Innherji

Freista þess að sækja þrjá­tíu milljarða í nýtt hluta­fé frá er­lendum fjár­festum

Hörður Ægisson skrifar
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, en uppbygging landeldisfyrirtækisins á að klárast árið 2029 og áætluð heildarfjárfesting nemur um 115 milljörðum.
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, en uppbygging landeldisfyrirtækisins á að klárast árið 2029 og áætluð heildarfjárfesting nemur um 115 milljörðum.

Landeldisfyrirtækið First Water hóf formlega fyrr í þessum mánuði fjármögnunarferli með erlendum ráðgjafa sínum sem miðar að því að sækja allt að tvö hundruð milljónir evra í nýtt hlutafé frá alþjóðlegum fjárfestum og sjóðum. Félagið, sem stendur að uppbyggingu á eldisstöð með um fimmtíu þúsund tonna framleiðslugetu, hefur fram til þessa alfarið verið fjármagnað af íslenskum fjárfestum og bönkum.


Tengdar fréttir

Aðal­eig­andi Geo Salmo fer fyrir ellefu milljarða fjár­festinga­fé­lagi

Fjárfestingafélagið Bull Hill Capital, sem hagnaðist verulega fyrir fáeinum árum þegar erlendir fjárfestar keyptu Advania og síðar gagnavershluta fyrirtækisins, ræður yfir samtals um ellefu milljarða króna eignasafni hér á landi og er nánast skuldlaust. Miðað við bókfært virði á litlum eftirstandandi hlut þess í Advania var upplýsingatæknifyrirtækið, sem hefur stækkað hratt undanfarin ár, verðmetið á nærri 300 milljarða um síðustu áramót.

Veðja á nýja at­vinnu­grein og á­forma tug­milljarða hluta­fjár­söfnun

Fjögur fyrirtæki hafa boðað risavaxna uppbyggingu í laxeldi á suðvesturhorni landsins og gangi þau áform eftir gæti ársframleiðsla á eldisfiski á landi numið vel á annað hundrað þúsund tonn innan fárra ára. Tvö þeirra eru nú að fara að biðla til fjárfesta, einkum innlendra, um að leggja þeim til samanlagt tugi milljarða króna í hlutafé og vonir standa til að sú fjármögnun klárist á næstu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×