Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2024 12:30 Marine Le Pen í dómshúsi í París þar sem fjársvikamál á hendur henni og 24 öðrum félögum Þjóðfylkingarinnar var tekið fyrir fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Marine Le Pen, leiðtogi hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sakar saksóknara um að reyna að dæma hana til pólitísks dauða í fjársvikamáli á hendur henni. Þá hótar hún því að fella minnihlutastjórn Michels Barnier. Saksóknarar krefjast þess að Le Pen verði bannað að gegna opinberu embætti í fimm ár og verði dæmd í fimm ára fangelsi fyrir hennar þátt í meintum fjárdrætti Þjóðfylkingarinnar. Flokkurinn er ákærður fyrir að nota styrk frá Evrópusambandinu sem átti að fjármagna starf hans á Evrópuþinginu til þess að reka starfsemi flokksins í Frakklandi. Le Pen líkti þessu við pólitískan dauðadóm í viðtali í vikunni. Yrði hún fundin sek yrði orðspor hennar varanlega laskað jafnvel þótt hún fengi niðurstöðunni síðar hnekkt með áfrýjun. Dómur í málinu spillti fyrir væntanlegu framboði hennar til forseta árið 2027. „Þetta er algerlega svívirðileg refsing sem er ekki aðeins vandamál fyrir réttarríkið heldur einnig fyrir lýðræðið,“ sagði Le Pen sem sakaði saksóknara um að valda friðrofi. Þá hótaði Le Pen því að fella ríkisstjórn Barnier forsætisráðherra sem þarf að reiða sig á hlutleysi Þjóðfylkingarinnar á þingi. Hún sagðist telja að fjárlagafrumvarp Barnier tæki ekki nægilegt tillit til sjónarmiða flokks hennar um innflytjendur og framfærslukostnað almennings. Fyrirhuguð skattahækkun á rafmagn væru dropinn sem fyllti mælinn. „Forgangsmál okkar voru ekki að hækka skatta á einstaklinga eða frumkvöðla, ekki að láta ellilífeyrisþega borga og að skera kerfisbundið niður útgjöld ríkisins,“ sagði Le Pen sem ætlar að funda með Barnier í næstu viku. Stjórmálaskýrendur telja að málaferlin gegn Le Pen og Þjóðfylkingunni gætu flýtt áformum hennar um að fella ríkisstjórnina, að því er kemur fram í frétt Reuters. Frakkland Erlend sakamál Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti Frakka telur lýðræðið ekki virka Flestir svarendur skoðanakönnunar í Frakklandi sögðust telja að lýðræðið virkaði ekki og fjórðungur sagði að það væri ekki besta stjórnskipulagið sem völ væri á. Meira en helmingur svarenda sagði að það þyrfti „sterkt vald“ til að halda uppi lögum og rétti í landinu. 24. október 2024 08:29 Stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. 9. október 2024 13:56 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Saksóknarar krefjast þess að Le Pen verði bannað að gegna opinberu embætti í fimm ár og verði dæmd í fimm ára fangelsi fyrir hennar þátt í meintum fjárdrætti Þjóðfylkingarinnar. Flokkurinn er ákærður fyrir að nota styrk frá Evrópusambandinu sem átti að fjármagna starf hans á Evrópuþinginu til þess að reka starfsemi flokksins í Frakklandi. Le Pen líkti þessu við pólitískan dauðadóm í viðtali í vikunni. Yrði hún fundin sek yrði orðspor hennar varanlega laskað jafnvel þótt hún fengi niðurstöðunni síðar hnekkt með áfrýjun. Dómur í málinu spillti fyrir væntanlegu framboði hennar til forseta árið 2027. „Þetta er algerlega svívirðileg refsing sem er ekki aðeins vandamál fyrir réttarríkið heldur einnig fyrir lýðræðið,“ sagði Le Pen sem sakaði saksóknara um að valda friðrofi. Þá hótaði Le Pen því að fella ríkisstjórn Barnier forsætisráðherra sem þarf að reiða sig á hlutleysi Þjóðfylkingarinnar á þingi. Hún sagðist telja að fjárlagafrumvarp Barnier tæki ekki nægilegt tillit til sjónarmiða flokks hennar um innflytjendur og framfærslukostnað almennings. Fyrirhuguð skattahækkun á rafmagn væru dropinn sem fyllti mælinn. „Forgangsmál okkar voru ekki að hækka skatta á einstaklinga eða frumkvöðla, ekki að láta ellilífeyrisþega borga og að skera kerfisbundið niður útgjöld ríkisins,“ sagði Le Pen sem ætlar að funda með Barnier í næstu viku. Stjórmálaskýrendur telja að málaferlin gegn Le Pen og Þjóðfylkingunni gætu flýtt áformum hennar um að fella ríkisstjórnina, að því er kemur fram í frétt Reuters.
Frakkland Erlend sakamál Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti Frakka telur lýðræðið ekki virka Flestir svarendur skoðanakönnunar í Frakklandi sögðust telja að lýðræðið virkaði ekki og fjórðungur sagði að það væri ekki besta stjórnskipulagið sem völ væri á. Meira en helmingur svarenda sagði að það þyrfti „sterkt vald“ til að halda uppi lögum og rétti í landinu. 24. október 2024 08:29 Stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. 9. október 2024 13:56 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Meirihluti Frakka telur lýðræðið ekki virka Flestir svarendur skoðanakönnunar í Frakklandi sögðust telja að lýðræðið virkaði ekki og fjórðungur sagði að það væri ekki besta stjórnskipulagið sem völ væri á. Meira en helmingur svarenda sagði að það þyrfti „sterkt vald“ til að halda uppi lögum og rétti í landinu. 24. október 2024 08:29
Stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. 9. október 2024 13:56