Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði yfirleitt þurrt og bjart sunnan- og vestanlands.Frost á landinu verður á bilinu null til ellefu stig, kaldast inn til landsins.
„Á morgun veldur djúp og kröpp lægð suður í hafi norðaustan strekkingi eða allhvössum vindi á landinu, en hvassviðri eða stormi við suðausturströndina. Yfirleitt léttskýjað, en hægari og stöku él norðaustantil,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Vaxandi norðaustanátt, 8-15 m/s síðdegis, en 15-23 við suðausturströndina. Víða bjart, en hægari og lítilsháttar él norðaustantil. Frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum.
Á sunnudag: Norðaustan 10-18, en stormur eða rok á Suðausturlandi. Dálítil snjókoma fyrir austan, en bjart með köflum sunnan heiða. Hiti breytist lítið.
Á mánudag: Norðlæg átt 8-13, en hægari undir kvöld. Lítilsháttar él, en þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Áfram kalt í veðri.
Á þriðjudag: Snýst í suðvestan 5-13 og lítilsháttar él eða slydduél seinnipartinn, en yfirleitt bjart fyrir austan. Hlýnar í veðri.
Á miðvikudag: Suðvestan 8-13 og skúrir eða él, en þurrt að kalla á Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig, en frost 0 til 5 stig fyrir austan.
Á fimmtudag: Útlit fyrir ákveðna norðaustlæga átt með snjókomu eða slyddu og kólnandi veðri.