Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 17:07 Þingmenn Pírata vörðu mestum tíma í pontu Alþingis á kjörtímabilinu, en þingmenn stjórnarflokkanna vörðu að jafnaði minni tíma í pontu en þingmenn stjórnarandstöðunnar. Vísir Þingmenn Pírata vörðu langmestum tíma í pontu Alþingis á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Þingmenn Framsóknarflokksins vörðu hins vegar minnstum tíma í ræðustól Alþingis að meðaltali. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er málglaðasti þingmaðurinn á Alþingi, ef tekið er mið af þeim tíma sem hann varði í pontu Alþingis á kjörtímabilinu. Samanlagður ræðutími Björns Levís á kjörtímabilinu frá 2021 til 2024 var rúmar 84 klukkustundir eða sem jafngildir þremur sólarhringum, tólf klukkustundum og 22 mínútum. Næstur í röðinni var flokkbróðir hans Gísli Rafn Ólafsson sem talaði í tæpar 72 klukkustundir. Botnsætið vermir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem samtals talaði í rétt um sex klukkustundir á kjörtímabilinu, ef frá er talin Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður VG sem tók sæti á þingi í stað Katrínar Jakobsdóttur þegar hún hætti fyrr á þessu ári. Eva Dögg hafði þó áður komið inn sem varaþingmaður í nokkur skipti á kjörtímabilinu og hefur samtals staðið í rétt rúmar tvær klukkustundir í ræðustól. Þingmenn stjórnarandstöðunnar verma öll sæti á topp tíu listanum yfir lengsta samanlagða ræðutímann en stjórnarþingmenn taka hins vegar níu af tíu sætum á botninum. Tíu afkastamestu ræðumennirnir á Alþingi á kjörtímabilinu Björn Leví Gunnarsson, Píratar: 84 klst. og 22 mínútur Gísli Rafn Ólafsson, Píratar: 71 klst. og 39 mínútur Eyjólfur Ármannsson, Flokkur fólksins: 69 klst. og 25 mínútur Andrés Ingi Jónsson, Píratar: 65 klst. og 36 mínútur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Píratar: 58 klst. og 43 mínútur Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins: 53 klst. og 41 mínúta Inga Sæland, Flokkur fólksins: 48 klst. og 53 mínútur Jóhann Páll Jóhannsson, Samfylkingin: 42 klst. og 43 mínútur Bergþór Ólason, Miðflokkur: 42 klst. og 2 mínútur Guðbrandur Einarsson, Viðreisn: 39 klst. og 18 mínútur *Ræðutíminn er námundaður að næstu heilu mínútu. Þessir þingmenn vörðu minnstum tíma í pontu á kjörtímabilinu Eva Dögg Davíðsdóttir, VG: 2 klst. og 7 mínútur Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokkur: 5 klst. og 59 mínútur Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Framsóknarflokkur: 6 klst. og 0 mínútur Tómas A. Tómasson, Flokkur fólksins: 6 klst. og 41 mínúta Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 6 klst. og 58 mínútur Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Framsóknarflokkur: 8 klst. og 3 mínútur Bjarni Jónsson, VG/utan flokka: 8 klst. og 23 mínútur Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 39 mínútur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 53 mínútur Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 54 mínútur *Ræðutíminn er námundaður að næstu heilu mínútu. Meðalræðutími þingmanna eftir þingflokkum Píratar: 59,7 klst. Miðflokkurinn: 36,4 klst. Flokkur fólksins: 36,3 klst. Viðreisn: 31,8 klst. Samfylkingin: 23,9 klst. Vinstri græn: 15,4 klst. Sjálfstæðisflokkurinn: 15,0 klst. Framsóknarflokkurinn: 13, 9 klst. Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Samanlagður ræðutími Björns Levís á kjörtímabilinu frá 2021 til 2024 var rúmar 84 klukkustundir eða sem jafngildir þremur sólarhringum, tólf klukkustundum og 22 mínútum. Næstur í röðinni var flokkbróðir hans Gísli Rafn Ólafsson sem talaði í tæpar 72 klukkustundir. Botnsætið vermir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem samtals talaði í rétt um sex klukkustundir á kjörtímabilinu, ef frá er talin Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður VG sem tók sæti á þingi í stað Katrínar Jakobsdóttur þegar hún hætti fyrr á þessu ári. Eva Dögg hafði þó áður komið inn sem varaþingmaður í nokkur skipti á kjörtímabilinu og hefur samtals staðið í rétt rúmar tvær klukkustundir í ræðustól. Þingmenn stjórnarandstöðunnar verma öll sæti á topp tíu listanum yfir lengsta samanlagða ræðutímann en stjórnarþingmenn taka hins vegar níu af tíu sætum á botninum. Tíu afkastamestu ræðumennirnir á Alþingi á kjörtímabilinu Björn Leví Gunnarsson, Píratar: 84 klst. og 22 mínútur Gísli Rafn Ólafsson, Píratar: 71 klst. og 39 mínútur Eyjólfur Ármannsson, Flokkur fólksins: 69 klst. og 25 mínútur Andrés Ingi Jónsson, Píratar: 65 klst. og 36 mínútur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Píratar: 58 klst. og 43 mínútur Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins: 53 klst. og 41 mínúta Inga Sæland, Flokkur fólksins: 48 klst. og 53 mínútur Jóhann Páll Jóhannsson, Samfylkingin: 42 klst. og 43 mínútur Bergþór Ólason, Miðflokkur: 42 klst. og 2 mínútur Guðbrandur Einarsson, Viðreisn: 39 klst. og 18 mínútur *Ræðutíminn er námundaður að næstu heilu mínútu. Þessir þingmenn vörðu minnstum tíma í pontu á kjörtímabilinu Eva Dögg Davíðsdóttir, VG: 2 klst. og 7 mínútur Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokkur: 5 klst. og 59 mínútur Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Framsóknarflokkur: 6 klst. og 0 mínútur Tómas A. Tómasson, Flokkur fólksins: 6 klst. og 41 mínúta Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 6 klst. og 58 mínútur Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Framsóknarflokkur: 8 klst. og 3 mínútur Bjarni Jónsson, VG/utan flokka: 8 klst. og 23 mínútur Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 39 mínútur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 53 mínútur Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 54 mínútur *Ræðutíminn er námundaður að næstu heilu mínútu. Meðalræðutími þingmanna eftir þingflokkum Píratar: 59,7 klst. Miðflokkurinn: 36,4 klst. Flokkur fólksins: 36,3 klst. Viðreisn: 31,8 klst. Samfylkingin: 23,9 klst. Vinstri græn: 15,4 klst. Sjálfstæðisflokkurinn: 15,0 klst. Framsóknarflokkurinn: 13, 9 klst.
Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira