Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2024 10:05 Ferskvatnsstaðan hefur rýrnað um það sem nemu rúmmáli Erie-vatns í Norður-Ameríku, ellefta stærsta stöðuvatns jarðar. Vísir/Getty Magn fersksvatns á jörðinni hefur ekki komist í fyrra horf eftir að það tók dýfu fyrir rúmum tíu árum samkvæmt gervihnattamælingum. Ekki er talið tilviljun að hnignun ferskvatnsforðans eigi sér stað þegar níu af síðustu tíu árum voru þau hlýjustu sem um getur. Mælingar GRACE-gervitungla bandarísku og þýsku geimstofnananna benda til þess að frá 2015 til 2023 hafi magn ferskvatns í vötnum, ám og grunnvatnsgeymum verið um 1.200 rúmkílómetrum undir meðaltali áranna 2002 til 2014. Greining alþjóðlegs hóps vísindamanna á gögnum GRACE bendir til þess að ferskvatnsstaðan hafi lækkað skyndilega í maí 2014 og haldist lág síðan. Lækkunin hófst með gríðarlegum þurrki í norðanverðri og miðri Brasilíu en í kjölfarið fylgdu þurrkar í Ástralasíu, Suður- og Norður-Ameríku, Evrópu og Afríku. Þegar einn áhrifamesti El niño-viðburður 20. aldarinnar hófst árið 2016 breytist veður- og úrkomumynstur um allan heim. Ferksvatnsstaðan náði sér þó ekki eftir að El niño slotaði, að því er kemur fram í rannsókn sem var birt í vísindaritinu Surveys in Geophysics og er sagt frá á vef NASA. Teikning af GRACE-gervitungli á braut um jörðu. Þau mæla sveiflur í þyngdarkrafti jarðar sem varpa ljósi á breytingar á vatnsstöðu á yfirborðinu og neðanjarðar.NASA/JPL-Caltech Boðberi þess sem koma skal? Þrátt fyrir að skæðari þurrkar séu ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar leiðir hún einnig til þess að andrúmsloftið geti borið meiri raka. Þannig getur úrkoma orðið ákafari þrátt fyrir að úrkomudögum fækki. Ef langur tími líður á milli rigninga þornar jarðvegur og þéttist þannig að hann tekur síður við vatni þegar loks rignir. „Vandamálið við aftakaúrkomu er að vatnið endar á því að renna af“ í staðinn fyrir að setjast og endurnýja grunnvatnsgeyma, að sögn Michael Bosilovich, veðurfræðings hjá NASA. „Hækkandi hiti eykur bæði uppgufun vatns af yfirborðinu í andrúmsloftið og getu andrúmsloftsins til þess að halda raka sem eyku tíðni og ákafa þurrks,“ segir Bosilovich. Matthew Rodell, vatnafræðing hjá NASA og einum höfunda greinarinnar, grunar að hnattræn hlýnun eigi sinn þátt í viðvarandi lágri ferskvatnsstöðu á jörðinni. Þrettán af þrjátíu verstu þurrkum sem GRACE hefur mælt hafa orðið frá því í janúar 2015. Fyrstu GRACE gervitunglunum var skotið á loft árið 2002. Þá eru níu af síðustu tíu árum þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. „Við teljum ekki að þetta sé tilviljun og þetta gæti verið boðberi þess sem koma skal,“ segir Rodell. Vísindi Vatn Loftslagsmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Mælingar GRACE-gervitungla bandarísku og þýsku geimstofnananna benda til þess að frá 2015 til 2023 hafi magn ferskvatns í vötnum, ám og grunnvatnsgeymum verið um 1.200 rúmkílómetrum undir meðaltali áranna 2002 til 2014. Greining alþjóðlegs hóps vísindamanna á gögnum GRACE bendir til þess að ferskvatnsstaðan hafi lækkað skyndilega í maí 2014 og haldist lág síðan. Lækkunin hófst með gríðarlegum þurrki í norðanverðri og miðri Brasilíu en í kjölfarið fylgdu þurrkar í Ástralasíu, Suður- og Norður-Ameríku, Evrópu og Afríku. Þegar einn áhrifamesti El niño-viðburður 20. aldarinnar hófst árið 2016 breytist veður- og úrkomumynstur um allan heim. Ferksvatnsstaðan náði sér þó ekki eftir að El niño slotaði, að því er kemur fram í rannsókn sem var birt í vísindaritinu Surveys in Geophysics og er sagt frá á vef NASA. Teikning af GRACE-gervitungli á braut um jörðu. Þau mæla sveiflur í þyngdarkrafti jarðar sem varpa ljósi á breytingar á vatnsstöðu á yfirborðinu og neðanjarðar.NASA/JPL-Caltech Boðberi þess sem koma skal? Þrátt fyrir að skæðari þurrkar séu ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar leiðir hún einnig til þess að andrúmsloftið geti borið meiri raka. Þannig getur úrkoma orðið ákafari þrátt fyrir að úrkomudögum fækki. Ef langur tími líður á milli rigninga þornar jarðvegur og þéttist þannig að hann tekur síður við vatni þegar loks rignir. „Vandamálið við aftakaúrkomu er að vatnið endar á því að renna af“ í staðinn fyrir að setjast og endurnýja grunnvatnsgeyma, að sögn Michael Bosilovich, veðurfræðings hjá NASA. „Hækkandi hiti eykur bæði uppgufun vatns af yfirborðinu í andrúmsloftið og getu andrúmsloftsins til þess að halda raka sem eyku tíðni og ákafa þurrks,“ segir Bosilovich. Matthew Rodell, vatnafræðing hjá NASA og einum höfunda greinarinnar, grunar að hnattræn hlýnun eigi sinn þátt í viðvarandi lágri ferskvatnsstöðu á jörðinni. Þrettán af þrjátíu verstu þurrkum sem GRACE hefur mælt hafa orðið frá því í janúar 2015. Fyrstu GRACE gervitunglunum var skotið á loft árið 2002. Þá eru níu af síðustu tíu árum þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. „Við teljum ekki að þetta sé tilviljun og þetta gæti verið boðberi þess sem koma skal,“ segir Rodell.
Vísindi Vatn Loftslagsmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira