Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 20. nóvember 2024 19:02 Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Við foreldrar vitum að öll lífsins verkefni verða smávægileg í samanburði við það þegar börnin okkar lenda í vanda eða veikindum. Þegar það gerist viljum við gera allt til að tryggja vellíðan og góða heilsu barnanna okkar og við viljum að þau fái aðgang að fyrsta flokks þjónustu án tafar. Þó að margt sé vel gert í heilbrigðiskerfinu á Íslandi þá er það því miður þannig að víða um land og á hinum ýmsu sviðum heilbrigðiskerfisins er aðgengi að þjónustu ekki nægilega gott og biðlistar of langir. Eitt dæmi um þetta eru biðlistar eftir ADHD greiningum barna. Oftast er það þannig að ítrekaðar uppákomur og fullreynd úrræði innan skólakerfisins eru undanfari þess að börn fara í greiningarferli. Fyrsta skrefið í því ferli er að fara í frumgreiningu en bið eftir henni getur tekið allt að tvö ár. Ef niðurstaða frumgreiningar bendir til ADHD er viðkomandi barni vísað til Geðheilsumiðstöðvar barna. Á Geðheilsumiðstöð fer fram ítarlegt greiningarferli og ef barnið er greint með ADHD hefur það kost á að hitta lækni sem tekur ákvörðun um lyfjagjöf en þetta ferli tekur að meðaltali tvö ár vegna biðlista. Ferlið í heild sinni getur því tekið allt að fjögur ár og samkvæmt fréttum eru biðlistar að lengjast en ekki styttast. 48 mánuðir eru langur tími í lífi barns og getur þessi tími haft afdrifarík áhrif á líðan, námsframvindu og vinamyndun. Mörg börn með ADHD þrífast vel án lyfja og með skýrum stuðningi ná þau tökum á hegðun sinni og árangri í skólanum. Önnur börn geta þróað með sér kvíða og skólaforðun eða lent í miklum árekstrum við samnemendur og kennara. Lyfjagjöf getur reynst þessum börnum vel þar sem þau ná stjórn á tilfinningum sínum, hegðun og hvatvísi, ná að halda utan um verkefni sín og eiga auðveldara með samskipti og vinamyndun. Foreldrar sem eiga hundruði þúsunda til að kaupa sig fram fyrir röðina geta leitað beint á einkastofu sem framkvæmir greiningarferlið og viðtal við lækni á skemmri tíma en þar er einnig talsverður biðlisti. Þetta getur ekki verið sú framtíðarsýn sem við höfum fyrir Ísland? Öll börn eiga rétt á heilbrigðisþjónustu og við eigum að tryggja skjóta og góða þjónustu sama hvaðan þú kemur eða hversu sterkt bakland þú hefur. Við í Samfylkingunni viljum stíga Örugg skref í heilbrigðismálum, bæta starfsaðstæður og fjölga fagfólki til að stytta biðlista og tryggja að börnin okkar fái þann stuðning sem þau þurfa. Það er réttlætismál barna og foreldra en einnig forvarnarmál því með réttum stuðningi á réttum tíma fyrirbyggjum við áskoranir í framtíðinni og tryggjum farsæld barnanna okkar. Börn eiga ekki að bíða. Höfundur er þriggja barna faðir og frambjóðandi í 2. sæti fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Guðmundur Ari Sigurjónsson Heilbrigðismál Réttindi barna ADHD Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Við foreldrar vitum að öll lífsins verkefni verða smávægileg í samanburði við það þegar börnin okkar lenda í vanda eða veikindum. Þegar það gerist viljum við gera allt til að tryggja vellíðan og góða heilsu barnanna okkar og við viljum að þau fái aðgang að fyrsta flokks þjónustu án tafar. Þó að margt sé vel gert í heilbrigðiskerfinu á Íslandi þá er það því miður þannig að víða um land og á hinum ýmsu sviðum heilbrigðiskerfisins er aðgengi að þjónustu ekki nægilega gott og biðlistar of langir. Eitt dæmi um þetta eru biðlistar eftir ADHD greiningum barna. Oftast er það þannig að ítrekaðar uppákomur og fullreynd úrræði innan skólakerfisins eru undanfari þess að börn fara í greiningarferli. Fyrsta skrefið í því ferli er að fara í frumgreiningu en bið eftir henni getur tekið allt að tvö ár. Ef niðurstaða frumgreiningar bendir til ADHD er viðkomandi barni vísað til Geðheilsumiðstöðvar barna. Á Geðheilsumiðstöð fer fram ítarlegt greiningarferli og ef barnið er greint með ADHD hefur það kost á að hitta lækni sem tekur ákvörðun um lyfjagjöf en þetta ferli tekur að meðaltali tvö ár vegna biðlista. Ferlið í heild sinni getur því tekið allt að fjögur ár og samkvæmt fréttum eru biðlistar að lengjast en ekki styttast. 48 mánuðir eru langur tími í lífi barns og getur þessi tími haft afdrifarík áhrif á líðan, námsframvindu og vinamyndun. Mörg börn með ADHD þrífast vel án lyfja og með skýrum stuðningi ná þau tökum á hegðun sinni og árangri í skólanum. Önnur börn geta þróað með sér kvíða og skólaforðun eða lent í miklum árekstrum við samnemendur og kennara. Lyfjagjöf getur reynst þessum börnum vel þar sem þau ná stjórn á tilfinningum sínum, hegðun og hvatvísi, ná að halda utan um verkefni sín og eiga auðveldara með samskipti og vinamyndun. Foreldrar sem eiga hundruði þúsunda til að kaupa sig fram fyrir röðina geta leitað beint á einkastofu sem framkvæmir greiningarferlið og viðtal við lækni á skemmri tíma en þar er einnig talsverður biðlisti. Þetta getur ekki verið sú framtíðarsýn sem við höfum fyrir Ísland? Öll börn eiga rétt á heilbrigðisþjónustu og við eigum að tryggja skjóta og góða þjónustu sama hvaðan þú kemur eða hversu sterkt bakland þú hefur. Við í Samfylkingunni viljum stíga Örugg skref í heilbrigðismálum, bæta starfsaðstæður og fjölga fagfólki til að stytta biðlista og tryggja að börnin okkar fái þann stuðning sem þau þurfa. Það er réttlætismál barna og foreldra en einnig forvarnarmál því með réttum stuðningi á réttum tíma fyrirbyggjum við áskoranir í framtíðinni og tryggjum farsæld barnanna okkar. Börn eiga ekki að bíða. Höfundur er þriggja barna faðir og frambjóðandi í 2. sæti fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun