Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2024 17:15 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands vegna kynferðisbrota gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var tólf til fjórtán ára gömul. Manninum var gefið að sök að slá stúlkuna í fjölda skipta í rassinn og í eitt skipti nuddað beran rass hennar. Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist líta á stúlkuna sem sína eigin dóttur og hann hefði alið hana upp sem slíka. Dómurinn sagði ósamræmi í framburði Hann viðurkenndi að hafa nuddað stúlkuna en sagði það hafa verið að hennar beiðni. Þegar hann nuddaði hana hafi vinkona stjúpdótturinnar verið viðstödd allan tíman og móðir hennar verið í dyragættinni og séð hvað væri að fara fram. Engar athugasemdir hafi komið fram þá. Hann sagðist ekki hafa nuddað beran rass hennar né innanverð læri. Hann hefði lært nudd og væri vel að sér í líffærafræði. Hann hafi veitt nuddið af þekkingu en ekki til að brjóta á stúlkunni. Maðurinn sagðist hafa nuddað svokallaðan maximus-vöðva stúlkunnar. Bent er á að umræddur vöðvi er stærsti rassvöðvinn, og því þótti dómnum vera innbyrðis ósamræmi í framburði mannsins sem bæði sagðist hafa nuddað vöðvann en ekki hafa nuddað rass hennar. Þótti „djókið“ aldrei fyndið Varðandi rassskellingarnar sagði maðurinn að hann hefði ekki haft neinn ásetning til að brjóta á stjúpdótturinni. Hann sagði að um væri að ræða djók sem væri tengt ærslum og leikjum. Hann sagði að þau hefðu slegið hvort annað í líkaman reglulega, þar með talið í rassinn. Þetta hafi verið til gamans gert. Hann sagði að stúlkan hafi aldrei upplifað þetta sem kynferðislega áreitni fyrr en í skýrslugjöf hjá lögreglu þegar hún hafi verið búin að ræða við móður sína. Fyrir dómi sagði stúlkan að sér hafi alltaf þótt þetta óþægilegt. Sérstaklega í eitt skipti þegar hann hafi sagt: „Æj nei djók, þú gætir fílað þetta.“ Hún hafi ekki þorað að kvarta undan þessu fyrr en maðurinn hafi líka gert þetta við vinkonu hennar. Háttsemin af kynferðislegum toga Í dómnum er bent á að á þessum tíma hafi stúlkan verið á táningsaldri en hann fullorðinn maður og hennar eina föðurímynd. Ekki væri hægt að fallast á það með manninum að þessi háttsemi fælist eingöngu í glettni og leik. Þá segir í dómnum að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að gjörðir hans hafi verið af kynferðislegum toga. Hann var sakfelldur samkvæmt ákæru og fær líkt og áður segir sjö mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 1,25 milljónir í miskabætur, og gert að greiða 3,7 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Manninum var gefið að sök að slá stúlkuna í fjölda skipta í rassinn og í eitt skipti nuddað beran rass hennar. Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist líta á stúlkuna sem sína eigin dóttur og hann hefði alið hana upp sem slíka. Dómurinn sagði ósamræmi í framburði Hann viðurkenndi að hafa nuddað stúlkuna en sagði það hafa verið að hennar beiðni. Þegar hann nuddaði hana hafi vinkona stjúpdótturinnar verið viðstödd allan tíman og móðir hennar verið í dyragættinni og séð hvað væri að fara fram. Engar athugasemdir hafi komið fram þá. Hann sagðist ekki hafa nuddað beran rass hennar né innanverð læri. Hann hefði lært nudd og væri vel að sér í líffærafræði. Hann hafi veitt nuddið af þekkingu en ekki til að brjóta á stúlkunni. Maðurinn sagðist hafa nuddað svokallaðan maximus-vöðva stúlkunnar. Bent er á að umræddur vöðvi er stærsti rassvöðvinn, og því þótti dómnum vera innbyrðis ósamræmi í framburði mannsins sem bæði sagðist hafa nuddað vöðvann en ekki hafa nuddað rass hennar. Þótti „djókið“ aldrei fyndið Varðandi rassskellingarnar sagði maðurinn að hann hefði ekki haft neinn ásetning til að brjóta á stjúpdótturinni. Hann sagði að um væri að ræða djók sem væri tengt ærslum og leikjum. Hann sagði að þau hefðu slegið hvort annað í líkaman reglulega, þar með talið í rassinn. Þetta hafi verið til gamans gert. Hann sagði að stúlkan hafi aldrei upplifað þetta sem kynferðislega áreitni fyrr en í skýrslugjöf hjá lögreglu þegar hún hafi verið búin að ræða við móður sína. Fyrir dómi sagði stúlkan að sér hafi alltaf þótt þetta óþægilegt. Sérstaklega í eitt skipti þegar hann hafi sagt: „Æj nei djók, þú gætir fílað þetta.“ Hún hafi ekki þorað að kvarta undan þessu fyrr en maðurinn hafi líka gert þetta við vinkonu hennar. Háttsemin af kynferðislegum toga Í dómnum er bent á að á þessum tíma hafi stúlkan verið á táningsaldri en hann fullorðinn maður og hennar eina föðurímynd. Ekki væri hægt að fallast á það með manninum að þessi háttsemi fælist eingöngu í glettni og leik. Þá segir í dómnum að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að gjörðir hans hafi verið af kynferðislegum toga. Hann var sakfelldur samkvæmt ákæru og fær líkt og áður segir sjö mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 1,25 milljónir í miskabætur, og gert að greiða 3,7 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira