Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 17:07 Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur. Vísir/Arnar Stjórnsýslufræðingur, sem varað hefur við vinnubrögðum Alþingis, segir dóm héraðsdóms um breytingu á búvörulögum, réttan og kallar eftir skýrari efnisreglum hjá Alþingi um framkvæmd reglunnar um þrjár umræður. Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur sló því föstu í dag að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. Haukur hefur látið málið sig varða frá fleiri en einni hlið. Í haust kærði Haukur Þórarinn Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins til siðanefndar þingsins vegna afskipta hans af búvörulögunum. Taldi hann Þórarinn vanhæfan vegna eignarhlutar hans í afurðastöð sem hafi stangast á við almannahagsmuni. „Það mál er enn í vinnslu,“ segir Haukur. „Formreglur, líkt og reglan um þrjár umræður, eru allar settar til þess að einhver ákveðin efnismeðferð eigi sér stað. Alþingi hefur ekki haft skriflegar efnisreglur. Það þarf að gera sérstakar reglur um hvað það má breyta frumvarpi mikið við meðferð þingsins, til þess að það teljist hafa fengið þrjár umræður." Haukur hefur sjálfur skrifað bók um ákvæði stjórnarskrár og þingskaparlaga sem kveður á um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi. „Í þessu tilfelli var alveg ljóst að lagabreytingin fékk bara tvær umræður, þannig það var ekki undan því vikist að dæma eins og dæmt var,“ segir Haukur. Hann segir alveg ljóst að um réttan dóm sé að ræða en reiknar með að hann komi til kasta Hæstaréttar. „Ég ætla ekki að lofa því að þetta fari eins á öllum dómstigum, en ég lofa því að ég hef sömu afstöðu til þess að dómurinn sé réttur, hvernig sem fer á öðrum dómstigum“ Búvörusamningar Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur sló því föstu í dag að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. Haukur hefur látið málið sig varða frá fleiri en einni hlið. Í haust kærði Haukur Þórarinn Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins til siðanefndar þingsins vegna afskipta hans af búvörulögunum. Taldi hann Þórarinn vanhæfan vegna eignarhlutar hans í afurðastöð sem hafi stangast á við almannahagsmuni. „Það mál er enn í vinnslu,“ segir Haukur. „Formreglur, líkt og reglan um þrjár umræður, eru allar settar til þess að einhver ákveðin efnismeðferð eigi sér stað. Alþingi hefur ekki haft skriflegar efnisreglur. Það þarf að gera sérstakar reglur um hvað það má breyta frumvarpi mikið við meðferð þingsins, til þess að það teljist hafa fengið þrjár umræður." Haukur hefur sjálfur skrifað bók um ákvæði stjórnarskrár og þingskaparlaga sem kveður á um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi. „Í þessu tilfelli var alveg ljóst að lagabreytingin fékk bara tvær umræður, þannig það var ekki undan því vikist að dæma eins og dæmt var,“ segir Haukur. Hann segir alveg ljóst að um réttan dóm sé að ræða en reiknar með að hann komi til kasta Hæstaréttar. „Ég ætla ekki að lofa því að þetta fari eins á öllum dómstigum, en ég lofa því að ég hef sömu afstöðu til þess að dómurinn sé réttur, hvernig sem fer á öðrum dómstigum“
Búvörusamningar Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira