Tímabært að breyta til Valur Páll Eiríksson skrifar 25. nóvember 2024 09:00 Ágúst Jóhannsson er með íslenska kvennalandsliðinu í Austurríki þar sem EM hefst á föstudag. Í sumar mun hann hætta sem þjálfari kvennaliðs Vals til að taka við karlaliði félagsins. Vísir/Einar „Þetta var ekkert auðvelt,“ segir Ágúst Jóhannsson sem mun hætta sem þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta í sumar til að taka við karlaliði félagsins. Ágúst hefur stýrt kvennaliði Vals frá árinu 2017 og undir hans stjórn hefur Valsliðið þrisvar orðið Íslandsmeistari, þar á meðal síðustu tvö ár. Tilkynnt var í vikunni að Ágúst myndi breyta til og taka við karlaliðinu af Óskari Bjarna Óskarssyni eftir leiktíðina. „Eftir að hafa farið yfir þetta þá fannst mér þetta réttur tímapunktur. Þetta er níunda tímabilið mitt með stelpurnar. Mér fannst þá kannski við hæfi að færa mig yfir,“ segir Ágúst í samtali við íþróttadeild. Var erfitt að taka þessa ákvörðun? „Þetta var ekkert auðvelt. Ég er búinn að þjálfa liðið lengi og okkur hefur gengið vel. Þetta er frábær hópur og margir góðir leikmenn. Þannig að það var ekkert auðvelt en það kannski hjálpar til að ég er ekki að færa mig yfir í annað félag. Ég færi mig bara yfir á strákana, verð þarna í kringum þær og innan handar ef það er eitthvað,“ segir Ágúst. Ágúst kveðst þá ekki ætla að vera með puttana í karlaliðinu áður en hann tekur við í sumar. „Nei, ég kem ekki nálægt því. Óskar bara stýrir því og ég einbeiti mér að stelpunum, að gera það vel og tek svo við í júní,“ segir Ágúst. Evrópumót fram undan Ágúst er sem stendur með kvennalandsliði Íslands sem hefur keppni á EM í vikunni. Með honum þar í för er landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson sem er í þjálfarateymi Fram. Ágúst sér fram á spennandi baráttu við Fram og Hauka um titilinn. „Við erum búnir að mætast einu sinni í vetur og höfðum það af. Fram er með frábært og Haukar og fleiri lið. Deildin er góð þannig að þetta er ekkert einfalt,“ segir Ágúst. Íslenska kvennalandsliðið þurfti að þola tvö naum eins marks töp fyrir Sviss í æfingaleikjum um helgina. Liðið mætir til leiks á EM er það mætir Hollandi í Innsbruck á föstudag. Auk Hollands eru Þýskaland og Úkraína í riðli Íslands. Valur Olís-deild kvenna Olís-deild karla Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Ágúst hefur stýrt kvennaliði Vals frá árinu 2017 og undir hans stjórn hefur Valsliðið þrisvar orðið Íslandsmeistari, þar á meðal síðustu tvö ár. Tilkynnt var í vikunni að Ágúst myndi breyta til og taka við karlaliðinu af Óskari Bjarna Óskarssyni eftir leiktíðina. „Eftir að hafa farið yfir þetta þá fannst mér þetta réttur tímapunktur. Þetta er níunda tímabilið mitt með stelpurnar. Mér fannst þá kannski við hæfi að færa mig yfir,“ segir Ágúst í samtali við íþróttadeild. Var erfitt að taka þessa ákvörðun? „Þetta var ekkert auðvelt. Ég er búinn að þjálfa liðið lengi og okkur hefur gengið vel. Þetta er frábær hópur og margir góðir leikmenn. Þannig að það var ekkert auðvelt en það kannski hjálpar til að ég er ekki að færa mig yfir í annað félag. Ég færi mig bara yfir á strákana, verð þarna í kringum þær og innan handar ef það er eitthvað,“ segir Ágúst. Ágúst kveðst þá ekki ætla að vera með puttana í karlaliðinu áður en hann tekur við í sumar. „Nei, ég kem ekki nálægt því. Óskar bara stýrir því og ég einbeiti mér að stelpunum, að gera það vel og tek svo við í júní,“ segir Ágúst. Evrópumót fram undan Ágúst er sem stendur með kvennalandsliði Íslands sem hefur keppni á EM í vikunni. Með honum þar í för er landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson sem er í þjálfarateymi Fram. Ágúst sér fram á spennandi baráttu við Fram og Hauka um titilinn. „Við erum búnir að mætast einu sinni í vetur og höfðum það af. Fram er með frábært og Haukar og fleiri lið. Deildin er góð þannig að þetta er ekkert einfalt,“ segir Ágúst. Íslenska kvennalandsliðið þurfti að þola tvö naum eins marks töp fyrir Sviss í æfingaleikjum um helgina. Liðið mætir til leiks á EM er það mætir Hollandi í Innsbruck á föstudag. Auk Hollands eru Þýskaland og Úkraína í riðli Íslands.
Valur Olís-deild kvenna Olís-deild karla Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Sjá meira