Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 10:50 Stjórnmálamenn túlka lækkun vaxta hver með sínum hætti en í dag eru tíu dagar til alþingiskosninga. Vísir Stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar eru meðal þeirra sem nú keppast við að bregðast við ákvörðun Seðlabankans um lækkun stýrivaxta og ljóst að einhverjir stjórnmálamenn reyni nú að nýta tíðindin sem tromp í kosningabaráttunni. Forsætis- og fjármálaráðherra segja vaxtalækkunina endurspegla verk stjórnarflokkanna í ríkisstjórn þar sem áhersla hafi verið lögð á að stuðla að lækkun verðbólgu. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir það hins vegar ríkisstjórninni að kenna að vaxtalækkunarferlið hafi ekki hafist fyrr. Greint var frá því í morgun að vextirnir fari úr 9% og niður í 8,5% og hefur Íslandsbanki til að mynda þegar greint frá áformuðum vaxtalækkunum bankans í kjölfar ákvörðunarinnar. „Þessi varfærna stýrivaxtalækkun hefði getað hafist miklu fyrr ef ríkisstjórnin hefði ekki rekið ríkissjóð með ævintýralegum halla í áraraðir. Þessi ríkisstjórnin sem núna er yfirgefa sviðið hefur beinlínis kynt undir verðbólgu t.d. með því að leyfa ólöglegt verðsamráð á markaði eins og dómstólar hafa dæmt um. Þessi lagasetning ríkisstjórnar skilaði sér auðvitað lóðbeint í hærra matarverði fyrir allt fólk í landinu,” skrifar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þessari túlkun eru Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, ósammála. Báðir fagna þeir vaxtalækkuninni á samfélagsmiðlum í dag. Blaðamannafundinn í Seðlabankanum má sjá í heild sinni að neðan. „Þetta er í mjög góðum takti við það sem bæði við og aðrir sem leggja mat á stöðu efnahagsmáli á Íslandi hafa verið að segja. Við erum á réttri leið,“ skrifar Sigurður Ingi meðal annars í sinni færslu. „Svo það er alveg kýrskýrt að við erum að ná tökum á verðbólgunni og það án þess að nein teikn séu á lofti um kollsteypu í efnahagslífinu. Þvert á móti virðumst við vera að ná að lenda hagkerfinu mjúklega. Það er risamál.” Bjarni Benediktsson tekur í svipaðan streng og Sigurður Ingi. „Árangur skýrrar stefnu okkar birtist í lækkun vaxta núna í morgunsárið. Vaxtalækkun upp á 0,5% þýðir 190 þúsund króna minni greiðslubyrði á ári fyrir heimili með 40 milljón króna lán. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hefur verið að stuðla að lækkun verðbólgu svo Seðlabankinn geti lækkað vexti. Það er að ganga eftir, verðbólgan er í frjálsu falli, hún er að “húrrast niður” eins og greiningaraðilar hafa orðað það,” skrifar Bjarni. Þá skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir grein á Vísi í dag þar sem hún fagnar vaxtalækkuninni. “Við erum á réttri leið og nú er tækifæri til að ná árangri. Förum ekki út af sporinu. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir,” skrifar Áslaug í niðurlagi greinarinnar. Í takt við markmið kjarasamninga Meðal annarra sem einnig hafa hvatt sér hljóðs um vaxtalækkunina er Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem segir fréttirnar gríðarlega jákvæðar og í takt við spálíkan breiðfylkingar verkalýðshreyfingarinnar sem unnið var við gerð kjarasamninga fyrr á árinu. „Samningurinn gekk út á að skapa skilyrði fyrir lækkun á verðbólgu og lækkun vaxta. Og núna er þetta að byrja að skila sér, þessi áhætta sem við tókum með því að semja með hófstilltum hætti til langs tíma,” skrifar Vilhjálmur meðal annars í færslu á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð. Seðlabankinn Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Forsætis- og fjármálaráðherra segja vaxtalækkunina endurspegla verk stjórnarflokkanna í ríkisstjórn þar sem áhersla hafi verið lögð á að stuðla að lækkun verðbólgu. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir það hins vegar ríkisstjórninni að kenna að vaxtalækkunarferlið hafi ekki hafist fyrr. Greint var frá því í morgun að vextirnir fari úr 9% og niður í 8,5% og hefur Íslandsbanki til að mynda þegar greint frá áformuðum vaxtalækkunum bankans í kjölfar ákvörðunarinnar. „Þessi varfærna stýrivaxtalækkun hefði getað hafist miklu fyrr ef ríkisstjórnin hefði ekki rekið ríkissjóð með ævintýralegum halla í áraraðir. Þessi ríkisstjórnin sem núna er yfirgefa sviðið hefur beinlínis kynt undir verðbólgu t.d. með því að leyfa ólöglegt verðsamráð á markaði eins og dómstólar hafa dæmt um. Þessi lagasetning ríkisstjórnar skilaði sér auðvitað lóðbeint í hærra matarverði fyrir allt fólk í landinu,” skrifar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þessari túlkun eru Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, ósammála. Báðir fagna þeir vaxtalækkuninni á samfélagsmiðlum í dag. Blaðamannafundinn í Seðlabankanum má sjá í heild sinni að neðan. „Þetta er í mjög góðum takti við það sem bæði við og aðrir sem leggja mat á stöðu efnahagsmáli á Íslandi hafa verið að segja. Við erum á réttri leið,“ skrifar Sigurður Ingi meðal annars í sinni færslu. „Svo það er alveg kýrskýrt að við erum að ná tökum á verðbólgunni og það án þess að nein teikn séu á lofti um kollsteypu í efnahagslífinu. Þvert á móti virðumst við vera að ná að lenda hagkerfinu mjúklega. Það er risamál.” Bjarni Benediktsson tekur í svipaðan streng og Sigurður Ingi. „Árangur skýrrar stefnu okkar birtist í lækkun vaxta núna í morgunsárið. Vaxtalækkun upp á 0,5% þýðir 190 þúsund króna minni greiðslubyrði á ári fyrir heimili með 40 milljón króna lán. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hefur verið að stuðla að lækkun verðbólgu svo Seðlabankinn geti lækkað vexti. Það er að ganga eftir, verðbólgan er í frjálsu falli, hún er að “húrrast niður” eins og greiningaraðilar hafa orðað það,” skrifar Bjarni. Þá skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir grein á Vísi í dag þar sem hún fagnar vaxtalækkuninni. “Við erum á réttri leið og nú er tækifæri til að ná árangri. Förum ekki út af sporinu. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir,” skrifar Áslaug í niðurlagi greinarinnar. Í takt við markmið kjarasamninga Meðal annarra sem einnig hafa hvatt sér hljóðs um vaxtalækkunina er Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem segir fréttirnar gríðarlega jákvæðar og í takt við spálíkan breiðfylkingar verkalýðshreyfingarinnar sem unnið var við gerð kjarasamninga fyrr á árinu. „Samningurinn gekk út á að skapa skilyrði fyrir lækkun á verðbólgu og lækkun vaxta. Og núna er þetta að byrja að skila sér, þessi áhætta sem við tókum með því að semja með hófstilltum hætti til langs tíma,” skrifar Vilhjálmur meðal annars í færslu á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð.
Seðlabankinn Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira