli en það höfum við einnig gert. Við áttum skilið fleiri stig en við náðum í úr síðasta verkefni og verðum að slá frá okkur núna. Sigra Svartfjallaland til þess að eiga möguleika gegn Wales.“ Fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli lauk með 2-0 sigri Íslands þar sem að bæði mörk okkar manna komu úr föstum leikatriðum. Í samtali við íþróttadeild sagði Robert Prosinecki, þjálfari Svartfellinga að þeir hefðu farið sérstaklega yfir föstu leikatriði Íslands í aðdraganda leiksins. Er Hareide klár með einhver brögð upp í erminni hvað föstu leikatriðin varðar fyrir leik kvöldsins? „Já hver veit. Föstu leikatriðin gengu upp hjá okkur í fyrri leiknum en núna tel ég okkur hafa bætt sóknarleik okkar, höfum skorað sjö mörk í þessari Þjóðadeild, meðal annars mörk gegn Wales og Tyrklandi. Við erum sannfærðir um að geta skilað góðum leik gegn Svartfjallalandi.“ Svartfellingar verða án sinnar helstu stjörnu, fyrirliðans Stevan Jovetic sem tekur út leikbann í dag. Hareide segir það högg fyrir Svartfjallaland en einbeiting íslenska liðsins hefur farið á eigin leik í aðdraganda leiksins. „Jovetic er góður leikmaður sem býr yfir mikilli reynslu en höfum lítið hugsað um einst leikmenn Svartfjallaland. Fókusinn hefur verið á okkar leik, okkar lið og við erum klárir."
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira