Fótbolti

Gekk út eftir afar vand­ræða­legan tuttugu sekúndna blaða­manna­fund

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brian Riemer er nýtekinn við danska landsliðinu.
Brian Riemer er nýtekinn við danska landsliðinu. getty/Ulrik Pedersen

Blaðamannafundirnir verða vart styttri en hjá þjálfara danska karlalandsliðsins í fótbolta, Brian Riemer, eftir leikinn gegn Serbíu í Þjóðadeildinni í gær. Fundurinn stóð í heilar tuttugu sekúndur.

Leikurinn í Belgrad í gær endaði með markalausu jafntefli. Með því tryggðu Danir sér 2. sætið í riðli 4 og þar af leiðandi sæti í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar.

Eins og venjan er mætti Riemer á blaðamannafund eftir leikinn. Fjölmiðlafulltrúi danska knattspyrnusambandsins kynnti Riemer og bauð viðstöddum að bera upp spurningar.

Við tók hins vegar afar vandræðaleg þögn þar sem engar spurningar voru bornar upp. Það var því ekkert annað að gera en að ljúka fundinum. Riemer stóð því upp og yfirgaf salinn sem með bros á vör.

Riemer var ráðinn þjálfari danska landsliðsins í síðasta mánuði. Hann var áður við stjórnvölinn hjá Anderlecht í Belgíu.

Danir töpuðu fyrir Evrópumeisturum Spánverja á föstudaginn, 1-2, og gerðu svo markalaust jafntefli við Serba í gær í fyrstu leikjunum undir stjórn Riemers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×