Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2024 10:39 Ráðherrarnir voru hýrir á brá þegar þeir kynntu uppfærða aðgerðaáætlun sína í loftslagsmálum í júní. Loftslagsráð segir áætlunina nú ómarkvissa og óútfærða að mörgu leyti. Frá vinstri: Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir. Stjórnarráðið Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum er ómarkviss, margar aðgerðanna eru ófjármagnaðar og ávinningur þeirra hefur ekki verið metinn, að dómi Loftslagsráðs. Árangursmat áætlunarinnar eru einnig sagt afar bjartsýnt af þessum sökum. Hundrað og fimmtíu aðgerðum var teflt fram þegar ríkisstjórnin kynnti uppfærða aðgerðaáætlun sína í loftslagsmálum í júní. Þeim var lýst sem raunhæfum en metnaðarfullum lausnum og töluverðri aukningu frá fimmtíu aðgerðum sem fjallað var um í fyrri áætlun. Þær aðgerðir sem búið væri að meta gætu skilað 35 til 40 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum til 2030. Þetta árangursmat telur Loftslagsráð, sem á að vera stjórnvöldum til ráðgjafar, ákaflega bjartsýnt í ljósi ýmissa veikleika sem það tínir til í áliti sem það gaf út um aðgerðaáætlunina fyrr í þessum mánuði. Samanlagður samdráttur í samfélagslosun vegna þeirra aðgerða sem séu fjármagnaðar og útfærðar í áætluninni sé áætlaður 27 prósent miðað við losun ársins 2005. Aðgerðir hvorki metnar út frá loftslagsávinningi né kostnaði Ráðið bendir á að aðgerðaáætlunin sé ómarkviss þrátt fyrir uppfærsluna í sumar. Þrátt fyrir að stjórnvöldum beri samkvæmt lögum að meta loftslagsávinning og kostnað við aðgerðirnar hafi ávinningur af aðeins 26 af 150 aðgerðum verið áætlaður og enginn þeirra hafa verið metin úr frá kostnaði. „Vinna þarf heildstætt mat á kostnaði og ábata, árangri og fjárfestingaþörf sem einnig beinist að þjóðhagslegum kostnaðarauka vegna tafa í framkvæmd eða skorti á samfellu og fyrirsjáanleika í hvatakerfum eða opinberum gjöldum,“ segir í álitinu. Þá fettir ráðið fingur út í að áætlunin sé ekki áfangaskipt með skýrum hætti, að ábyrgð á aðgerðum sé oft óljós og að margar aðgerðanna séu ófjármagnaðar. „Þessir veikleikar munu tefja framkvæmd, forgangsröðun og ráðstöfun fjármuna,“ segir í álitinu. Enn sé fjöldi aðgerða sem beinist að stórum uppsprettum losunar eins og að sjávarútvegi og landbúnaði óútfærður sex árum eftir að fyrsta útgáfa aðgerðaáætlunarinnar var lögð fram. Skortir gagnsæi um tekjur og útgjöld vegna aðgerðanna Gagnsæi um tekjur og útgjöld stjórnvalda vegna aðgerða í loftslagsmálum er sagt takmarkað líkt og í fyrri útgáfum áætlunarinnar. Það segir Loftslagsráð forsendu grænnar fjárlagagerðar og samhæfingar stefnu í loftslagsmálum við ríkisfjármál sem sé aftur lykilþáttur í framkvæmd aðgerðanna. Skerpa þurfi heildarstefnuna, samþætta ólíkar aðgerðir og samhæfa framkvæmdina við stefnumið í orku-, samgöngu-, matvæla- og ríkifjármálum. Niðurstaða Loftslagsráðs er að þáttaskil þurfi að verða í framkvæmd loftslagsaðgerða og að stjórnvöld þurfi að sýna frumkvæði, stefnufestur, fyrirhyggju og fyrirsjáanleika í aðgeðrum í loftslagsmálum sem skapi umgjörð og aðstæður fyrir sveitarfélög, atvinnulíf og almenning til að takast á við loftslagsvá. „Skýr langtímasýn og hugrekki þurfa að liggja til grundvallar fjárfestingum og ráðstöfun fjármuna,“ segir í áltinu. Samfélagslosun á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um þrjú prósent á milli 2023 og 2022 samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar sem voru birtar í byrjun október. Hún hefur dregist saman um 14,4 prósent frá árinu 2005. Ísland er í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu. Ekki er búið að staðfesta hlutdeild Íslands í nýjasta markmiði ESB um 55 prósent samdrátt fyrir lok áratugsins en Umhverfisstofnun telur líklegt að hún verði um 41 prósent. Loftslagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Minnkandi losun en umfram úthlutanir Íslands Losun gróðurhúsalofttegunda var líklega umfram úthlutanir Íslands í fyrra þrátt fyrir að hún drægist saman um þrjú prósent á milli ára. Stjórnvöld hafa þó nægjanlegan sveigjanleika til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar. 2. október 2024 12:03 Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Kostnaður ríkisins vegna undanþágu fyrir flugfélögin frá hertum losunarkröfum Evrópusambandsins gæti numið allt að rúmum þremur milljörðum króna næstu tvö árin. Losunarheimildir sem flugfélögin fá endurgjaldslaust koma frá íslenska ríkinu. 8. október 2024 08:02 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Hundrað og fimmtíu aðgerðum var teflt fram þegar ríkisstjórnin kynnti uppfærða aðgerðaáætlun sína í loftslagsmálum í júní. Þeim var lýst sem raunhæfum en metnaðarfullum lausnum og töluverðri aukningu frá fimmtíu aðgerðum sem fjallað var um í fyrri áætlun. Þær aðgerðir sem búið væri að meta gætu skilað 35 til 40 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum til 2030. Þetta árangursmat telur Loftslagsráð, sem á að vera stjórnvöldum til ráðgjafar, ákaflega bjartsýnt í ljósi ýmissa veikleika sem það tínir til í áliti sem það gaf út um aðgerðaáætlunina fyrr í þessum mánuði. Samanlagður samdráttur í samfélagslosun vegna þeirra aðgerða sem séu fjármagnaðar og útfærðar í áætluninni sé áætlaður 27 prósent miðað við losun ársins 2005. Aðgerðir hvorki metnar út frá loftslagsávinningi né kostnaði Ráðið bendir á að aðgerðaáætlunin sé ómarkviss þrátt fyrir uppfærsluna í sumar. Þrátt fyrir að stjórnvöldum beri samkvæmt lögum að meta loftslagsávinning og kostnað við aðgerðirnar hafi ávinningur af aðeins 26 af 150 aðgerðum verið áætlaður og enginn þeirra hafa verið metin úr frá kostnaði. „Vinna þarf heildstætt mat á kostnaði og ábata, árangri og fjárfestingaþörf sem einnig beinist að þjóðhagslegum kostnaðarauka vegna tafa í framkvæmd eða skorti á samfellu og fyrirsjáanleika í hvatakerfum eða opinberum gjöldum,“ segir í álitinu. Þá fettir ráðið fingur út í að áætlunin sé ekki áfangaskipt með skýrum hætti, að ábyrgð á aðgerðum sé oft óljós og að margar aðgerðanna séu ófjármagnaðar. „Þessir veikleikar munu tefja framkvæmd, forgangsröðun og ráðstöfun fjármuna,“ segir í álitinu. Enn sé fjöldi aðgerða sem beinist að stórum uppsprettum losunar eins og að sjávarútvegi og landbúnaði óútfærður sex árum eftir að fyrsta útgáfa aðgerðaáætlunarinnar var lögð fram. Skortir gagnsæi um tekjur og útgjöld vegna aðgerðanna Gagnsæi um tekjur og útgjöld stjórnvalda vegna aðgerða í loftslagsmálum er sagt takmarkað líkt og í fyrri útgáfum áætlunarinnar. Það segir Loftslagsráð forsendu grænnar fjárlagagerðar og samhæfingar stefnu í loftslagsmálum við ríkisfjármál sem sé aftur lykilþáttur í framkvæmd aðgerðanna. Skerpa þurfi heildarstefnuna, samþætta ólíkar aðgerðir og samhæfa framkvæmdina við stefnumið í orku-, samgöngu-, matvæla- og ríkifjármálum. Niðurstaða Loftslagsráðs er að þáttaskil þurfi að verða í framkvæmd loftslagsaðgerða og að stjórnvöld þurfi að sýna frumkvæði, stefnufestur, fyrirhyggju og fyrirsjáanleika í aðgeðrum í loftslagsmálum sem skapi umgjörð og aðstæður fyrir sveitarfélög, atvinnulíf og almenning til að takast á við loftslagsvá. „Skýr langtímasýn og hugrekki þurfa að liggja til grundvallar fjárfestingum og ráðstöfun fjármuna,“ segir í áltinu. Samfélagslosun á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um þrjú prósent á milli 2023 og 2022 samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar sem voru birtar í byrjun október. Hún hefur dregist saman um 14,4 prósent frá árinu 2005. Ísland er í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu. Ekki er búið að staðfesta hlutdeild Íslands í nýjasta markmiði ESB um 55 prósent samdrátt fyrir lok áratugsins en Umhverfisstofnun telur líklegt að hún verði um 41 prósent.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Minnkandi losun en umfram úthlutanir Íslands Losun gróðurhúsalofttegunda var líklega umfram úthlutanir Íslands í fyrra þrátt fyrir að hún drægist saman um þrjú prósent á milli ára. Stjórnvöld hafa þó nægjanlegan sveigjanleika til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar. 2. október 2024 12:03 Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Kostnaður ríkisins vegna undanþágu fyrir flugfélögin frá hertum losunarkröfum Evrópusambandsins gæti numið allt að rúmum þremur milljörðum króna næstu tvö árin. Losunarheimildir sem flugfélögin fá endurgjaldslaust koma frá íslenska ríkinu. 8. október 2024 08:02 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Minnkandi losun en umfram úthlutanir Íslands Losun gróðurhúsalofttegunda var líklega umfram úthlutanir Íslands í fyrra þrátt fyrir að hún drægist saman um þrjú prósent á milli ára. Stjórnvöld hafa þó nægjanlegan sveigjanleika til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar. 2. október 2024 12:03
Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Kostnaður ríkisins vegna undanþágu fyrir flugfélögin frá hertum losunarkröfum Evrópusambandsins gæti numið allt að rúmum þremur milljörðum króna næstu tvö árin. Losunarheimildir sem flugfélögin fá endurgjaldslaust koma frá íslenska ríkinu. 8. október 2024 08:02