Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Lestrarklefinn og Rebekka Sif Stefánsdóttir 22. nóvember 2024 11:00 Guðrún Eva Mínervudóttir hefur sent frá sér skáldævisögu, Í skugga trjánna. Fjallað er um bókina á menningarvefnum Lestrarklefinn.is Rebekka Sif Stefánsdóttir fjallar hér um nýjustu bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Í skugga trjánna. Umfjöllunina er að finna á menningarvefnum Lestrarklefinn. Fyrir þessi jól teflir Guðrún Eva Mínervudóttir fram skáldævisögunni Í skugga trjánna. Það er engin lýsing á söguþræði aftan á bókinni, enda erfitt að henda reiður á óreiðukenndu lífi sem hefur verið fært með verkfærum skáldskaparins á blað. En víst er að þau sem lásu Skegg Raspútíns á sínum tíma og kunnu vel að meta munu svo sannarlega hrífast af þessari bók sem hefst á þennan stórkostlega og óvænta hátt: „Einu sinni tók ég óviljandi þátt í ayahuasca guðþjónustu í Skipholti.“ (bls. 7). Rebekka Sif Stefánsdóttir Rithöfundurinn Eva er stödd á mögulega ólíklegasta stað sem lesandinn hefði getið órað fyrir, þriggja hæða einbýlishúsi á Arnarnesi í Garðabæ. Þar mun gestum verða boðið upp á ofskynunarlyf, eða LSD, sem reyndar Eva afþakkar þar sem hún þarf að skemmta hópi af erlendum rithöfundum á vegum Iceland Writers Retreat seinna um daginn. Betra að vera allsgáð þá. En þetta furðulega samkvæmi er rammafrásögn bókarinnar, einhversslags nútíð sem sögumaður ferðast í og úr til að halda utan um frásögnina. Þó þetta partý gefi frásögninni skondinn blæ inn á milli eru þyngri kaflarnir, þar sem Eva rifjar upp fortíðina og nýyfirstaðinn skilnað, kjarninn í verkinu. „Buslugangurinn falinn undir yfirborðinu“ Fyrri hluti bókar er eins og upphitun, sögumaður að koma sér að því sem honum liggur mest á hjarta. Hjónaskilnaðurinn. Ástarsorgin. Sársaukinn. Að líða eins og maður hafi stíað í sundur eigin fjölskyldu, gefið draumalífið upp á bátinn. „Án þess að spyrja kóng né prest tékkaði ég óvart út úr sambandinu. Stakk af hægt og hljóðalaust …“ (bls. 110). Eva ásakar sjálfa sig, veltir fyrir sér hvort hún sé „tæfa dulbúin sem umburðarlyndur vinnuþjarkur“. Hún er óvægin á eigin gjörðir og er óhrædd að birta lesandanum sína eigin galla. En lesandinn sér að hún er einfaldlega mennsk, breysk eins og við öll. Manneskja sem vil koma sér út úr aðstæðum sem gera hana ekki hamingjusama lengur. Þrátt fyrir að hafa komist að þeirri niðurstöðu tekur þetta óendanlega mikið á hana: „Ég reyndi að vera svanur; líða tignarlega áfram með erfiðið falið undir yfirborðinu, en var líklega meira eins og drukknandi manneskja. Drukknun er víst mjög kyrrlát utan frá séð, buslugangurinn falinn undir yfirborðinu.“ (bls. 110) Umfjöllunina má lesa í heild sinni hér. Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Jól Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Sjá meira
Fyrir þessi jól teflir Guðrún Eva Mínervudóttir fram skáldævisögunni Í skugga trjánna. Það er engin lýsing á söguþræði aftan á bókinni, enda erfitt að henda reiður á óreiðukenndu lífi sem hefur verið fært með verkfærum skáldskaparins á blað. En víst er að þau sem lásu Skegg Raspútíns á sínum tíma og kunnu vel að meta munu svo sannarlega hrífast af þessari bók sem hefst á þennan stórkostlega og óvænta hátt: „Einu sinni tók ég óviljandi þátt í ayahuasca guðþjónustu í Skipholti.“ (bls. 7). Rebekka Sif Stefánsdóttir Rithöfundurinn Eva er stödd á mögulega ólíklegasta stað sem lesandinn hefði getið órað fyrir, þriggja hæða einbýlishúsi á Arnarnesi í Garðabæ. Þar mun gestum verða boðið upp á ofskynunarlyf, eða LSD, sem reyndar Eva afþakkar þar sem hún þarf að skemmta hópi af erlendum rithöfundum á vegum Iceland Writers Retreat seinna um daginn. Betra að vera allsgáð þá. En þetta furðulega samkvæmi er rammafrásögn bókarinnar, einhversslags nútíð sem sögumaður ferðast í og úr til að halda utan um frásögnina. Þó þetta partý gefi frásögninni skondinn blæ inn á milli eru þyngri kaflarnir, þar sem Eva rifjar upp fortíðina og nýyfirstaðinn skilnað, kjarninn í verkinu. „Buslugangurinn falinn undir yfirborðinu“ Fyrri hluti bókar er eins og upphitun, sögumaður að koma sér að því sem honum liggur mest á hjarta. Hjónaskilnaðurinn. Ástarsorgin. Sársaukinn. Að líða eins og maður hafi stíað í sundur eigin fjölskyldu, gefið draumalífið upp á bátinn. „Án þess að spyrja kóng né prest tékkaði ég óvart út úr sambandinu. Stakk af hægt og hljóðalaust …“ (bls. 110). Eva ásakar sjálfa sig, veltir fyrir sér hvort hún sé „tæfa dulbúin sem umburðarlyndur vinnuþjarkur“. Hún er óvægin á eigin gjörðir og er óhrædd að birta lesandanum sína eigin galla. En lesandinn sér að hún er einfaldlega mennsk, breysk eins og við öll. Manneskja sem vil koma sér út úr aðstæðum sem gera hana ekki hamingjusama lengur. Þrátt fyrir að hafa komist að þeirri niðurstöðu tekur þetta óendanlega mikið á hana: „Ég reyndi að vera svanur; líða tignarlega áfram með erfiðið falið undir yfirborðinu, en var líklega meira eins og drukknandi manneskja. Drukknun er víst mjög kyrrlát utan frá séð, buslugangurinn falinn undir yfirborðinu.“ (bls. 110) Umfjöllunina má lesa í heild sinni hér.
Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Jól Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Sjá meira