Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2024 15:06 Rauði stórrisinn WOH G64 er umlukinn egglaga hýði sem er talinn vera gas og ryk úr ytri lögum hans sem stjarnan varpar frá sér þegar hún nálgast það að springa. ESO/K. Ohnaka et al. Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. WOH G64 í Stóra Magellanskýinu hefur verið þekkt lengi. Hún er skilgreind sem rauður stórrisi og er um tvö þúsund sinnum stærri en sólin okkar. Stjarnan hefur af þessum sökum verið nefnd „ferlíkið“ af stjörnufræðingum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Þótt tugir stjarna í Vetrarbrautinni hafi áður verið rannsakaðar í nærmynd hefur vísindamönnum reynst erfitt að gerast svo nærgöngulir við fjarlægari stjörnur utan hennar. Það tókst hópi stjörnufræðinga þökk sé nýlegu mælitæki á VLT-sjónauka ESO í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þegar stjörnufræðingarnir þysjuðu inn á WOH G64 blasti við þeim egglaga hýði utan um stjörnuna sem þeir telja að sé myndað úr gasi og ryki sem stjarnan gefur frá sér í dauðateygjum sínum. Stórrisar eins og WOH G64 varpa frá sér ytri lögum sínum þegar þær nálgast endalok sín. Talið er að stjarnan sé á síðustu stigunum áður en hún verður að sprengistjörnu. Sólstjörnur sem eru átta til tíu sinnum massameiri en stjarnan enda daga sína sem sprengistjörnur. „Þessi stjarna er ein sú öfgafyllsta sinnar tegundar og róttækar breytingar á henni gætu fært hann nær því að springa,“ segir Jacco van Loon frá Keele-háskóla Á Englandi sem hefur fylgst með ferlíkinu frá því á tíunda áratug síðustu aldar. Lögunin kom stjörnufræðingunum á óvart þar sem fyrri athuganir og tölvulíkön höfðu gefið þeim aðra mynd af þessu stigi í lífi stjarna af þessu tagi. Vísindamennirnir telja að sporöskjulaga hjúpurinn utan um stjörnuna skýrist annað hvort af efninu sem hún gefur frá sér eða þyngdaráhrifum fylgistjörnu sem þeir hafa ekki enn komið auga á. Dofnar eftir því sem á líður Athuganirnar leiddu einnig í ljós að WOH G64 hefur orðið daufari undanfarin tíu ár. Tilgáta vísindamannanna er að efnishjúpurinn í kringum hana skyggi á hana. Þetta þýðir að áframhaldandi rannsóknir á henni verða erfiðari eftir því sem tíminn líður. Teymið sem stóð að rannsókninni ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fyrir það og stefnir á að fylgjast áfram með stjörnunni dauðadæmdu. „Sambærilegar framhaldsrannsóknir með ESO-mælitækjum eru mikilvægar til þess að skilja hvað gengur á í stjörnunni,“ segir Keiichi Ohnaka, stjarneðlisfrðingur við Andrés Bello-háskóla í Síle sem stýrði rannsókninni. Geimurinn Vísindi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
WOH G64 í Stóra Magellanskýinu hefur verið þekkt lengi. Hún er skilgreind sem rauður stórrisi og er um tvö þúsund sinnum stærri en sólin okkar. Stjarnan hefur af þessum sökum verið nefnd „ferlíkið“ af stjörnufræðingum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Þótt tugir stjarna í Vetrarbrautinni hafi áður verið rannsakaðar í nærmynd hefur vísindamönnum reynst erfitt að gerast svo nærgöngulir við fjarlægari stjörnur utan hennar. Það tókst hópi stjörnufræðinga þökk sé nýlegu mælitæki á VLT-sjónauka ESO í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þegar stjörnufræðingarnir þysjuðu inn á WOH G64 blasti við þeim egglaga hýði utan um stjörnuna sem þeir telja að sé myndað úr gasi og ryki sem stjarnan gefur frá sér í dauðateygjum sínum. Stórrisar eins og WOH G64 varpa frá sér ytri lögum sínum þegar þær nálgast endalok sín. Talið er að stjarnan sé á síðustu stigunum áður en hún verður að sprengistjörnu. Sólstjörnur sem eru átta til tíu sinnum massameiri en stjarnan enda daga sína sem sprengistjörnur. „Þessi stjarna er ein sú öfgafyllsta sinnar tegundar og róttækar breytingar á henni gætu fært hann nær því að springa,“ segir Jacco van Loon frá Keele-háskóla Á Englandi sem hefur fylgst með ferlíkinu frá því á tíunda áratug síðustu aldar. Lögunin kom stjörnufræðingunum á óvart þar sem fyrri athuganir og tölvulíkön höfðu gefið þeim aðra mynd af þessu stigi í lífi stjarna af þessu tagi. Vísindamennirnir telja að sporöskjulaga hjúpurinn utan um stjörnuna skýrist annað hvort af efninu sem hún gefur frá sér eða þyngdaráhrifum fylgistjörnu sem þeir hafa ekki enn komið auga á. Dofnar eftir því sem á líður Athuganirnar leiddu einnig í ljós að WOH G64 hefur orðið daufari undanfarin tíu ár. Tilgáta vísindamannanna er að efnishjúpurinn í kringum hana skyggi á hana. Þetta þýðir að áframhaldandi rannsóknir á henni verða erfiðari eftir því sem tíminn líður. Teymið sem stóð að rannsókninni ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fyrir það og stefnir á að fylgjast áfram með stjörnunni dauðadæmdu. „Sambærilegar framhaldsrannsóknir með ESO-mælitækjum eru mikilvægar til þess að skilja hvað gengur á í stjörnunni,“ segir Keiichi Ohnaka, stjarneðlisfrðingur við Andrés Bello-háskóla í Síle sem stýrði rannsókninni.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira