Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2024 11:48 Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga eru sestar aftur við samningaborðið. Vísir/Vilhelm Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga en samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga hittust á fundi í Karphúsinu í morgun annan daginn í röð. Samninganefndirnar hittust á fyrsta formlegum samningafundi í gær eftir sautján daga hlé. Eitt af stóru málunum í kjaraviðræðunum er krafa kennara um jöfnun launa á milli markaða. Árið 2016 var gengið frá samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda á almenna og opinbera markaðnum. Kennarar hafa sagt að samhliða jöfnun lífeyrisréttinda átti að jafna laun milli markaða en að ekkert slíkt samkomulag hafi náðst nú átta árum síðan. Í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem birt var fyrr í þessum mánuði er fullyrt að frá árinu 2016 hafi ýmis skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Það sé ekki rétt, eins og Kennarasambandið, hafi haldið fram að ekkert hafi verið gert til að tryggja slíkt samkomulag. Til að reyna að finna lausn á þessu deilumáli voru meðal annars fengir sérfræðingar frá Jafnlaunastofu til að mæta samningafundinn í Karphúsinu í gær. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segist tilbúinn til að reyna margt til að hægt sé að semja. „Verkefnið er að ná kjarasamningi og þegar við erum í kjarasamningi sem við höfum haft mjög skýrt markmið þá auðvitað bara þiggjum við alla hjálp og alla leiðsögn og ráðgjöf sem við þurfum. Við viljum að þetta verði kjarasamningur sem að endar öll kennaraverkföll. Kemur okkur á þann stað sem við viljum vera samhliða öðrum sérfræðingum háskólamenntuðum á almennum markaði og þá er það bara þannig að út frá okkar meginmarkmiði með þessa jöfnun þá erum við tilbúin að skoða allskonar leiðir sem færa okkur að því marki.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Foreldrar leikskólabarna á Sauðárkróki stóðu fyrir samstöðufundi í Húsi Frítímans í gær. Í tilkynningu kemur fram að góð mæting hafi verið á fundinn af bæði kennurum og foreldrum með börn sín. 19. nóvember 2024 11:19 Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. 18. nóvember 2024 12:12 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Samninganefndirnar hittust á fyrsta formlegum samningafundi í gær eftir sautján daga hlé. Eitt af stóru málunum í kjaraviðræðunum er krafa kennara um jöfnun launa á milli markaða. Árið 2016 var gengið frá samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda á almenna og opinbera markaðnum. Kennarar hafa sagt að samhliða jöfnun lífeyrisréttinda átti að jafna laun milli markaða en að ekkert slíkt samkomulag hafi náðst nú átta árum síðan. Í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem birt var fyrr í þessum mánuði er fullyrt að frá árinu 2016 hafi ýmis skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Það sé ekki rétt, eins og Kennarasambandið, hafi haldið fram að ekkert hafi verið gert til að tryggja slíkt samkomulag. Til að reyna að finna lausn á þessu deilumáli voru meðal annars fengir sérfræðingar frá Jafnlaunastofu til að mæta samningafundinn í Karphúsinu í gær. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segist tilbúinn til að reyna margt til að hægt sé að semja. „Verkefnið er að ná kjarasamningi og þegar við erum í kjarasamningi sem við höfum haft mjög skýrt markmið þá auðvitað bara þiggjum við alla hjálp og alla leiðsögn og ráðgjöf sem við þurfum. Við viljum að þetta verði kjarasamningur sem að endar öll kennaraverkföll. Kemur okkur á þann stað sem við viljum vera samhliða öðrum sérfræðingum háskólamenntuðum á almennum markaði og þá er það bara þannig að út frá okkar meginmarkmiði með þessa jöfnun þá erum við tilbúin að skoða allskonar leiðir sem færa okkur að því marki.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Foreldrar leikskólabarna á Sauðárkróki stóðu fyrir samstöðufundi í Húsi Frítímans í gær. Í tilkynningu kemur fram að góð mæting hafi verið á fundinn af bæði kennurum og foreldrum með börn sín. 19. nóvember 2024 11:19 Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. 18. nóvember 2024 12:12 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Foreldrar leikskólabarna á Sauðárkróki stóðu fyrir samstöðufundi í Húsi Frítímans í gær. Í tilkynningu kemur fram að góð mæting hafi verið á fundinn af bæði kennurum og foreldrum með börn sín. 19. nóvember 2024 11:19
Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. 18. nóvember 2024 12:12