Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 21:01 Bjarni Friðrik Jóhannesson, forstöðumaður innkaupa og vöruflokkastýringar Krónunnar, segir gæðin batna með hverri sendingu. Von er á stóru kössunum eftir helgi. Vísir/Einar Minna magn af klementínum er flutt til landsins og gæðin eru verri vegna náttúruhamfara á Spáni. Forstöðumaður innkaupa hjá Krónunni segir eðlilegt að landsmenn furði sig á klementínuskorti, enda sé ávöxturinn partur af jólunum. Margir hafa eflaust orðið varir við að mandarínurnar eru mun seinna á ferðinni nú en áður og þær fást bara í litlum kössum. Það er von á stóru kössunum eftir helgi en í mun minna magni en áður. „Þetta er búið að vera erfitt í ár. Þessir atburðir í Valencia á Spáni, þessar miklu rigningar og flóð, settu allt á annan endann á síðustu vikum,“ segir Bjarni Friðrik Jóhannesson, forstöðumaður innkaupa og vöruflokkastýringar Krónunnar. „Við erum að fá klementínurnar frá Spáni á þessum tíma árs, frá október fram í febrúar. Sextíu prósent af framleiðslu Spánar kemur frá þessu héraði.“ Gæðin að batna Flóðin riðu yfir í lok október, yfir tvö hundruð létust og þúsundir misstu heimili sín og lífsviðurværi. Hamfarirnar hafa haft áhrif á gæði ávaxtanna. „Rakinn gerir ávextinum ekki gott en við finnum að gæðin sem voru að koma í hús í morgun eru betri en í síðustu viku.“ Þjófstart fyrir jólin Fyrri ár hafa klementínurnar verið komnar í verslanir í byrjun nóvembermánaðar. Fram kom í fréttum í gær að einungis sé von á fjórðungi venjulegs magns frá framleiðandanum Robin til landsins og gæti því orðið klementínuskortur fyrir jólin. Það er rótgróin jólahefð hjá Íslendingum að borða klementínur um jólin.Vísir/Einar „Okkar birgjar hafa fullvissað okkur um að Krónan fái allt það magn af klementínum sem við höfðum áætlað frá og með næstu viku,“ segir Bjarni. Viðskiptavinir hafi furðað sig á hvers vegna ávöxturinn fáist ekki. „Það er bara eðlilegt. Þetta er sá tími sem klementínurnar eru á borðum okkar. Þetta er svona smá þjófstart fyrir jólin.“ Neytendur Jól Matur Spánn Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Vegna hamfaraflóðanna í Valensía á Spáni í október kemur miklu minna af klementínum til landsins fyrir jólin. Fyrsti klementínugámurinn frá spænska framleiðandanum Robin kemur til landsins á mánudaginn en landsmenn eiga aðeins von á fjórðungi þess magns sem vanalega kemur. 19. nóvember 2024 11:50 Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Óeirðir brutust út þegar mótmæli voru haldin í Valensía-héraði á Spáni í kvöld. Þar kölluðu mótmælendur eftir afsögn leiðtoga héraðsins, sem mótmælendur segja að hafi brugðist í viðbragði stjórnvalda við flóðunum sem urðu rúmlega 200 manns að bana. 9. nóvember 2024 23:41 Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða. 1. nóvember 2024 14:06 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Margir hafa eflaust orðið varir við að mandarínurnar eru mun seinna á ferðinni nú en áður og þær fást bara í litlum kössum. Það er von á stóru kössunum eftir helgi en í mun minna magni en áður. „Þetta er búið að vera erfitt í ár. Þessir atburðir í Valencia á Spáni, þessar miklu rigningar og flóð, settu allt á annan endann á síðustu vikum,“ segir Bjarni Friðrik Jóhannesson, forstöðumaður innkaupa og vöruflokkastýringar Krónunnar. „Við erum að fá klementínurnar frá Spáni á þessum tíma árs, frá október fram í febrúar. Sextíu prósent af framleiðslu Spánar kemur frá þessu héraði.“ Gæðin að batna Flóðin riðu yfir í lok október, yfir tvö hundruð létust og þúsundir misstu heimili sín og lífsviðurværi. Hamfarirnar hafa haft áhrif á gæði ávaxtanna. „Rakinn gerir ávextinum ekki gott en við finnum að gæðin sem voru að koma í hús í morgun eru betri en í síðustu viku.“ Þjófstart fyrir jólin Fyrri ár hafa klementínurnar verið komnar í verslanir í byrjun nóvembermánaðar. Fram kom í fréttum í gær að einungis sé von á fjórðungi venjulegs magns frá framleiðandanum Robin til landsins og gæti því orðið klementínuskortur fyrir jólin. Það er rótgróin jólahefð hjá Íslendingum að borða klementínur um jólin.Vísir/Einar „Okkar birgjar hafa fullvissað okkur um að Krónan fái allt það magn af klementínum sem við höfðum áætlað frá og með næstu viku,“ segir Bjarni. Viðskiptavinir hafi furðað sig á hvers vegna ávöxturinn fáist ekki. „Það er bara eðlilegt. Þetta er sá tími sem klementínurnar eru á borðum okkar. Þetta er svona smá þjófstart fyrir jólin.“
Neytendur Jól Matur Spánn Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Vegna hamfaraflóðanna í Valensía á Spáni í október kemur miklu minna af klementínum til landsins fyrir jólin. Fyrsti klementínugámurinn frá spænska framleiðandanum Robin kemur til landsins á mánudaginn en landsmenn eiga aðeins von á fjórðungi þess magns sem vanalega kemur. 19. nóvember 2024 11:50 Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Óeirðir brutust út þegar mótmæli voru haldin í Valensía-héraði á Spáni í kvöld. Þar kölluðu mótmælendur eftir afsögn leiðtoga héraðsins, sem mótmælendur segja að hafi brugðist í viðbragði stjórnvalda við flóðunum sem urðu rúmlega 200 manns að bana. 9. nóvember 2024 23:41 Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða. 1. nóvember 2024 14:06 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Vegna hamfaraflóðanna í Valensía á Spáni í október kemur miklu minna af klementínum til landsins fyrir jólin. Fyrsti klementínugámurinn frá spænska framleiðandanum Robin kemur til landsins á mánudaginn en landsmenn eiga aðeins von á fjórðungi þess magns sem vanalega kemur. 19. nóvember 2024 11:50
Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Óeirðir brutust út þegar mótmæli voru haldin í Valensía-héraði á Spáni í kvöld. Þar kölluðu mótmælendur eftir afsögn leiðtoga héraðsins, sem mótmælendur segja að hafi brugðist í viðbragði stjórnvalda við flóðunum sem urðu rúmlega 200 manns að bana. 9. nóvember 2024 23:41
Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða. 1. nóvember 2024 14:06