Fótbolti

Týndu báðir vega­bréfinu sínu og missa af lands­leikjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michail Antonio sést hér í leik með West Ham United. Hann er fastur á Englandi af því að hann týndi vegabréfinu sínu.
Michail Antonio sést hér í leik með West Ham United. Hann er fastur á Englandi af því að hann týndi vegabréfinu sínu. Getty/Richard Pelham

Steve McClaren tók við jamaíska landsliðinu af Heimi Hallgrímssyni í sumar en hann gat ekki valið tvo öfluga leikmenn í nýjasta landsliðshóp sinn.

Þessar nýjustu fréttir af landsliði Jamaíku eru frekar vandræðalegar en aðallega þó fyrir þá tvo landsliðsmenn sem um ræðir.

Landsliðsmennirnir Michail Antonio og Kaheim Dixon áttu að spila með jamaíska landsliðinu í þessum landsleikjaglugga en þeir eru samt hvergi sjáanlegir.

Landsliðsþjálfarinn Steve McClaren sagði blaðamönnum frá ástæðunni fyrir því.

„Þeir týndu vegabréfunum sínum. Það var of seint fyrir þá að fá ný í staðinn og of lítill tími til að fá vegabréfsáritun fyrir þá hingað. Þess vegna eru þeir ekki með,“ sagði Steve McClaren.

Michail Antonio er 34 ára framherji West Ham. Hann hefur skorað 5 mörk í 21 landsleik.

Kaheim Dixon er framherji Charlton Athletic. Hann hefur skorað 2 mörk í 11 landsleikjum.

Jamaíka tapaði 1-0 á móti Bandaríkjunum í fyrri leik þjóðanna í átta liða úrslitum Þjóðadeildar CONCACAF. Seinni leikurinn fer fram í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×