Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2024 09:12 Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa notað nokkrar tegundir dróna auk flugskeyta við árásir sínar í nótt. AP/Denes Erdos Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að um 120 flugskeytum og 90 drónum hafi verið beitt í loftárásunum á landið. Þær hafist beinst að öllum hlutum Úkraínu. Úkraínska hernum hafi tekist að skjóta niður rúmlega 140 flugskeyti og dróna. Fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Tveir járnbrautarstarfsmenn eru þannig sagðir hafa fallið í loftárás Rússa á lestarteina og brautarstöðvar í Dnipropetrovsk-héraði. Þrír aðrir hafi særst. Þá eru tvær konur sagðar hafa fallið í drónaárás á Mykolaiv. Sex til viðbótar hafi særst, þar á meðal tvö börn. Einnig hafa borist fréttir af því að maður hafi særst þegar brak úr dróna sem var skotinn niður yfir Kænugarði féll á hann. DTEK, stærsta einkarekna orkufyrirtæki landsins, segir að verulegt tjón hafi orðið á varmaorkuverum þess í árásunum. Þetta hafi verið átta stóra árás Rússa á orkuvinniði á þessu ári. Alls hafi 190 árásir verið gerðar á varmaorkuver frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás sína í febrúar árið 2022. Breska ríkisútvarpið BBC segir að orkuframleiðsla í Úkraínu sé nú á bilinu þriðjungur til helmingur af því sem hún var fyrir innrásina. Úkrínask stjórnvöld fari með nákvæmar upplýsingar um það sem ríkisleyndarmál. Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, skaut eitraðri pillu á Olaf Scholz, fráfarandi kanslara Þýskalands, sem ræddi við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í síma á föstudag í fyrsta skipti frá því síðla árs 2022. Lýsti Sybiha árás Rússa í nótt sem „raunverulegu svari“ Pútín til þeirra leiðtoga sem ræddu við hann, að því er kemur fram í frétt Reuters. Pólski herinn var settur í viðbragðsstöðu vegna árásanna á vestanverða Úkraínu í nótt og orrustuþotur voru sendar á loft. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Orkumál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að um 120 flugskeytum og 90 drónum hafi verið beitt í loftárásunum á landið. Þær hafist beinst að öllum hlutum Úkraínu. Úkraínska hernum hafi tekist að skjóta niður rúmlega 140 flugskeyti og dróna. Fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Tveir járnbrautarstarfsmenn eru þannig sagðir hafa fallið í loftárás Rússa á lestarteina og brautarstöðvar í Dnipropetrovsk-héraði. Þrír aðrir hafi særst. Þá eru tvær konur sagðar hafa fallið í drónaárás á Mykolaiv. Sex til viðbótar hafi særst, þar á meðal tvö börn. Einnig hafa borist fréttir af því að maður hafi særst þegar brak úr dróna sem var skotinn niður yfir Kænugarði féll á hann. DTEK, stærsta einkarekna orkufyrirtæki landsins, segir að verulegt tjón hafi orðið á varmaorkuverum þess í árásunum. Þetta hafi verið átta stóra árás Rússa á orkuvinniði á þessu ári. Alls hafi 190 árásir verið gerðar á varmaorkuver frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás sína í febrúar árið 2022. Breska ríkisútvarpið BBC segir að orkuframleiðsla í Úkraínu sé nú á bilinu þriðjungur til helmingur af því sem hún var fyrir innrásina. Úkrínask stjórnvöld fari með nákvæmar upplýsingar um það sem ríkisleyndarmál. Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, skaut eitraðri pillu á Olaf Scholz, fráfarandi kanslara Þýskalands, sem ræddi við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í síma á föstudag í fyrsta skipti frá því síðla árs 2022. Lýsti Sybiha árás Rússa í nótt sem „raunverulegu svari“ Pútín til þeirra leiðtoga sem ræddu við hann, að því er kemur fram í frétt Reuters. Pólski herinn var settur í viðbragðsstöðu vegna árásanna á vestanverða Úkraínu í nótt og orrustuþotur voru sendar á loft.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Orkumál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira