Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar 21. nóvember 2024 13:30 Frelsi einstaklinga til skoðana og athafna er ekkert sérlega umdeilt lengur á Íslandi, sem betur fer. En það þarf þó að standa vörð um það sem endranær. Þá setur að manni ugg þegar maður les um stórfelldar takmarkanir á einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum, sérstaklega gagnvart konum, en þangað var jú horft í miklum mæli áður þegar rætt var um einstaklingsfrelsi. Hvernig hægt var að rjúfa fimmtíu ára gamla sátt um þungunarrof fyrir skemmstu er í raun nánast óskiljanlegt fyrir okkur sem búum í frjálslyndu landi þar sem sjálfsagt þykir að konur ráði sér sjálfar án afskipta af stjórnvöldum. Sem betur fer hefur persónuvernd hér á landi aukist jafnt og þétt á síðustu árum og með sífellt fullkomnari auðkenningartækni hefur frelsi einstaklingsins tekið framförum í samræmi við það. Þá þykir sífellt sjálfsagðara að horfast í augu við að gamlar staðalímyndir eru á margan hátt barn síns tíma og úreltar sem slíkar. Viðreisn fagnar fjölbreytileikanum og tekur sérstaklega fram í stefnuskrá sinni að hver og einn fái að elska þann sem þeim sýnist og kemur það einfaldlega stjórnvöldum ekki við hvert ástin leitar. Hvað á barnið að heita? Þessari spurningu svara foreldrar best sjálfir. Frekar en mannanafnanefnd. Það má þó réttlæta það að halda til haga sem fjölbreyttustu tillögum um mannanöfn til fróðleiks og skoðunar, en í öllum meginatriðum ættu foreldrar að ráða ferðinni. Það má líka horfa til þess hvernig nafn beygist í íslenskri málfræði svona til hliðsjónar sem fróðleiksmola en ekki endilega úrslitaatriðis um nafngift. Nefnt er stundum að varast beri að skrá nöfn gild sem gætu valdið barninu áreiti og stríðni þegar fram líða stundir og má það til sanns vegar færa, en vísast er það afar óalgengt. Nú berast líka fréttir frá BNA þess efnis að sótt er að litríkum fána hinsegins samfélagsins og víða stungið upp á því að láta fjarlægja hann úr skólastofum þar sem mest ríkir fáfræðin. Það er dapurlegt ef satt reynist. Hér hjá okkur á litla Íslandi er hins vegar tekið til þess hversu viðurkenndan sess hann skipar í okkar samfélagi. Við lútum reyndar ansi ströngum fánalögum miðað við nágrannalönd og mætti kannski endurskoða þau til meira frjálsræðis. Varla verður hins vegar um það deilt að fánarnir okkar tveir, fara einstaklega vel saman og bæta við vel þeginni litadýrð í svartasta skammdeginu. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Frelsi einstaklinga til skoðana og athafna er ekkert sérlega umdeilt lengur á Íslandi, sem betur fer. En það þarf þó að standa vörð um það sem endranær. Þá setur að manni ugg þegar maður les um stórfelldar takmarkanir á einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum, sérstaklega gagnvart konum, en þangað var jú horft í miklum mæli áður þegar rætt var um einstaklingsfrelsi. Hvernig hægt var að rjúfa fimmtíu ára gamla sátt um þungunarrof fyrir skemmstu er í raun nánast óskiljanlegt fyrir okkur sem búum í frjálslyndu landi þar sem sjálfsagt þykir að konur ráði sér sjálfar án afskipta af stjórnvöldum. Sem betur fer hefur persónuvernd hér á landi aukist jafnt og þétt á síðustu árum og með sífellt fullkomnari auðkenningartækni hefur frelsi einstaklingsins tekið framförum í samræmi við það. Þá þykir sífellt sjálfsagðara að horfast í augu við að gamlar staðalímyndir eru á margan hátt barn síns tíma og úreltar sem slíkar. Viðreisn fagnar fjölbreytileikanum og tekur sérstaklega fram í stefnuskrá sinni að hver og einn fái að elska þann sem þeim sýnist og kemur það einfaldlega stjórnvöldum ekki við hvert ástin leitar. Hvað á barnið að heita? Þessari spurningu svara foreldrar best sjálfir. Frekar en mannanafnanefnd. Það má þó réttlæta það að halda til haga sem fjölbreyttustu tillögum um mannanöfn til fróðleiks og skoðunar, en í öllum meginatriðum ættu foreldrar að ráða ferðinni. Það má líka horfa til þess hvernig nafn beygist í íslenskri málfræði svona til hliðsjónar sem fróðleiksmola en ekki endilega úrslitaatriðis um nafngift. Nefnt er stundum að varast beri að skrá nöfn gild sem gætu valdið barninu áreiti og stríðni þegar fram líða stundir og má það til sanns vegar færa, en vísast er það afar óalgengt. Nú berast líka fréttir frá BNA þess efnis að sótt er að litríkum fána hinsegins samfélagsins og víða stungið upp á því að láta fjarlægja hann úr skólastofum þar sem mest ríkir fáfræðin. Það er dapurlegt ef satt reynist. Hér hjá okkur á litla Íslandi er hins vegar tekið til þess hversu viðurkenndan sess hann skipar í okkar samfélagi. Við lútum reyndar ansi ströngum fánalögum miðað við nágrannalönd og mætti kannski endurskoða þau til meira frjálsræðis. Varla verður hins vegar um það deilt að fánarnir okkar tveir, fara einstaklega vel saman og bæta við vel þeginni litadýrð í svartasta skammdeginu. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun