HM gæti farið úr Ally Pally Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2024 12:02 Áhorfendur í alls konar búningum setja svip sinn á heimsmeistaramótið í pílukasti. getty/Zac Goodwin Svo gæti farið að heimsmeistaramótið í pílukasti verði fært úr Alexandra Palace í London yfir í stærri höll. HM hefur verið haldið í Alexandra Palace, eða Ally Pally eins og höllin er jafnan kölluð, undanfarin sautján ár. En breyting gæti orðið þar á. Miðar á HM 2025 seldust upp á aðeins korteri og til að anna eftirspurn gæti mótið verið fært í stærri höll að sögn skipuleggjands þekkta, Barrys Hearn. Þá verður HM stækkað á næsta ári en keppendum fjölgar þá úr 96 í 128 og mótið lengist um fjóra daga. „Fyrir HM í ár seldust níutíu þúsund miðar upp á fimmtán mínútum. Ég spurði mitt fólk á skrifstofu hversu marga miða hefði ég getað selt? Þau sögðu rúmlega þrjú hundruð þúsund. Það setur hlutina í annað samhengi. Svipað og þegar við fluttum úr Circus Tavern fyrir öllum þessum árum horfi ég núna á Alexandra Palace,“ sagði Hearn í viðtali á talkSPORT. „Það komast bara 3.500 manns fyrir. Við verðum alltaf að vaxa. Ef þú slakar á ferðu aftur. Á næsta ári förum við úr 96 keppendum í 128. Fjórir dagar bætast við og átta holl og það eru auka 25.000 miðar. Fyrr en seinna ætti ég að horfa á þetta og segja: Eins og með snóker, þarf ég stærri höll. Ég get selt upp í hverja einustu höll í heimi. En get ég gert það fyrir 30-40 holl.“ Heimsmeistaramótið 2025 hefst 15. desember og lýkur 3. janúar. Luke Humphries á titil að verja en hann sigraði ungstirnið Luke Littler, 7-4, í úrslitaleiknum á síðasta móti. Pílukast Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
HM hefur verið haldið í Alexandra Palace, eða Ally Pally eins og höllin er jafnan kölluð, undanfarin sautján ár. En breyting gæti orðið þar á. Miðar á HM 2025 seldust upp á aðeins korteri og til að anna eftirspurn gæti mótið verið fært í stærri höll að sögn skipuleggjands þekkta, Barrys Hearn. Þá verður HM stækkað á næsta ári en keppendum fjölgar þá úr 96 í 128 og mótið lengist um fjóra daga. „Fyrir HM í ár seldust níutíu þúsund miðar upp á fimmtán mínútum. Ég spurði mitt fólk á skrifstofu hversu marga miða hefði ég getað selt? Þau sögðu rúmlega þrjú hundruð þúsund. Það setur hlutina í annað samhengi. Svipað og þegar við fluttum úr Circus Tavern fyrir öllum þessum árum horfi ég núna á Alexandra Palace,“ sagði Hearn í viðtali á talkSPORT. „Það komast bara 3.500 manns fyrir. Við verðum alltaf að vaxa. Ef þú slakar á ferðu aftur. Á næsta ári förum við úr 96 keppendum í 128. Fjórir dagar bætast við og átta holl og það eru auka 25.000 miðar. Fyrr en seinna ætti ég að horfa á þetta og segja: Eins og með snóker, þarf ég stærri höll. Ég get selt upp í hverja einustu höll í heimi. En get ég gert það fyrir 30-40 holl.“ Heimsmeistaramótið 2025 hefst 15. desember og lýkur 3. janúar. Luke Humphries á titil að verja en hann sigraði ungstirnið Luke Littler, 7-4, í úrslitaleiknum á síðasta móti.
Pílukast Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira