Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 22. nóvember 2024 08:16 Aldrei verið „high“ á VONÍUM? Kjaftæði! Reyniði ekki að þræta fyrir það. Þið eruð búin að veltast um útúrvímuð upp um alla veggi. Einmitt núna þar sem framboð á VONÍUM er nánast óþrjótandi. Það er líka „ókeypis“ á sama hátt og Facebook aðrir samfélagsmiðlar eru „ókeypis“. Þú færð að nota án þess að greiða krónu en geldur dýru verði fyrir þegar upp er staðið. En í guðanna bænum ekki halda að ég sé að rífa ykkur niður. Ég var einn af ykkur og ekkert vímuefni hef ég „tekið“ sem gefur eins sæta vímu og VONÍUM. Þessi yndislega tilfinning að einmitt núna sé stundin runnin upp þar sem breytinga sé að vænta og að forystufólki sé treystandi og allt sé satt sem það segir og máttur þess og vilji, gæska og mannúð til að breyta öllu til betri vegar sé óendanleg. VONÍUM er náskylt KAUPÍUM sem veldur einnig vímu, einkum fyrir stórhátíðir, sem fær fólk til að kaupa hluti sem það þarf ekki á að halda fyrir peninga sem það á ekki til. VONÍUM er orð sem búið er til úr orðunum von og ópíum. Það er bruggað úr vonum okkar og þrám. Ekki um stórkostleg auðæfi og völd heldur um venjulegt gott líf með til dæmis húsnæðis- og afkomu öryggi fyrir okkur og börnin okkar. En vegna þess að samfélagið líkist æ meira kartöflugarði fyrir auðstéttina til að taka upp úr þarf að búa til stórkostlega skrautsýningu sem þenur út skilningarvitin og fyllir þau af VONÍUM. Það fólk og flokkar sem er búið að vera í ríkistjórn í 7 ár eða jafnvel í 70 ár eru allt í einu fólk og flokkar án fortíðar og framtíðin sem er til sölu undir 1000 vatta blikkandi leikhúsljósi kosningabaráttunnar skín beint í augun. Samkvæmt könnun sem ASÍ lét gera telja 69% þjóðarinnar að Ísland stefni í ranga átt – ég ætla að slá því fram í bríaríi, þó ég viti auðvita enga nákvæma prósentutölu að 69% af þessum 69% muni kjósa flokka sem annaðhvort hafa sannað með ríkisstjórnarsamstarfi að þeir stefni lóðbeint í röngu áttina eða þá flokka sem ætla að beita sömu aðferðum og alltaf hafa verið notaðar en lofa því að ná annarri niðurstöðu. Tveir plús tveir geta verið fimm og eiga að vera fimm? Það þarf úrvals óblandað VONÍUM og mikið af því til að framkvæma slík töfrabrögð. En á maður þá ekki að eiga von? Jú svo sannarlega! En slagorðið gæti verið; „Von án vímu“. Svona geri ég það. Ég veit að þær aðferðir sem kenndar eru við svokallað „frjálsa“ markaðskerfi ( hlutdræga markaðskerfið væri miklu nær að kalla það) – eru einmitt þær aðferðir sem skilað hafa samfálaginu í ranga átt. Og ég veit allir þeir flokkar sem eru á Alþingi styðja meira og minna þessar aðferðir. Ég er á móti þeim aðferðum þær hafa leitt til gríðarlegrar misskiptingar bæði efnalegrar og félagslegrar. Og ég vil eins og hin 69%-in að Ísland fari að stefna í rétta átt. Utan Alþingis er lítill flokkur sem vill beita annarskonar þrautreyndri aðferðafræði sem kölluð er félagshyggja sem leiðir í aðra átt, til efnahagslegs- og félagslegs jafnaðar. Það vil ég, fyrir mig, börnin mín og barnabörn. Mín litla og hógværa „von án vímu“ er að þessi flokkur, Sósíalistaflokkurinn, nái fulltrúum á Alþingi. En nei! NEI! Ég er ekki að biðja ykkur um að kjósa það sama og ég. Langt því í frá. Leitið sjálf. En ég vil gefa ykkur það vinarráð að þið komið ykkur upp ykkar eigin ”von án vímu” og látið það fólk og flokka sem þið veljið með þeirri aðferð standa reikniskil gjörða sinna eftir kosningar. Það er það eina sem skiptir máli. Það eina sem skiptir máli er hvað stjórnmálastéttin framkvæmir. Kosningakjaftæðið skiptir engu og skilur ekkert eftir sig nema heiftarleg VONÍUM timburmenn. Höfundur er eftirlaunamaður og óvirkur VONÍUM-fíkill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Aldrei verið „high“ á VONÍUM? Kjaftæði! Reyniði ekki að þræta fyrir það. Þið eruð búin að veltast um útúrvímuð upp um alla veggi. Einmitt núna þar sem framboð á VONÍUM er nánast óþrjótandi. Það er líka „ókeypis“ á sama hátt og Facebook aðrir samfélagsmiðlar eru „ókeypis“. Þú færð að nota án þess að greiða krónu en geldur dýru verði fyrir þegar upp er staðið. En í guðanna bænum ekki halda að ég sé að rífa ykkur niður. Ég var einn af ykkur og ekkert vímuefni hef ég „tekið“ sem gefur eins sæta vímu og VONÍUM. Þessi yndislega tilfinning að einmitt núna sé stundin runnin upp þar sem breytinga sé að vænta og að forystufólki sé treystandi og allt sé satt sem það segir og máttur þess og vilji, gæska og mannúð til að breyta öllu til betri vegar sé óendanleg. VONÍUM er náskylt KAUPÍUM sem veldur einnig vímu, einkum fyrir stórhátíðir, sem fær fólk til að kaupa hluti sem það þarf ekki á að halda fyrir peninga sem það á ekki til. VONÍUM er orð sem búið er til úr orðunum von og ópíum. Það er bruggað úr vonum okkar og þrám. Ekki um stórkostleg auðæfi og völd heldur um venjulegt gott líf með til dæmis húsnæðis- og afkomu öryggi fyrir okkur og börnin okkar. En vegna þess að samfélagið líkist æ meira kartöflugarði fyrir auðstéttina til að taka upp úr þarf að búa til stórkostlega skrautsýningu sem þenur út skilningarvitin og fyllir þau af VONÍUM. Það fólk og flokkar sem er búið að vera í ríkistjórn í 7 ár eða jafnvel í 70 ár eru allt í einu fólk og flokkar án fortíðar og framtíðin sem er til sölu undir 1000 vatta blikkandi leikhúsljósi kosningabaráttunnar skín beint í augun. Samkvæmt könnun sem ASÍ lét gera telja 69% þjóðarinnar að Ísland stefni í ranga átt – ég ætla að slá því fram í bríaríi, þó ég viti auðvita enga nákvæma prósentutölu að 69% af þessum 69% muni kjósa flokka sem annaðhvort hafa sannað með ríkisstjórnarsamstarfi að þeir stefni lóðbeint í röngu áttina eða þá flokka sem ætla að beita sömu aðferðum og alltaf hafa verið notaðar en lofa því að ná annarri niðurstöðu. Tveir plús tveir geta verið fimm og eiga að vera fimm? Það þarf úrvals óblandað VONÍUM og mikið af því til að framkvæma slík töfrabrögð. En á maður þá ekki að eiga von? Jú svo sannarlega! En slagorðið gæti verið; „Von án vímu“. Svona geri ég það. Ég veit að þær aðferðir sem kenndar eru við svokallað „frjálsa“ markaðskerfi ( hlutdræga markaðskerfið væri miklu nær að kalla það) – eru einmitt þær aðferðir sem skilað hafa samfálaginu í ranga átt. Og ég veit allir þeir flokkar sem eru á Alþingi styðja meira og minna þessar aðferðir. Ég er á móti þeim aðferðum þær hafa leitt til gríðarlegrar misskiptingar bæði efnalegrar og félagslegrar. Og ég vil eins og hin 69%-in að Ísland fari að stefna í rétta átt. Utan Alþingis er lítill flokkur sem vill beita annarskonar þrautreyndri aðferðafræði sem kölluð er félagshyggja sem leiðir í aðra átt, til efnahagslegs- og félagslegs jafnaðar. Það vil ég, fyrir mig, börnin mín og barnabörn. Mín litla og hógværa „von án vímu“ er að þessi flokkur, Sósíalistaflokkurinn, nái fulltrúum á Alþingi. En nei! NEI! Ég er ekki að biðja ykkur um að kjósa það sama og ég. Langt því í frá. Leitið sjálf. En ég vil gefa ykkur það vinarráð að þið komið ykkur upp ykkar eigin ”von án vímu” og látið það fólk og flokka sem þið veljið með þeirri aðferð standa reikniskil gjörða sinna eftir kosningar. Það er það eina sem skiptir máli. Það eina sem skiptir máli er hvað stjórnmálastéttin framkvæmir. Kosningakjaftæðið skiptir engu og skilur ekkert eftir sig nema heiftarleg VONÍUM timburmenn. Höfundur er eftirlaunamaður og óvirkur VONÍUM-fíkill.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun