„Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2024 13:18 Hraunið gleypti bílastæði lónsins utan varnargarða, og gámahús sem notað hefur verið sem salerni og töskugeymsla í leiðinni. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir að þrátt fyrir dramatíska atburðarás þegar bílastæði lónsins fór undir hraun í gær, standi allt athafnasvæði lónsins styrkum fótum. „Við erum að sjá í gegnum atburðinn og þróunina og erum að meta stöðuna,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Allt eins og hefði mátt ætla Svæðið hafi verið tekið út síðan í gær, og ljóst sé að varnargarðar umhverfis lónið hafi virkað nákvæmlega sem skyldi. „Hrauntungan rennur meðfram varnargarðinum eins og gert var ráð fyrir, yfir okkar bílastæði og svo áfram. Þetta er bara að þróast eins og ætla hefði mátt.“ Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninuVísir/Vilhelm Verið sé að skoða hvernig bílastæðamál verði leyst eftir að hraun flæddi yfir bílastæði við lónið. Bílastæði sem stendur utan varnargareðanna. Á vefsíðu lónsins segir að það verði lokað til og með sunnudags, hið minnsta. „Við erum alltaf að meta stöðuna hverju sinni, en það er ekki ólíklegt að við munum þurfa að framlengja lokun um nokkra daga. Við væntum þess að vera með skýrari mynd af því fyrir lok dags,“ segir Helga. Mögnuð vinna að baki „Það var gott að finna hvernig hönnun varnargarðanna hélt vel og í raun magnað hvað okkar sérfræðingar, svo sem verkfræðingar og þeir sem hafa komið að þessari vinnu hafa í raun og veru þróað magnaða varnargarða, og brugðist þannig við þessari stöðu með faglegum hætti.“ Helga segir Bláa lónið fullkomlega sveigjanlegt gagnvart þeim gestum sem hafi átt bókað í lónið, hvort sem fólk vilji breyta dagsetningum sínum eða einfaldlega fá endurgreitt. „Auðvitað standa vonir okkar til þess að geta opnað sem allra fyrst, enda mikilvægt að menn átti sig á því að allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða. Þar stendur allt vel eins og búist var við. Tjónið liggur í því að hraun fór yfir bílastæðið, þannig að okkar verkefni liggur í því að finna aðrar leiðir til þess að byggja upp aðstöðu fyrir bíla á svæðinu.“ Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. 22. nóvember 2024 12:59 Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. 22. nóvember 2024 11:09 Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar „Þetta er bara búið að vera mjög stöðugt í nótt,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um þróun gossins á Reykjanesskaga. 22. nóvember 2024 07:08 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
„Við erum að sjá í gegnum atburðinn og þróunina og erum að meta stöðuna,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Allt eins og hefði mátt ætla Svæðið hafi verið tekið út síðan í gær, og ljóst sé að varnargarðar umhverfis lónið hafi virkað nákvæmlega sem skyldi. „Hrauntungan rennur meðfram varnargarðinum eins og gert var ráð fyrir, yfir okkar bílastæði og svo áfram. Þetta er bara að þróast eins og ætla hefði mátt.“ Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninuVísir/Vilhelm Verið sé að skoða hvernig bílastæðamál verði leyst eftir að hraun flæddi yfir bílastæði við lónið. Bílastæði sem stendur utan varnargareðanna. Á vefsíðu lónsins segir að það verði lokað til og með sunnudags, hið minnsta. „Við erum alltaf að meta stöðuna hverju sinni, en það er ekki ólíklegt að við munum þurfa að framlengja lokun um nokkra daga. Við væntum þess að vera með skýrari mynd af því fyrir lok dags,“ segir Helga. Mögnuð vinna að baki „Það var gott að finna hvernig hönnun varnargarðanna hélt vel og í raun magnað hvað okkar sérfræðingar, svo sem verkfræðingar og þeir sem hafa komið að þessari vinnu hafa í raun og veru þróað magnaða varnargarða, og brugðist þannig við þessari stöðu með faglegum hætti.“ Helga segir Bláa lónið fullkomlega sveigjanlegt gagnvart þeim gestum sem hafi átt bókað í lónið, hvort sem fólk vilji breyta dagsetningum sínum eða einfaldlega fá endurgreitt. „Auðvitað standa vonir okkar til þess að geta opnað sem allra fyrst, enda mikilvægt að menn átti sig á því að allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða. Þar stendur allt vel eins og búist var við. Tjónið liggur í því að hraun fór yfir bílastæðið, þannig að okkar verkefni liggur í því að finna aðrar leiðir til þess að byggja upp aðstöðu fyrir bíla á svæðinu.“
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. 22. nóvember 2024 12:59 Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. 22. nóvember 2024 11:09 Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar „Þetta er bara búið að vera mjög stöðugt í nótt,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um þróun gossins á Reykjanesskaga. 22. nóvember 2024 07:08 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. 22. nóvember 2024 12:59
Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. 22. nóvember 2024 11:09
Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar „Þetta er bara búið að vera mjög stöðugt í nótt,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um þróun gossins á Reykjanesskaga. 22. nóvember 2024 07:08