Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. nóvember 2024 11:09 Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbús, segir bruna í varphúsi búsins vera mikið áfall en nú sé bara að bretta upp ermar. Framkvæmdastjóri Nesbús segir eldsvoða sem kviknaði í varphúsi eggjabúsins í nótt vera mikið áfall. Erfitt sé að meta tjónið en bygging á sambærilegu húsi kosti um 150 milljónir. Betur fór þó en á horfðist þökk sé brunavörnum og starfi slökkviliðs. Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoða á eggjabúi Nesbús við Voga á Vatnsleysuströnd í nótt. Allt tiltækt lið brunavarna Suðurnesja var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í þaki eins varphúss skömmu eftir miðnætti. Slökkviliðið glímdi við eldinn langt fram á morgun og er tjónið verulegt. Fréttastofa ræddi við Stefán Má Símonarson, framkvæmdastjóra Nesbús, um eldsvoðann. Eldurinn dreifðist sem betur fer ekki í önnur hólf Hvað gerðist þarna í nótt? „Það kemur upp eldur um eða upp úr miðnætti. Kemur tilkynning um það á þeim tíma. Við nánari athugun kemur í ljós að þetta er bundið við eitt varphúsið og sem betur fer tókst að halda eldinum í því brunahólfi, það dreifðist ekki yfir í önnur hólf. Þakið brann að allmiklu leyti og því miður drapst fuglinn, sennilega af völdum reyks,“ segir Stefán Már. Það kemur fram að þetta séu um sex þúsund hænur, hvað er það stórt hlutfall af heildinni? „Það er svona einhver fimmtán prósent af því sem er þarna,“ segir hann. Og væntanlega áfall fyrir reksturinn? „Já, svona hlutir eru alltaf mikið áfall og mjög miður að svona skyldi fara. Svo er bara að bretta upp ermar og reyna að koma þessu aftur í gang sem fyrst.“ Nýtt varphús kosti 150 milljónir Brunavarnir virðast hafa virkað ágætlega, þessi hólfun. Það hlýtur að vera ánægjuefni. „Sem betur fer gerði hún það og fyrir utan að slökkviliðið stóð sig afskaplega vel að halda eldinum í þessu eina tiltekna hólfi. Þeir eiga þakkir skyldar fyrir það. Þetta fór betur en á horfði á tímabili.“ Eggjabú Nesbús er á Vogum á Vatnsleysuströnd. Hér sést glitta í þakið sem brann. Auðvitað er þetta nýskeð en hefur tjónið verið metið? „Nei, við vitum það ekki. Við höfum ekki heimild til að kanna aðstæður fyrr en rannsókn á upptökum eldsins er lokið. Þá skoðum við málið og sjáum hvað við getum gert.“ Ég sé að þú nefnir í samtali við mbl að sambærilegt hús kosti 150 milljónir innréttað með réttum búnaði. Er altjón á húsinu? „Sú upphæð miðaðist við að byggja þyrfti nýtt hús. Á þessum tímapunkti vitum við ekki hvort að þess þurfi eða hvort það sé hægt að laga það. Það verður bara að koma í ljós. Sú tala miðaðist við nýtt hús með nýjum búnaði.“ „Mjög ónotalegt“ að fá fréttirnar Hvenær færð þú veður af þessu og fórst þú beint á staðinn? „Ég fæ veður af þessu milli tólf og hálf eitt og fer á staðinn í framhaldi af því.“ Og hefur væntanlega verið miður skemmtilegt að fylgjast með húsinu brenna? „Já og þegar maður fær fyrstu fréttir veit maður í fyrsta lagi ekki í hvaða húsi þetta er og í öðru lagi hvort þetta er í einu húsi eða fleirum. Þannig þetta var mjög ónotalegt.“ Slökkvilið Vogar Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoða á eggjabúi Nesbús við Voga á Vatnsleysuströnd í nótt. Allt tiltækt lið brunavarna Suðurnesja var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í þaki eins varphúss skömmu eftir miðnætti. Slökkviliðið glímdi við eldinn langt fram á morgun og er tjónið verulegt. Fréttastofa ræddi við Stefán Má Símonarson, framkvæmdastjóra Nesbús, um eldsvoðann. Eldurinn dreifðist sem betur fer ekki í önnur hólf Hvað gerðist þarna í nótt? „Það kemur upp eldur um eða upp úr miðnætti. Kemur tilkynning um það á þeim tíma. Við nánari athugun kemur í ljós að þetta er bundið við eitt varphúsið og sem betur fer tókst að halda eldinum í því brunahólfi, það dreifðist ekki yfir í önnur hólf. Þakið brann að allmiklu leyti og því miður drapst fuglinn, sennilega af völdum reyks,“ segir Stefán Már. Það kemur fram að þetta séu um sex þúsund hænur, hvað er það stórt hlutfall af heildinni? „Það er svona einhver fimmtán prósent af því sem er þarna,“ segir hann. Og væntanlega áfall fyrir reksturinn? „Já, svona hlutir eru alltaf mikið áfall og mjög miður að svona skyldi fara. Svo er bara að bretta upp ermar og reyna að koma þessu aftur í gang sem fyrst.“ Nýtt varphús kosti 150 milljónir Brunavarnir virðast hafa virkað ágætlega, þessi hólfun. Það hlýtur að vera ánægjuefni. „Sem betur fer gerði hún það og fyrir utan að slökkviliðið stóð sig afskaplega vel að halda eldinum í þessu eina tiltekna hólfi. Þeir eiga þakkir skyldar fyrir það. Þetta fór betur en á horfði á tímabili.“ Eggjabú Nesbús er á Vogum á Vatnsleysuströnd. Hér sést glitta í þakið sem brann. Auðvitað er þetta nýskeð en hefur tjónið verið metið? „Nei, við vitum það ekki. Við höfum ekki heimild til að kanna aðstæður fyrr en rannsókn á upptökum eldsins er lokið. Þá skoðum við málið og sjáum hvað við getum gert.“ Ég sé að þú nefnir í samtali við mbl að sambærilegt hús kosti 150 milljónir innréttað með réttum búnaði. Er altjón á húsinu? „Sú upphæð miðaðist við að byggja þyrfti nýtt hús. Á þessum tímapunkti vitum við ekki hvort að þess þurfi eða hvort það sé hægt að laga það. Það verður bara að koma í ljós. Sú tala miðaðist við nýtt hús með nýjum búnaði.“ „Mjög ónotalegt“ að fá fréttirnar Hvenær færð þú veður af þessu og fórst þú beint á staðinn? „Ég fæ veður af þessu milli tólf og hálf eitt og fer á staðinn í framhaldi af því.“ Og hefur væntanlega verið miður skemmtilegt að fylgjast með húsinu brenna? „Já og þegar maður fær fyrstu fréttir veit maður í fyrsta lagi ekki í hvaða húsi þetta er og í öðru lagi hvort þetta er í einu húsi eða fleirum. Þannig þetta var mjög ónotalegt.“
Slökkvilið Vogar Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira