Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2024 21:05 Eiríkur telur að með ákvörðun sinni hafi Þórður Snær velt óþægilegri umræðu af Samfylkingunni. Vísir Prófessor í stjórnmálafræði segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar, um að taka ekki sæti á þingi nái hann kjöri, velta mjög óþægilegri umræðu af Samfylkingunni. Fólk ofmeti þó áhrif einstakra mála og frambjóðenda á hegðun kjósenda. Þórður Snær greindi frá ákvörðun sinni í Facebook-færslu um hádegisbil. Þar segist hann skammast sín djúpt fyrir skrif sín á bloggsíðunni Þessar elskur um miðjan þarsíðasta áratug. Þar viðhafði hann mjög gróf skrif um konur, en fjölmiðlaumfjöllun um skrifin hefur vakið hörð viðbrögð. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist bera virðingu fyrir ákvörðun Þórðar, sem hafi verið tekin að hans frumkvæði og á hans forsendum. Fjöldi fólks hefur tjáð sig um ákvörðunina. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. Ákvarðanir byggi á öðru en einstaka málum Prófessor í stjórnmálafræði segir málið nú hafa verið aftengt. Með því hafi óþægilegri umræðu velt af Samfylkingunni. „Hefði hann ekki stigið til hliðar þá hefði málið vafalaust undið upp á sig og haft miklu meiri áhrif,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Eiríkur setur þann fyrirvara að ákvarðanir fólks um hvað það kjósi ráðist sjaldnast af einstaka málum eða afstöðu til einstaka frambjóðenda. „Við erum mjög gjörn á að ofmeta áhrif einstakra mála og einstakra mála á kosningahegðun, þegar allar rannsóknir benda til þess að fólk ákvarðar atkvæði sitt út frá allt öðrum þáttum heldur en þeim.“ Fólk sé almennt með það á hreinu hvaða stjórnmálaflokka það samsami sig við. Það byggist einna helst á lífsskoðunum kjósenda, og Eiríkur bendir á að meira að segja áhrif formanna á gengi flokka í kosningum séu ofmetin. Mismunandi þol milli flokka Eiríkur segir að málið hafi komið upp á erfiðum tíma, skömmu fyrir kosningar. „En þetta gerist nægilega snemma til þess að hann geti þá stigið til hliðar og málið nái að jafna sig áður en gengið er til kjörs.“ Þol fyrir orðræðu eins og þeirri sem Þórður viðhafði sé mismunandi milli flokka og kjósendahópa. „Samfylkingin er kannski sá flokkur sem hefur talað hvað háværast gegn framferði af þessum toga, sem þarna birtist. Það skiptir augljóslega mjög miklu máli.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56 „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Kristrún Frostadóttir segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á lista hafa verið tekna að hans frumkvæði og á hans forsendum. Hún segist bera mikla virðingu fyrir ákvörðuninni og Þórði sjálfum. 16. nóvember 2024 13:53 Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Yfirlýsing Þórðar Snæs, um að hann hyggist ekki taka þingsæti í komandi alþingiskosningum nái hann kjöri, hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. 16. nóvember 2024 15:54 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þórður Snær greindi frá ákvörðun sinni í Facebook-færslu um hádegisbil. Þar segist hann skammast sín djúpt fyrir skrif sín á bloggsíðunni Þessar elskur um miðjan þarsíðasta áratug. Þar viðhafði hann mjög gróf skrif um konur, en fjölmiðlaumfjöllun um skrifin hefur vakið hörð viðbrögð. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist bera virðingu fyrir ákvörðun Þórðar, sem hafi verið tekin að hans frumkvæði og á hans forsendum. Fjöldi fólks hefur tjáð sig um ákvörðunina. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. Ákvarðanir byggi á öðru en einstaka málum Prófessor í stjórnmálafræði segir málið nú hafa verið aftengt. Með því hafi óþægilegri umræðu velt af Samfylkingunni. „Hefði hann ekki stigið til hliðar þá hefði málið vafalaust undið upp á sig og haft miklu meiri áhrif,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Eiríkur setur þann fyrirvara að ákvarðanir fólks um hvað það kjósi ráðist sjaldnast af einstaka málum eða afstöðu til einstaka frambjóðenda. „Við erum mjög gjörn á að ofmeta áhrif einstakra mála og einstakra mála á kosningahegðun, þegar allar rannsóknir benda til þess að fólk ákvarðar atkvæði sitt út frá allt öðrum þáttum heldur en þeim.“ Fólk sé almennt með það á hreinu hvaða stjórnmálaflokka það samsami sig við. Það byggist einna helst á lífsskoðunum kjósenda, og Eiríkur bendir á að meira að segja áhrif formanna á gengi flokka í kosningum séu ofmetin. Mismunandi þol milli flokka Eiríkur segir að málið hafi komið upp á erfiðum tíma, skömmu fyrir kosningar. „En þetta gerist nægilega snemma til þess að hann geti þá stigið til hliðar og málið nái að jafna sig áður en gengið er til kjörs.“ Þol fyrir orðræðu eins og þeirri sem Þórður viðhafði sé mismunandi milli flokka og kjósendahópa. „Samfylkingin er kannski sá flokkur sem hefur talað hvað háværast gegn framferði af þessum toga, sem þarna birtist. Það skiptir augljóslega mjög miklu máli.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56 „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Kristrún Frostadóttir segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á lista hafa verið tekna að hans frumkvæði og á hans forsendum. Hún segist bera mikla virðingu fyrir ákvörðuninni og Þórði sjálfum. 16. nóvember 2024 13:53 Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Yfirlýsing Þórðar Snæs, um að hann hyggist ekki taka þingsæti í komandi alþingiskosningum nái hann kjöri, hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. 16. nóvember 2024 15:54 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56
„Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Kristrún Frostadóttir segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á lista hafa verið tekna að hans frumkvæði og á hans forsendum. Hún segist bera mikla virðingu fyrir ákvörðuninni og Þórði sjálfum. 16. nóvember 2024 13:53
Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Yfirlýsing Þórðar Snæs, um að hann hyggist ekki taka þingsæti í komandi alþingiskosningum nái hann kjöri, hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. 16. nóvember 2024 15:54