„Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. nóvember 2024 16:46 Snorri Másson snöggreiddist þegar Ásmundur spurði hvort innflytjendur myndu ekki leysa lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. Vísir/Vilhelm „Hvers konar hrokasvar er þetta? Ég er að tala um að fólk vill eignast börn og þín stjórnvöld hafa verið að gera það sífellt flóknara og erfiðara,“ sagði Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, við Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra eftir að Ásmundur spurði hvort innflytjendur væru ekki svarið við lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. Þeir tveir voru meðal frambjóðanda allra flokka á kosningafundinum #Égkýs á vegum ungmennafélaga og framhaldsskólanema í gær. Þar voru stjórnmálamennirnir spurðir út í hin ýmsu málefni. Ein spurningin fjallaði um stöðu húsnæðismarkaðarins og þá staðreynd að ungt fólk í dag væri farið að eignast börn seinna á lífsleiðinni. Eigi ekki að hafa skoðun á barneignum annarra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls og sagði vexti vera þröskuld fyrir ungt fólk að komast inn á húsnæðismarkað. Þeir þyrftu að lækka en hins vegar væri ekki nægilega mikið framboð af húsnæði né væri staðan á leikskólum Reykjavíkur vænleg fyrir barnafjölskyldur. „En síðan ætla ég að fá að leyfa mér að segja, auðvitað er hægt að horfa á hversu auðvelt eða erfitt er að stofna til fjölskyldu, það er líka mjög vandmeðfarið að stjórnmálamenn standi hér og hafi á því mikla skoðun hvort það sé vandamál í íslensku samfélagi að konur séu að eignast börn síðar á lífsleiðinni áður,“ sagði hún svo og bætti við: „Ekki ætla ég að fara að segja, hvorki konum né pörum, hvenær þau eiga að fara að eignast börn.“ „Þá gætum við þurft fleiri innflytjendur“ Snorri var þá beðinn um að svara orðum Þórdísar og hóf að ræða lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. „Það er frekar alvarleg þróun að mínu mati og á öllum Vesturlöndum. Nú er fæðingartíðnin í 1,6 og þarf að vera í 2,1 til þess að við höldum okkur við. Þetta er svona alls staðar og fyrir mér er þetta mjög skrítið og það eru alls konar ástæður fyrir þessu,“ sagði hann Sjálfur sagðist Snorri hafa eignast sitt fyrsta barn 26 ára, fengið eitt stjúpbarn til viðbótar og eigi nú von á öðru barni með konu sinni. Hann sagðist telja að fólk væri ekki að taka ákvarðanir um að eignast börn seinna heldur gætu þau það ekki fyrr. „Ef við erum komin í 1,6 fæðingartíðni alls staðar þá er það bara farið að líkjast einhverju dauðakölti, þá erum við bara ekki að fjölga okkur,“ sagði Snorri svo. „Þá gætum við þurft fleiri innflytjendur,“ skaut Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra Framsóknarflokksins, þá inn í og bætti Þórhildur Sunna Ægisdóttir, frambjóðandi Pírata, líka við: „Hvernig væri það?“ Hræðilega skrítin sýn „Viltu þá leysa málið þannig, Ási? Að fólk hafi ekki efni á að eignast börn og flytja inn fólk í vinnurnar og leysa málið þannig?“ spurði Snorri í kjölfarið. „Ég held það. Ekki vera svona æstur,“ svaraði Ásmundur áður en Snorri hóf langa ræðu sína: „Mér finnst þetta mjög skrítin samfélagssýn til framtíðar. Hvers konar hrokasvar er þetta? Ég er að tala um að fólk vill eignast börn og þín stjórnvöld hafa verið að gera það sífellt flóknara og erfiðara. Svo segið þið ,Innflytjendurnir koma og leysa þetta'. Þetta er óforsvaranlegur málflutningur og ég held að við eigum ekki að horfa á þessi vandamál svona. Ef einhver er með þá hugmynd að við leysum þetta bara, við hættum að eignast börn og þá komi bara útlendingar úr öllum áttum. Ég elska útlendinga en mín sýn er ekki sú að við leysum þetta svona og segjum ,Já, þið eignist ekki börn lengur, það er ekki hægt lengur, efnahagsaðstæður leyfa það ekki.' Mér finnst það hræðilega skrítin sýn verð ég að segja.“ „Mér finnst þetta mjög skrýtin samfélagssýn.” Orðaskipti við Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra (!) Framsóknarflokksins. pic.twitter.com/jwrdcfPO8u— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) November 17, 2024 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Fjölskyldumál Innflytjendamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Þeir tveir voru meðal frambjóðanda allra flokka á kosningafundinum #Égkýs á vegum ungmennafélaga og framhaldsskólanema í gær. Þar voru stjórnmálamennirnir spurðir út í hin ýmsu málefni. Ein spurningin fjallaði um stöðu húsnæðismarkaðarins og þá staðreynd að ungt fólk í dag væri farið að eignast börn seinna á lífsleiðinni. Eigi ekki að hafa skoðun á barneignum annarra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls og sagði vexti vera þröskuld fyrir ungt fólk að komast inn á húsnæðismarkað. Þeir þyrftu að lækka en hins vegar væri ekki nægilega mikið framboð af húsnæði né væri staðan á leikskólum Reykjavíkur vænleg fyrir barnafjölskyldur. „En síðan ætla ég að fá að leyfa mér að segja, auðvitað er hægt að horfa á hversu auðvelt eða erfitt er að stofna til fjölskyldu, það er líka mjög vandmeðfarið að stjórnmálamenn standi hér og hafi á því mikla skoðun hvort það sé vandamál í íslensku samfélagi að konur séu að eignast börn síðar á lífsleiðinni áður,“ sagði hún svo og bætti við: „Ekki ætla ég að fara að segja, hvorki konum né pörum, hvenær þau eiga að fara að eignast börn.“ „Þá gætum við þurft fleiri innflytjendur“ Snorri var þá beðinn um að svara orðum Þórdísar og hóf að ræða lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. „Það er frekar alvarleg þróun að mínu mati og á öllum Vesturlöndum. Nú er fæðingartíðnin í 1,6 og þarf að vera í 2,1 til þess að við höldum okkur við. Þetta er svona alls staðar og fyrir mér er þetta mjög skrítið og það eru alls konar ástæður fyrir þessu,“ sagði hann Sjálfur sagðist Snorri hafa eignast sitt fyrsta barn 26 ára, fengið eitt stjúpbarn til viðbótar og eigi nú von á öðru barni með konu sinni. Hann sagðist telja að fólk væri ekki að taka ákvarðanir um að eignast börn seinna heldur gætu þau það ekki fyrr. „Ef við erum komin í 1,6 fæðingartíðni alls staðar þá er það bara farið að líkjast einhverju dauðakölti, þá erum við bara ekki að fjölga okkur,“ sagði Snorri svo. „Þá gætum við þurft fleiri innflytjendur,“ skaut Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra Framsóknarflokksins, þá inn í og bætti Þórhildur Sunna Ægisdóttir, frambjóðandi Pírata, líka við: „Hvernig væri það?“ Hræðilega skrítin sýn „Viltu þá leysa málið þannig, Ási? Að fólk hafi ekki efni á að eignast börn og flytja inn fólk í vinnurnar og leysa málið þannig?“ spurði Snorri í kjölfarið. „Ég held það. Ekki vera svona æstur,“ svaraði Ásmundur áður en Snorri hóf langa ræðu sína: „Mér finnst þetta mjög skrítin samfélagssýn til framtíðar. Hvers konar hrokasvar er þetta? Ég er að tala um að fólk vill eignast börn og þín stjórnvöld hafa verið að gera það sífellt flóknara og erfiðara. Svo segið þið ,Innflytjendurnir koma og leysa þetta'. Þetta er óforsvaranlegur málflutningur og ég held að við eigum ekki að horfa á þessi vandamál svona. Ef einhver er með þá hugmynd að við leysum þetta bara, við hættum að eignast börn og þá komi bara útlendingar úr öllum áttum. Ég elska útlendinga en mín sýn er ekki sú að við leysum þetta svona og segjum ,Já, þið eignist ekki börn lengur, það er ekki hægt lengur, efnahagsaðstæður leyfa það ekki.' Mér finnst það hræðilega skrítin sýn verð ég að segja.“ „Mér finnst þetta mjög skrýtin samfélagssýn.” Orðaskipti við Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra (!) Framsóknarflokksins. pic.twitter.com/jwrdcfPO8u— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) November 17, 2024
Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Fjölskyldumál Innflytjendamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira