Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 09:30 Kvennalandslið Íslands er fastagestur á EM og það þrettánda besta í heimi. Það hefur þurft að spila mikilvæga heimaleiki á Kópavogsvelli, snemma dags, vegna aðstöðuleysis. vísir/Anton Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. Í gær var fjallað um stefnu flokkanna varðandi fjárhagslegan stuðning við íslenskt afreksfólk í íþróttum, og má lesa svör þeirra um það í fréttinni hér að neðan. Varðandi heimavelli landsliðanna þá bíða Íslendingar enn eftir fyrstu skóflustungu að nýrri þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, sem þó virðist það nýja íþróttamannvirki sem styst er í að rísi. Framkvæmdir standa yfir á Laugardalsvelli til þess að leggja þar blandað gras, með undirhita, í stað grasvallarins sem þar hefur alltaf verið, en það tekst þó ekki í tæka tíð fyrir næsta heimaleik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem spila þarf heimaleik erlendis í mars. Áður hafa íslenska kvennalandsliðið og Breiðablik og Víkingur þurft að spila alþjóðlega leiki á Kópavogsvelli, og þurft að gera það snemma dags vegna óviðunandi flóðlýsingar. Laugardalsvöllur hefur áður verið þjóðarleikvangur í frjálsum íþróttum en með yfirstandandi framkvæmdum er endanlega ljóst að hann verður það ekki lengur. Vísir spurði flokkana: Hver er stefna flokksins í málefnum þjóðarleikvanga í íþróttum? Sósíalistaflokkurinn: Flokkurinn hefur enga sérstaka stefnu hvað þjóðarleikvang varðar sérstaklega. Við erum hinsvegar þeirrar skoðunar að íþróttir séu eins og menning afar dýrmætur hluti af samfélaginu og viljum veg þeirra sem mestann. Þar sem Laugardalsvöllur var gefinn KSÍ á sínum tíma er auðséð að næsta íþróttamannvirki eins og þjóðarleikvangur verði út frá forsendum frjálsíþrótta. Miðflokkurinn: Miðflokkurinn vill að öllum sé gert kleift að stunda íþróttir óháð efnahag. Til þess að það sé unnt leggur Miðflokkurinn áherslu á að ríki og sveitarfélög styðji vel við skipulagða starfsemi íþróttahreyfingarinnar svo hún geti betur gegnt sínu mikilvæga samfélagslega hlutverki. Dagbjartur Daði Jónsson fær ekki að kasta spjóti á nýja, blandaða grasinu á Laugardalsvelli. Beðið er eftir nýjum frjálsíþróttaleikvangi.Getty/David Ramos Framsóknarflokkurinn: Framsókn er flokkur framkvæmda í íþróttamannvirkjum og stefna okkar í málefnum þjóðarleikvanga í íþróttum er ekki bara einföld heldur að mestu komin á framkvæmdastig! Bygging Þjóðarhallar er fullfjármögnuð og hefst á næsta ári. Verið er að skipta um gras á Laugardalsvelli og unnið er að því að byggja völlinn upp sem verðugan þjóðarleikvang knattspyrnu á Íslandi til framtíðar. Hafin er undirbúningsvinna við uppbyggingu nýs frjálsíþróttavallar í Laugardalnum. Flokkur fólksins: Við viljum fresta áformum um uppbyggingu þjóðarleikvanga þar til búið er að ná fram jafnvægi í ríkisbúskapnum, sem er í dag rekinn með tugmilljarða króna halla. Við verðum að ná niður verðbólgu og okurvöxtum og því er ekki hægt að auka á þenslu í árferði sem þessu. Sjálfstæðisflokkurinn: Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt stutt uppbyggingu þjóðarleikvangs í Laugardal. Mikilvægt að Reykjavíkurborg standi við sínar skuldbindingar í því samhengi. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að viðhalda öflugu íþróttastarfi í landinu og styðja við íþróttir á öllum stigum og æviskeiðum. Flokkurinn telur að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf hafi mikið forvarnagildi og eflir félagsþroska. Í þessu samhengi er mikilvægt að ljúka uppbyggingu þjóðarleikvangs og þjóðarhallar. Einnig er lögð áhersla á að skoða rekstrarfyrirkomulag og samþættingu rekstrar þeirra íþróttamannvirkja með það fyrir augum að bæta þjónustu og auka nýtingu og hagkvæmni. Björgvin Páll Gústavsson er vanur að spila heimaleiki í Laugardalshöll. Enn er beðið eftir fyrstu skóflustungu að nýrri þjóðarhöll.vísir/Anton Viðreisn: Við þurfum vissulega að sýna aðhald í ríkisfjármálum í kjölfar efnahagsóstjórnar síðustu ára og forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Uppbygging þjóðarleikvanga þarf hins vegar að halda áfram og Viðreisn styður að þar komi einkaaðilar að málum með ríki og sveitarfélögum til að tryggja að svo verði. Samfylkingin: Samfylkingin styður öfluga æskulýðs- og íþróttastarfsemi á vegum frjálsra félaga og samtaka með stuðningi sveitarfélaga og ríkis. Bygging og viðhald íþróttamannvirkja er hluti af því en þar geta ríki og sveitarfélög komið inn af auknum krafti. Samfylkingin styður við uppbyggingu þjóðarhallar í samræmi við samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar að sama skapi styður Samfylkingin við og mun leggja sitt af mörkum til að þjóðarleikvangur verði að veruleika í samræmi við viljayfirlýsingu ríkisins, Reykjavíkurborgar, KSÍ og FRÍ. Píratar: Þó að Píratar hafi ekki formlega mótað stefnu um málefni þjóðarleikvanga, erum við meðvituð um mikilvægi íþrótta og heilbrigðs lífsstíls í samfélaginu. Við styðjum hugmyndir um að ýta undir samstarf milli hins opinbera, sveitarfélaga og íþróttafélaga til að byggja, þróa og viðhalda íþróttamannvirkjum sem uppfylla þarfir samfélagsins á sjálfbæran hátt. Flokkurinn leggur áherslu á lýðræðislegar ákvarðanatökur og gagnsæi í öllum stjórnmálum, og það á einnig við um ákvarðanir tengdar uppbyggingu og rekstri þjóðarleikvanga. Ef af yrði myndum við vilja leggja áherslu á að skapa aðstöðu fyrir fólk á öllum aldri og úr öllum greinum íþrótta. Leikvangurinn gæti hýst stórmót, æfingar og viðburði en jafnframt verið aðgengilegur almennum borgurum. Tryggvi Snær Hlinason gæti átt eftir að spila í nýrri þjóðarhöll á Íslandi áður en ferlinum lýkur en það veltur á stefnu stjórnvalda.vísir/Hulda Margrét Lýðræðisflokkurinn: Lýðræðisflokkurinn vill að stuðningur ríkisins við menningu, listir og íþróttir verði afnuminn samhliða auknum skattaafsláttum. Nú þegar geta skattborgarar sjálfir ráðstafað um 77 milljörðum árlega til félaga til almannaheilla. Það er mun lýðræðislegra fyrirkomulag að skattborgarar geti ráðstafað sínum eigin fjármunum beint til málefna sem þeim eru hjartfólgin. Vinstri græn: Við teljum mikilvægt að nýr þjóðarleikvangur endurspegli fjölbreytileika samfélagsins og stuðli að aukinni þátttöku allra hópa í íþróttum. Við leggjum höfuð áherslu á það að tryggja að aðstaða sé aðgengileg öllum iðkenndum, óháð kyni, fötlun eða uppruna. Í þessu felst að stuðla að auknu kynjajafnrétti í íþróttum hvað varðar fjárveitingar, aðstöðu og sýnileika. Þannig náum við enn meiri árangri í íþróttum. Alþingiskosningar 2024 Ný þjóðarhöll Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Í gær var fjallað um stefnu flokkanna varðandi fjárhagslegan stuðning við íslenskt afreksfólk í íþróttum, og má lesa svör þeirra um það í fréttinni hér að neðan. Varðandi heimavelli landsliðanna þá bíða Íslendingar enn eftir fyrstu skóflustungu að nýrri þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, sem þó virðist það nýja íþróttamannvirki sem styst er í að rísi. Framkvæmdir standa yfir á Laugardalsvelli til þess að leggja þar blandað gras, með undirhita, í stað grasvallarins sem þar hefur alltaf verið, en það tekst þó ekki í tæka tíð fyrir næsta heimaleik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem spila þarf heimaleik erlendis í mars. Áður hafa íslenska kvennalandsliðið og Breiðablik og Víkingur þurft að spila alþjóðlega leiki á Kópavogsvelli, og þurft að gera það snemma dags vegna óviðunandi flóðlýsingar. Laugardalsvöllur hefur áður verið þjóðarleikvangur í frjálsum íþróttum en með yfirstandandi framkvæmdum er endanlega ljóst að hann verður það ekki lengur. Vísir spurði flokkana: Hver er stefna flokksins í málefnum þjóðarleikvanga í íþróttum? Sósíalistaflokkurinn: Flokkurinn hefur enga sérstaka stefnu hvað þjóðarleikvang varðar sérstaklega. Við erum hinsvegar þeirrar skoðunar að íþróttir séu eins og menning afar dýrmætur hluti af samfélaginu og viljum veg þeirra sem mestann. Þar sem Laugardalsvöllur var gefinn KSÍ á sínum tíma er auðséð að næsta íþróttamannvirki eins og þjóðarleikvangur verði út frá forsendum frjálsíþrótta. Miðflokkurinn: Miðflokkurinn vill að öllum sé gert kleift að stunda íþróttir óháð efnahag. Til þess að það sé unnt leggur Miðflokkurinn áherslu á að ríki og sveitarfélög styðji vel við skipulagða starfsemi íþróttahreyfingarinnar svo hún geti betur gegnt sínu mikilvæga samfélagslega hlutverki. Dagbjartur Daði Jónsson fær ekki að kasta spjóti á nýja, blandaða grasinu á Laugardalsvelli. Beðið er eftir nýjum frjálsíþróttaleikvangi.Getty/David Ramos Framsóknarflokkurinn: Framsókn er flokkur framkvæmda í íþróttamannvirkjum og stefna okkar í málefnum þjóðarleikvanga í íþróttum er ekki bara einföld heldur að mestu komin á framkvæmdastig! Bygging Þjóðarhallar er fullfjármögnuð og hefst á næsta ári. Verið er að skipta um gras á Laugardalsvelli og unnið er að því að byggja völlinn upp sem verðugan þjóðarleikvang knattspyrnu á Íslandi til framtíðar. Hafin er undirbúningsvinna við uppbyggingu nýs frjálsíþróttavallar í Laugardalnum. Flokkur fólksins: Við viljum fresta áformum um uppbyggingu þjóðarleikvanga þar til búið er að ná fram jafnvægi í ríkisbúskapnum, sem er í dag rekinn með tugmilljarða króna halla. Við verðum að ná niður verðbólgu og okurvöxtum og því er ekki hægt að auka á þenslu í árferði sem þessu. Sjálfstæðisflokkurinn: Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt stutt uppbyggingu þjóðarleikvangs í Laugardal. Mikilvægt að Reykjavíkurborg standi við sínar skuldbindingar í því samhengi. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að viðhalda öflugu íþróttastarfi í landinu og styðja við íþróttir á öllum stigum og æviskeiðum. Flokkurinn telur að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf hafi mikið forvarnagildi og eflir félagsþroska. Í þessu samhengi er mikilvægt að ljúka uppbyggingu þjóðarleikvangs og þjóðarhallar. Einnig er lögð áhersla á að skoða rekstrarfyrirkomulag og samþættingu rekstrar þeirra íþróttamannvirkja með það fyrir augum að bæta þjónustu og auka nýtingu og hagkvæmni. Björgvin Páll Gústavsson er vanur að spila heimaleiki í Laugardalshöll. Enn er beðið eftir fyrstu skóflustungu að nýrri þjóðarhöll.vísir/Anton Viðreisn: Við þurfum vissulega að sýna aðhald í ríkisfjármálum í kjölfar efnahagsóstjórnar síðustu ára og forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Uppbygging þjóðarleikvanga þarf hins vegar að halda áfram og Viðreisn styður að þar komi einkaaðilar að málum með ríki og sveitarfélögum til að tryggja að svo verði. Samfylkingin: Samfylkingin styður öfluga æskulýðs- og íþróttastarfsemi á vegum frjálsra félaga og samtaka með stuðningi sveitarfélaga og ríkis. Bygging og viðhald íþróttamannvirkja er hluti af því en þar geta ríki og sveitarfélög komið inn af auknum krafti. Samfylkingin styður við uppbyggingu þjóðarhallar í samræmi við samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar að sama skapi styður Samfylkingin við og mun leggja sitt af mörkum til að þjóðarleikvangur verði að veruleika í samræmi við viljayfirlýsingu ríkisins, Reykjavíkurborgar, KSÍ og FRÍ. Píratar: Þó að Píratar hafi ekki formlega mótað stefnu um málefni þjóðarleikvanga, erum við meðvituð um mikilvægi íþrótta og heilbrigðs lífsstíls í samfélaginu. Við styðjum hugmyndir um að ýta undir samstarf milli hins opinbera, sveitarfélaga og íþróttafélaga til að byggja, þróa og viðhalda íþróttamannvirkjum sem uppfylla þarfir samfélagsins á sjálfbæran hátt. Flokkurinn leggur áherslu á lýðræðislegar ákvarðanatökur og gagnsæi í öllum stjórnmálum, og það á einnig við um ákvarðanir tengdar uppbyggingu og rekstri þjóðarleikvanga. Ef af yrði myndum við vilja leggja áherslu á að skapa aðstöðu fyrir fólk á öllum aldri og úr öllum greinum íþrótta. Leikvangurinn gæti hýst stórmót, æfingar og viðburði en jafnframt verið aðgengilegur almennum borgurum. Tryggvi Snær Hlinason gæti átt eftir að spila í nýrri þjóðarhöll á Íslandi áður en ferlinum lýkur en það veltur á stefnu stjórnvalda.vísir/Hulda Margrét Lýðræðisflokkurinn: Lýðræðisflokkurinn vill að stuðningur ríkisins við menningu, listir og íþróttir verði afnuminn samhliða auknum skattaafsláttum. Nú þegar geta skattborgarar sjálfir ráðstafað um 77 milljörðum árlega til félaga til almannaheilla. Það er mun lýðræðislegra fyrirkomulag að skattborgarar geti ráðstafað sínum eigin fjármunum beint til málefna sem þeim eru hjartfólgin. Vinstri græn: Við teljum mikilvægt að nýr þjóðarleikvangur endurspegli fjölbreytileika samfélagsins og stuðli að aukinni þátttöku allra hópa í íþróttum. Við leggjum höfuð áherslu á það að tryggja að aðstaða sé aðgengileg öllum iðkenndum, óháð kyni, fötlun eða uppruna. Í þessu felst að stuðla að auknu kynjajafnrétti í íþróttum hvað varðar fjárveitingar, aðstöðu og sýnileika. Þannig náum við enn meiri árangri í íþróttum.
Alþingiskosningar 2024 Ný þjóðarhöll Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira