Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2024 08:01 Maðurinn lést í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á þessu ári. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um útgáfu ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða á næstu dögum, að sögn Karls Inga Vilbergssonar saksóknara. Málið varðar andlát manns sem lést í sumarbústað í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl á þessu ári. Fjórir voru handteknir í upphafi málsins, en einn þeirra hefur enn réttarstöðu sakbornings. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands frá því í maí hefur sá viðurkennt að hafa ráðist á hinn látna í aðdraganda andlátsins. Þrátt fyrir það neiti hann sök. Hann haldi sakleysi sínu staðfastlega fram og neitar alfarið að hafa valdið þeim áverkum sem voru á líki hins látna. Hinn látni og þessir fjórir sem voru handteknir eru allir litháskir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis. Áverkar gáfu strax vísbendingu um að rannsaka þyrfti málið Þrír úrskurðir sem varða málið hafa verið birtir á vef Landsréttar. Í þeim nýlegasta segir að þann 20. apríl síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um meðvitundarleysi í sumarhúsi. Fljótlega eftir komu viðbraðgsaðila á vettvang hafi einn einstaklingur verið úrskurðaður látinn. Augljósir áverkar á líkinu hafi strax gefið lögreglu vísbendingu um að sakamálarannsóknar þyrfti við, segir í úrskurðinum, en í kjölfarið voru fjórmenningarnir handteknir. Fram kemur að í upphafi hafi tveir þeirra verið undir sérstökum grun um að eiga aðild að andláti mannsins, en þeir hafi báðir neitað sök. Annar þeirra mun vera sá sem enn hefur réttarstöðu sakbornings. Þessir tveir eru í úrskurðinum sagðir hafa verið þeir einu sem voru staddir í sama húsnæði og hinn látni, þegar hann lést. Líklega hafi þeir tveir verið þeir síðustu sem hinn látni átti í beinum samskiptum við. Ber ekki saman um mikilvæg atriði Í úrskurði héraðsdóms segir að þar af leiðandi ættu þeir að búa yfir sem „gleggstum upplýsingum um kringumstæður í aðdraganda og í kjölfar andlátsins”. Þrátt fyrir það beri framburðum þeirra ekki saman um mikilvæg atriði. Annar þessara tveggja, sá sem er ekki enn með réttarstöðu sakbornings, greindi frá því að hann hafi orðið var við ágreining milli sakborningsins og hins látna. Síðan hafi hann komið að hinum látna liggjandi á gólfi aðalrýmis sumarhússins. Hann hafi haft talsverðar áhyggjur vegna þess og taldi að hinn látni þyrfti nauðsynlega að komast undir læknishendur, og hann hafi meðal annars hringt í yfirmenn sína og tjáð þeim áhyggjur sínar. Þessi sami maður hafi þó borið fyrir sig minnisleysi og óvissu um mikilvæg atriði sem hafi verið borin undir hann. Þá kemur fram að bráðabrigðakrufningaskýrsla liggi fyrir og í henni komi fram að sterkar vísbendingar hafi verið um að hinum látna kunni að hafa verið ráðinn bani. Niðurstöður útvíkkaðrar réttarkrufningar bendi sterklega til þess að dauðsfallið hafi verið afleiðing áverka sem annar maður veitti honum. Úrskurðurinn varðaði hvort maðurinn skyldi gefa skýrslu fyrir dómi á meðan rannsókn lögreglu stæði yfir. Héraðsdómur féllst ekki á þá kröfu lögreglunnar, en Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við. Dómsmál Lögreglumál Manndráp í Kiðjabergi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Fjórir voru handteknir í upphafi málsins, en einn þeirra hefur enn réttarstöðu sakbornings. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands frá því í maí hefur sá viðurkennt að hafa ráðist á hinn látna í aðdraganda andlátsins. Þrátt fyrir það neiti hann sök. Hann haldi sakleysi sínu staðfastlega fram og neitar alfarið að hafa valdið þeim áverkum sem voru á líki hins látna. Hinn látni og þessir fjórir sem voru handteknir eru allir litháskir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis. Áverkar gáfu strax vísbendingu um að rannsaka þyrfti málið Þrír úrskurðir sem varða málið hafa verið birtir á vef Landsréttar. Í þeim nýlegasta segir að þann 20. apríl síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um meðvitundarleysi í sumarhúsi. Fljótlega eftir komu viðbraðgsaðila á vettvang hafi einn einstaklingur verið úrskurðaður látinn. Augljósir áverkar á líkinu hafi strax gefið lögreglu vísbendingu um að sakamálarannsóknar þyrfti við, segir í úrskurðinum, en í kjölfarið voru fjórmenningarnir handteknir. Fram kemur að í upphafi hafi tveir þeirra verið undir sérstökum grun um að eiga aðild að andláti mannsins, en þeir hafi báðir neitað sök. Annar þeirra mun vera sá sem enn hefur réttarstöðu sakbornings. Þessir tveir eru í úrskurðinum sagðir hafa verið þeir einu sem voru staddir í sama húsnæði og hinn látni, þegar hann lést. Líklega hafi þeir tveir verið þeir síðustu sem hinn látni átti í beinum samskiptum við. Ber ekki saman um mikilvæg atriði Í úrskurði héraðsdóms segir að þar af leiðandi ættu þeir að búa yfir sem „gleggstum upplýsingum um kringumstæður í aðdraganda og í kjölfar andlátsins”. Þrátt fyrir það beri framburðum þeirra ekki saman um mikilvæg atriði. Annar þessara tveggja, sá sem er ekki enn með réttarstöðu sakbornings, greindi frá því að hann hafi orðið var við ágreining milli sakborningsins og hins látna. Síðan hafi hann komið að hinum látna liggjandi á gólfi aðalrýmis sumarhússins. Hann hafi haft talsverðar áhyggjur vegna þess og taldi að hinn látni þyrfti nauðsynlega að komast undir læknishendur, og hann hafi meðal annars hringt í yfirmenn sína og tjáð þeim áhyggjur sínar. Þessi sami maður hafi þó borið fyrir sig minnisleysi og óvissu um mikilvæg atriði sem hafi verið borin undir hann. Þá kemur fram að bráðabrigðakrufningaskýrsla liggi fyrir og í henni komi fram að sterkar vísbendingar hafi verið um að hinum látna kunni að hafa verið ráðinn bani. Niðurstöður útvíkkaðrar réttarkrufningar bendi sterklega til þess að dauðsfallið hafi verið afleiðing áverka sem annar maður veitti honum. Úrskurðurinn varðaði hvort maðurinn skyldi gefa skýrslu fyrir dómi á meðan rannsókn lögreglu stæði yfir. Héraðsdómur féllst ekki á þá kröfu lögreglunnar, en Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við.
Dómsmál Lögreglumál Manndráp í Kiðjabergi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira