Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar 20. nóvember 2024 13:00 Almenningsbókasöfn gegna lykilhlutverki og eru lífæð nútímasamfélags sem styður við menntun, menningu og lýðræði. Fjárfesting í bókasöfnum er fjárfesting í samfélagi þar sem jafnræði, lýðræðisleg þátttaka og menningarleg fjölbreytni eru höfð að leiðarljósi. Það er skylda okkar sem samfélags að standa vörð um þessi verðmæti. Bókasöfnin hafa þróast í samfélagsmiðstöðvar sem efla menntun, menningu og félagsleg tengsl. Með lögum um bókasöfn frá 2012, sem leggja áherslu á jafnan aðgang að upplýsingum, lýðræðislega umræðu og varðveislu menningararfs, hafa bókasöfnin öðlast enn meiri þýðingu. Þrátt fyrir tæknibyltingu og aukið rafrænt aðgengi að upplýsingum, eru almenningsbókasöfn ómissandi fyrir lýðræðislegt og sjálfbært samfélag. Eitt helsta hlutverk bókasafna er að tryggja aðgang að upplýsingum. Þetta er ekki aðeins menntunarlegt verkefni, heldur stefna sem styrkir samfélagslegt réttlæti. Aðgengi að bókasöfnum er grundvallarréttur, sérstaklega fyrir þau sem ekki hafa fjárráð til bókakaupa eða greiða fyrir áskriftir að rafrænu efni. Með því að bjóða þessa þjónustu, stuðla bókasöfn að jöfnuði og koma í veg fyrir að efnahagsleg staða ráði aðgengi að upplýsingum og afþreyingu. Bókasöfn eru einnig vettvangur fyrir óhlutdrægar upplýsingar, sem er ómetanlegt í baráttunni gegn falsfréttum og rangfærslum. Í samfélagi þar sem pólitískur ágreiningur og skautun eru áberandi, er hlutlaust rými bókasafna mikilvægt til að tryggja að fólk hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum sem hjálpa þeim að taka upplýstar ákvarðanir. Á almenningsbókasöfnunum er boðið upp á safnkost og viðburði sem spegla fjölbreyttar raddir samfélagsins, þar með talið minnihlutahópa. Þetta hefur lýðræðislegt mikilvægi því það ýtir undir skilning, virðingu og víðsýni meðal fólks með ólíkan bakgrunn. Með því að bjóða upp á staði þar sem fólk getur komið saman, óháð stétt eða stöðu, styrkja bókasöfn félagsleg tengsl og efla samfélagslega samheldni. Í bókasafnalögum frá 2012 er sérstaklega tekið tillit til tæknibreytinga og kröfu um rafrænt aðgengi að efni. Bókasöfnin hafa aðlagast þessari þróun t.d með því að bjóða upp á rafbækur og hljóðbækur á Rafbókasafninu. Það opnar dyr að upplýsingum fyrir þau sem búa afskekkt, eiga erfitt með að komast á bókasafn eða fyrir þau sem ritaður texti er þröskuldur. Mörg, sérstaklega eldra fólk, nýta sér bókasöfn til að bæta þekkingu sína á snjalltækjum, samfélagsmiðlum og öðru sem er nauðsynlegt fyrir þátttöku í nútímasamfélagi. Aukin stafræn færni tryggir að fólk geti tekið fullan þátt í lýðræðislegum ferlum sem fara sífellt meira fram á netinu. Þrátt fyrir ómetanlegt gildi, standa bókasöfnin frammi fyrir áskorunum, ekki síst fjárhagslegum. Í bókasafnalögunum er kveðið á um að bæði ríki og sveitarfélög beri ábyrgð á rekstri bókasafna, en niðurskurður og hagræðingarkröfur hafa oft sett starfsemi þeirra í hættu. Þetta er pólitískt álitamál sem snýr að forgangsröðun stjórnvalda. Þegar fjárhagsstaða bókasafna er veik, dregur úr getu þeirra til að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost, fræðslu og opið rými fyrir samfélagið. Því er mikilvægt að stjórnvöld líti á bókasöfn sem langtímafjárfestingu í menntun, menningu og lýðræði. Almenningsbókasöfnin eru ekki lúxus heldur nauðsyn fyrir samfélag sem vill standa vörð um jafnrétti, lýðræðislega þátttöku og menningarlega fjölbreytni. Með því að tryggja nægilegt fjármagn til bókasafna og stuðla að nýsköpun í starfsemi þeirra, geta stjórnvöld aukið menntunarstig, dregið úr félagslegri einangrun og styrkt lýðræðislegt umhverfi. Á tímum þar sem bæði efnahagslegt og pólitískt ójafnvægi er áberandi, eru bókasöfn mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Því er lykilatriði að stjórnvöld, sveitarfélög og almenningur átti sig á mikilvægi bókasafna og tryggi að þau fái það fjármagn og þann stuðning sem þau þurfa til að halda áfram að þjóna samfélaginu. Höfundur er deildarstjóri á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Söfn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Almenningsbókasöfn gegna lykilhlutverki og eru lífæð nútímasamfélags sem styður við menntun, menningu og lýðræði. Fjárfesting í bókasöfnum er fjárfesting í samfélagi þar sem jafnræði, lýðræðisleg þátttaka og menningarleg fjölbreytni eru höfð að leiðarljósi. Það er skylda okkar sem samfélags að standa vörð um þessi verðmæti. Bókasöfnin hafa þróast í samfélagsmiðstöðvar sem efla menntun, menningu og félagsleg tengsl. Með lögum um bókasöfn frá 2012, sem leggja áherslu á jafnan aðgang að upplýsingum, lýðræðislega umræðu og varðveislu menningararfs, hafa bókasöfnin öðlast enn meiri þýðingu. Þrátt fyrir tæknibyltingu og aukið rafrænt aðgengi að upplýsingum, eru almenningsbókasöfn ómissandi fyrir lýðræðislegt og sjálfbært samfélag. Eitt helsta hlutverk bókasafna er að tryggja aðgang að upplýsingum. Þetta er ekki aðeins menntunarlegt verkefni, heldur stefna sem styrkir samfélagslegt réttlæti. Aðgengi að bókasöfnum er grundvallarréttur, sérstaklega fyrir þau sem ekki hafa fjárráð til bókakaupa eða greiða fyrir áskriftir að rafrænu efni. Með því að bjóða þessa þjónustu, stuðla bókasöfn að jöfnuði og koma í veg fyrir að efnahagsleg staða ráði aðgengi að upplýsingum og afþreyingu. Bókasöfn eru einnig vettvangur fyrir óhlutdrægar upplýsingar, sem er ómetanlegt í baráttunni gegn falsfréttum og rangfærslum. Í samfélagi þar sem pólitískur ágreiningur og skautun eru áberandi, er hlutlaust rými bókasafna mikilvægt til að tryggja að fólk hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum sem hjálpa þeim að taka upplýstar ákvarðanir. Á almenningsbókasöfnunum er boðið upp á safnkost og viðburði sem spegla fjölbreyttar raddir samfélagsins, þar með talið minnihlutahópa. Þetta hefur lýðræðislegt mikilvægi því það ýtir undir skilning, virðingu og víðsýni meðal fólks með ólíkan bakgrunn. Með því að bjóða upp á staði þar sem fólk getur komið saman, óháð stétt eða stöðu, styrkja bókasöfn félagsleg tengsl og efla samfélagslega samheldni. Í bókasafnalögum frá 2012 er sérstaklega tekið tillit til tæknibreytinga og kröfu um rafrænt aðgengi að efni. Bókasöfnin hafa aðlagast þessari þróun t.d með því að bjóða upp á rafbækur og hljóðbækur á Rafbókasafninu. Það opnar dyr að upplýsingum fyrir þau sem búa afskekkt, eiga erfitt með að komast á bókasafn eða fyrir þau sem ritaður texti er þröskuldur. Mörg, sérstaklega eldra fólk, nýta sér bókasöfn til að bæta þekkingu sína á snjalltækjum, samfélagsmiðlum og öðru sem er nauðsynlegt fyrir þátttöku í nútímasamfélagi. Aukin stafræn færni tryggir að fólk geti tekið fullan þátt í lýðræðislegum ferlum sem fara sífellt meira fram á netinu. Þrátt fyrir ómetanlegt gildi, standa bókasöfnin frammi fyrir áskorunum, ekki síst fjárhagslegum. Í bókasafnalögunum er kveðið á um að bæði ríki og sveitarfélög beri ábyrgð á rekstri bókasafna, en niðurskurður og hagræðingarkröfur hafa oft sett starfsemi þeirra í hættu. Þetta er pólitískt álitamál sem snýr að forgangsröðun stjórnvalda. Þegar fjárhagsstaða bókasafna er veik, dregur úr getu þeirra til að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost, fræðslu og opið rými fyrir samfélagið. Því er mikilvægt að stjórnvöld líti á bókasöfn sem langtímafjárfestingu í menntun, menningu og lýðræði. Almenningsbókasöfnin eru ekki lúxus heldur nauðsyn fyrir samfélag sem vill standa vörð um jafnrétti, lýðræðislega þátttöku og menningarlega fjölbreytni. Með því að tryggja nægilegt fjármagn til bókasafna og stuðla að nýsköpun í starfsemi þeirra, geta stjórnvöld aukið menntunarstig, dregið úr félagslegri einangrun og styrkt lýðræðislegt umhverfi. Á tímum þar sem bæði efnahagslegt og pólitískt ójafnvægi er áberandi, eru bókasöfn mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Því er lykilatriði að stjórnvöld, sveitarfélög og almenningur átti sig á mikilvægi bókasafna og tryggi að þau fái það fjármagn og þann stuðning sem þau þurfa til að halda áfram að þjóna samfélaginu. Höfundur er deildarstjóri á Borgarbókasafni Reykjavíkur.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun