Bjarki er annar af tveimur umboðsmönnum og eigendum Total Football sem hann stofnaði árið 2012 með tvíburarbróður sínum, Arnari Gunnlaugssyni; Arnóri Guðjohnsen og Magnúsi Agnari Magnússyni. Þar áður spilaði hann fótbolta við góðan orðstír og lék meðal annars með ÍA, KR, Nürnberg, Molde og Preston.
Rósa Signý Gísladóttir er doktor í sálfræðilegum málvísindum, dósent við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og vísindamaður við Íslenska erfðagreiningu þar sem hún hefur meðal annars rannsakað tónheyrn og taktvísi Íslendinga.
Bjarki og Rósa hafa verið saman í töluverðan tíma, í það minnsta segir í greininni „Samstíga tvíburar sem setja fjölskylduna í fyrsta sætið“ í DV árið 2006 að þau „hafi verið saman í þó nokkuð langan tíma og eru eitt flottasta parlandsins.“
Ragnar Ísleifur Bragason, athafnastjóri hjá Siðmennt og leikskáld, gifti hjónin ef marka má myndina sem Þóra Clausen, dagskrárstjóri Stöðvar 2, birti af þeim hjónum.

Þá lét Hjörtur Hjartarson, Skagamaður og fyrrverandi fótboltamaður, sig heldur ekki vanta.
