Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar 22. nóvember 2024 08:01 Há vaxtaprósenta gerir ekkert nema flytja peninga úr vösum tekjulágra í vasa þeirra tekjuháu. Hún lækkar hvorki verðbólgu né skapar stöðugleika. Í raun kynda háir stýrivexti frekar undir verðbólgu, eins og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stieglitz hefur bent á, sérstaklega þar sem húsnæðisverð er inni í vísitölu neysluverðs. Ráðamenn og Seðlabankastjóri eru hér að níðast á almenningi og fóðra eigin vasa og annarra fjármagnseigenda. Hvernig stendur á því að fólk á hinum Norðurlöndunum getur keypt sér íbúð og borgað af henni án þess að þurfa lepja dauðann úr skel, ólíkt okkur hér á Íslandi? Í Svíþjóð og Danmörku er afborgun af meðalstórri 3. herbergja íbúð, miðað við 20% útborgun og rest á láni til 40 ára, aðeins um 200.000 íslenskar krónur á mánuði. Hér er afborgun af sambærilegu reikningsdæmi um 600.000 krónur á mánuði. Á Norðurlöndunum sér fólk hvernig höfuðstóllinn lækkar. Hér hreyfist höfuðstóllinn varla fyrr en eftir 20 ár og við borgum íbúðina tífallt. Málið er einfalt. Hvort viltu borga 600 þúsund eða 200 þúsund á mánuði? Ef þú vilt bara borga 200 þúsund þá þarftu að kjósa Lýðræðisflokkinn. Lýðræðisflokkurinn mun breyta þessu. Baldur Borgþórsson er 1. maður á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Hann talar fyrir því að setja í lög á Seðlabankann sem banna hærri stýrivexti en 4%. Þetta myndi sjálfkrafa gera lánakjör hérlendis sambærileg þeim á hinum Norðurlöndunum. Auk þess er það stefnumál Lýðræðisflokksins að taka húsnæðisverð út úr vísitölu neysluverðs, enda hvergi í siðmenntuðum löndum sem það er gert. Auk þess má taka áfengi og tóbak úr sömu vísitölu, þar sem allar aðgerðir stjórnvalda til að stemma stigu við neyslu þess, leiða beint til aukinnar verðbólgu. Það er löngu búið að lækka vexti í öðrum Vesturlöndum en af því hér þurfa fjármagnseigendur aðeins að bæta í yfirfulla sjóðina hefur það ekki verið gert hér á landi. Há vaxtakjör og ófyrirsjáanleiki við íbúðakaup gera það vonlaust fyrir venjulegt fólk að kaupa sér íbúð eða halda í við afborganir. Þetta er einungis til að breikka enn frekar bilið milli ríkra og fátækra. Þeir sem vilja sjá breytingar verða að kjósa eitthvað annað en þeir hafa alltaf gert. Ef þú býrð í Reykjavík norður hvet ég þig eindregið til að nýta atkvæðisrétt þinn og kjósa Baldur á þing. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Há vaxtaprósenta gerir ekkert nema flytja peninga úr vösum tekjulágra í vasa þeirra tekjuháu. Hún lækkar hvorki verðbólgu né skapar stöðugleika. Í raun kynda háir stýrivexti frekar undir verðbólgu, eins og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stieglitz hefur bent á, sérstaklega þar sem húsnæðisverð er inni í vísitölu neysluverðs. Ráðamenn og Seðlabankastjóri eru hér að níðast á almenningi og fóðra eigin vasa og annarra fjármagnseigenda. Hvernig stendur á því að fólk á hinum Norðurlöndunum getur keypt sér íbúð og borgað af henni án þess að þurfa lepja dauðann úr skel, ólíkt okkur hér á Íslandi? Í Svíþjóð og Danmörku er afborgun af meðalstórri 3. herbergja íbúð, miðað við 20% útborgun og rest á láni til 40 ára, aðeins um 200.000 íslenskar krónur á mánuði. Hér er afborgun af sambærilegu reikningsdæmi um 600.000 krónur á mánuði. Á Norðurlöndunum sér fólk hvernig höfuðstóllinn lækkar. Hér hreyfist höfuðstóllinn varla fyrr en eftir 20 ár og við borgum íbúðina tífallt. Málið er einfalt. Hvort viltu borga 600 þúsund eða 200 þúsund á mánuði? Ef þú vilt bara borga 200 þúsund þá þarftu að kjósa Lýðræðisflokkinn. Lýðræðisflokkurinn mun breyta þessu. Baldur Borgþórsson er 1. maður á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Hann talar fyrir því að setja í lög á Seðlabankann sem banna hærri stýrivexti en 4%. Þetta myndi sjálfkrafa gera lánakjör hérlendis sambærileg þeim á hinum Norðurlöndunum. Auk þess er það stefnumál Lýðræðisflokksins að taka húsnæðisverð út úr vísitölu neysluverðs, enda hvergi í siðmenntuðum löndum sem það er gert. Auk þess má taka áfengi og tóbak úr sömu vísitölu, þar sem allar aðgerðir stjórnvalda til að stemma stigu við neyslu þess, leiða beint til aukinnar verðbólgu. Það er löngu búið að lækka vexti í öðrum Vesturlöndum en af því hér þurfa fjármagnseigendur aðeins að bæta í yfirfulla sjóðina hefur það ekki verið gert hér á landi. Há vaxtakjör og ófyrirsjáanleiki við íbúðakaup gera það vonlaust fyrir venjulegt fólk að kaupa sér íbúð eða halda í við afborganir. Þetta er einungis til að breikka enn frekar bilið milli ríkra og fátækra. Þeir sem vilja sjá breytingar verða að kjósa eitthvað annað en þeir hafa alltaf gert. Ef þú býrð í Reykjavík norður hvet ég þig eindregið til að nýta atkvæðisrétt þinn og kjósa Baldur á þing. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík Norður.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar