Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2024 07:36 Þrátt fyrir að talað sé „minni virkni“ og að gosið „malli“ segir Hjördís öruggast að halda sig frá því. Vísir/Vilhelm Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, segir að þrátt fyrir að gosin hafi öll verið á svipuðum slóðum komi upp nýjar áskoranir í hvert sinn sem gýs. Gosið hefði komið upp á „góðum“ stað, þótt það væri kannski skrýtið að tala um „góðan“ í þessu samhengi. „En svo fer þetta hratt yfir og er nú þegar farið yfir Grindavíkurveg. Og ef þetta heldur svona áfram fer fólk náttúrulega að velta fyrir sér: Hvað svo? Og það er búið að vera í alla nótt pælingar.“ Dregið hefur úr virkninni en Hjördís var spurð að því í Bítinu í morgun hvort gosið hefði byrjað með hvelli, líkt og áður hefur gerst. „Já, það má eiginlega segja það. Fyrirvarinn var rosalega stuttur en það er svo sem eitthvað sem við höfum verið að tala um núna undanfarna mánuði, að fyrirvari gæti orðið alltaf styttri og styttri. Og það þýðir að við höfum áhyggjur af viðbragðstímanum, að koma fólki í burtu. Því enginn getur vitað hvar þetta kemur upp.“ Hjördís segir mest velta á hraunrennslinu og hversu hratt það fer yfir. Spurð að því hvort gosið ógni öðru en Grindavíkurvegi ítrekar Hjördís að gos séu alltaf hættuleg. Varðandi innviði þá sé Njarðvíkuræðin næst gosinu en hún sé fergjuð og það muni koma í ljós, ef að gosið heldur áfram, hversu vel það heldur. „En við munum upplýsa fólk bara mjög vel núna, næstu klukkutímana, um stöðuna.“ Hjördís segir rýminguna hafa gengið vel. „Það hefur verið gist í svona um 50 til 60 húsum á nóttinni núna undanfarnar vikur. Og þetta gekk bara vel, enda gert í eins miklum rólegheitum og hægt er. Það var ekki talin nein hætta, það er að segja fólk vissi hver staðan var, þannig að jú, jú þetta gekk allt saman vel.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Náttúruhamfarir Bítið Almannavarnir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Gosið hefði komið upp á „góðum“ stað, þótt það væri kannski skrýtið að tala um „góðan“ í þessu samhengi. „En svo fer þetta hratt yfir og er nú þegar farið yfir Grindavíkurveg. Og ef þetta heldur svona áfram fer fólk náttúrulega að velta fyrir sér: Hvað svo? Og það er búið að vera í alla nótt pælingar.“ Dregið hefur úr virkninni en Hjördís var spurð að því í Bítinu í morgun hvort gosið hefði byrjað með hvelli, líkt og áður hefur gerst. „Já, það má eiginlega segja það. Fyrirvarinn var rosalega stuttur en það er svo sem eitthvað sem við höfum verið að tala um núna undanfarna mánuði, að fyrirvari gæti orðið alltaf styttri og styttri. Og það þýðir að við höfum áhyggjur af viðbragðstímanum, að koma fólki í burtu. Því enginn getur vitað hvar þetta kemur upp.“ Hjördís segir mest velta á hraunrennslinu og hversu hratt það fer yfir. Spurð að því hvort gosið ógni öðru en Grindavíkurvegi ítrekar Hjördís að gos séu alltaf hættuleg. Varðandi innviði þá sé Njarðvíkuræðin næst gosinu en hún sé fergjuð og það muni koma í ljós, ef að gosið heldur áfram, hversu vel það heldur. „En við munum upplýsa fólk bara mjög vel núna, næstu klukkutímana, um stöðuna.“ Hjördís segir rýminguna hafa gengið vel. „Það hefur verið gist í svona um 50 til 60 húsum á nóttinni núna undanfarnar vikur. Og þetta gekk bara vel, enda gert í eins miklum rólegheitum og hægt er. Það var ekki talin nein hætta, það er að segja fólk vissi hver staðan var, þannig að jú, jú þetta gekk allt saman vel.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Náttúruhamfarir Bítið Almannavarnir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira