Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 15:15 Frá því að ég var kosin á Alþingi haustið 2016 hef ég tekið upp málefnið dánaraðstoð á þinginu og lagt áherslu á mikilvægi þess að skapa frelsi í lífslokum. Ég hef lagt fram fyrirspurnir, þingsályktanir og skýrslubeiðnir um málefnið. Félagið Lífsvirðing hefur verið ötult í að halda uppi umræðu í samfélaginu um þetta mikilvæga, en viðkvæma mál, og er ég stolt af því að hafa getað lagt mitt lóð á vogarskálarnar inni á þinginu. Vaxandi stuðningur við dánaraðstoð Allar kannanir sýna að stuðningur við dánaraðstoð hefur aukist til muna á síðustu árum, bæði meðal heilbrigðisstarfsmanna og almennings. Í nýlegri könnun kom fram að 56% lækna, 86% hjúkrunarfræðinga og 81% sjúkraliða voru hlynnt dánaraðstoð (alfarið, mjög eða frekar). Þessar niðurstöður sýna að stuðningur heilbrigðisstarfsfólks hefur aukist verulega á skömmum tíma. Þá sýndi sama könnun að 75,6% svarenda úr almenningi voru alfarið, mjög eða frekar hlynntir dánaraðstoð. Vorið 2023 samþykkti Alþingi beiðni mína um að heilbrigðisráðherra skyldi gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, samtaka sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Þessar kannanir hafa verið mikilvægur liður í að auka vitund og skapa samstöðu um málefnið. Dánaraðstoð: Frelsi í lífslokum Dánaraðstoð snýst ekki um að fleiri deyi heldur um að færri kveljist. Hún er fyrst og fremst spurning um frelsi einstaklingsins til að velja og hafna þeim læknismeðferðum sem í boði eru. Dánaraðstoð er viðkvæmt málefni sem snertir grundvallarspurningar um líf, dauða og mannréttindi. Hún kallar á vandlega yfirvegun, samkennd og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Sem þjóð verðum við að taka umræðu um dánaraðstoð af festu og sanngirni. Þeir sem standa frammi fyrir ólæknandi sjúkdómum og miklum þjáningum ættu að hafa rétt til að velja þann farveg sem þeir kjósa í lífslokum. Í löndum eins og Hollandi, þar sem dánaraðstoð hefur verið leyfð um árabil, fer aðstoðin fram eftir skýru og vönduðu ferli. Umsóknir eru metnar af tveimur læknum, og aðstoðin er aðeins veitt þegar þjáningar eru óbærilegar og engin von um lækningu er til staðar. Samhljómur í umræðunni Afstaða heilbrigðisstarfsfólks, sem væntanlega myndi veita þessa þjónustu, er lykilatriði. Það er jafnframt mikilvægt að tryggja að enginn verði skyldaður til að taka þátt í dánaraðstoð gegn eigin vilja. Virðing fyrir fjölbreyttum skoðunum og trú er óaðskiljanlegur hluti af umræðu og lagasetningu um þetta viðkvæma mál. Framtíðarsýn: Að tryggja rétt einstaklinga Nú liggur fyrir þinginu ályktun um að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimilar dánaraðstoð. Ég mun, fái ég til þess áframhaldandi umboð, vinna að þessu mikilvæga máli með sama eldmóði og áður. Þetta snýst um frelsi, virðingu og mannúð – alla leið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Dánaraðstoð Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Frá því að ég var kosin á Alþingi haustið 2016 hef ég tekið upp málefnið dánaraðstoð á þinginu og lagt áherslu á mikilvægi þess að skapa frelsi í lífslokum. Ég hef lagt fram fyrirspurnir, þingsályktanir og skýrslubeiðnir um málefnið. Félagið Lífsvirðing hefur verið ötult í að halda uppi umræðu í samfélaginu um þetta mikilvæga, en viðkvæma mál, og er ég stolt af því að hafa getað lagt mitt lóð á vogarskálarnar inni á þinginu. Vaxandi stuðningur við dánaraðstoð Allar kannanir sýna að stuðningur við dánaraðstoð hefur aukist til muna á síðustu árum, bæði meðal heilbrigðisstarfsmanna og almennings. Í nýlegri könnun kom fram að 56% lækna, 86% hjúkrunarfræðinga og 81% sjúkraliða voru hlynnt dánaraðstoð (alfarið, mjög eða frekar). Þessar niðurstöður sýna að stuðningur heilbrigðisstarfsfólks hefur aukist verulega á skömmum tíma. Þá sýndi sama könnun að 75,6% svarenda úr almenningi voru alfarið, mjög eða frekar hlynntir dánaraðstoð. Vorið 2023 samþykkti Alþingi beiðni mína um að heilbrigðisráðherra skyldi gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, samtaka sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Þessar kannanir hafa verið mikilvægur liður í að auka vitund og skapa samstöðu um málefnið. Dánaraðstoð: Frelsi í lífslokum Dánaraðstoð snýst ekki um að fleiri deyi heldur um að færri kveljist. Hún er fyrst og fremst spurning um frelsi einstaklingsins til að velja og hafna þeim læknismeðferðum sem í boði eru. Dánaraðstoð er viðkvæmt málefni sem snertir grundvallarspurningar um líf, dauða og mannréttindi. Hún kallar á vandlega yfirvegun, samkennd og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Sem þjóð verðum við að taka umræðu um dánaraðstoð af festu og sanngirni. Þeir sem standa frammi fyrir ólæknandi sjúkdómum og miklum þjáningum ættu að hafa rétt til að velja þann farveg sem þeir kjósa í lífslokum. Í löndum eins og Hollandi, þar sem dánaraðstoð hefur verið leyfð um árabil, fer aðstoðin fram eftir skýru og vönduðu ferli. Umsóknir eru metnar af tveimur læknum, og aðstoðin er aðeins veitt þegar þjáningar eru óbærilegar og engin von um lækningu er til staðar. Samhljómur í umræðunni Afstaða heilbrigðisstarfsfólks, sem væntanlega myndi veita þessa þjónustu, er lykilatriði. Það er jafnframt mikilvægt að tryggja að enginn verði skyldaður til að taka þátt í dánaraðstoð gegn eigin vilja. Virðing fyrir fjölbreyttum skoðunum og trú er óaðskiljanlegur hluti af umræðu og lagasetningu um þetta viðkvæma mál. Framtíðarsýn: Að tryggja rétt einstaklinga Nú liggur fyrir þinginu ályktun um að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimilar dánaraðstoð. Ég mun, fái ég til þess áframhaldandi umboð, vinna að þessu mikilvæga máli með sama eldmóði og áður. Þetta snýst um frelsi, virðingu og mannúð – alla leið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun