Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2024 16:32 Mark Warner er leiðtogi leyniþjónustumálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og fyrrverandi forsetjóri fjarskiptafyrirtækis. Getty/Kent Nishimura Njósnaherferð og tölvuárásir yfirvalda í Kína er versta árás á samskiptakerfi Bandaríkjanna í sögu ríkisins, samkvæmt bandarískum öldungadeildarþingmanni. Hann segir kínverska hakkara hafa komist inn í tölvukerfi á annan tug fjarskiptafyrirtækja í Bandaríkjunum. Í viðtali við Washington Post segir Mark Warner að kínverskir hakkarar, sem tengist hópi sem kallaður er „Salt Typhoon“ hafi getað hlustað á símtöl í Bandaríkjunum í rauntíma og notað sér velvild starfsmanna fjarskiptafyrirtækja til að komast úr kerfi einu samskiptafyrirtækis í annað. Fregnir hafa borist af því að hakkararnir hafi í það minnsta reynt að hlusta á símtöl Donalds Trump og JD Vance, verðandi forseta og varaforseta Bandaríkjanna, auk annarra stjórnmálamanna. Warner, sem er Demókrati og formaður leyniþjónustumálanefndar öldungadeildarinnar, segir að hakkararnir hafi hreiðrað um sig í umræddum kerfum og enn hafi ekki tekist að loka á þá, þrátt fyrir að starfsmenn fjarskiptafyrirtækjanna hafi orðið varir við hakkarana í september. „Dyrnar að hlöðunni eru enn galopnar, eða í það minnsta vel opnar.“ Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa einnig lengi kvartað yfir ítrekuðum tölvuárásum kínverskra hakkara gegn stofnunum, rannsóknarstofum og fyrirtækjum, með því markmiði að koma gögnum yfir alls konar upplýsingar og þá sérstaklega upplýsingar um nýja tækni. Sjá einnig: Leki varpar ljósi á tíðar tölvuárásir Kínverja Þá hafa Bandaríkjamenn einnig sakað Kínverja um árásir á mikilvæga innvið í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Yfirvöld í Peking hafna öllum ásökunum sem þessum um tölvuárásir. Enn ein „versta“ árásin Warner segir að umfang árása kínversku hakkaranna hafa komið sér í opna skjöldu. Enn er verið að reyna að varpa ljósi á það hvernig þeir komust inn í kerfi fjarskiptafyrirtækjanna og hvaða gögnum þeir hafa náð þaðan. Eftir að upp komst um þá, hættu hakkaranir að gægjast í kerfin og sækja þaðan gögn og er það sagt hafa gert sérfræðingum erfitt með að ná utan um umfang aðgerða hakkaranna. Warner segir ljóst að ekki sé enn ljóst að fullu hvaða kerfi hakkararnir komust inn í og hve djúpt þeir komust, ef svo má segja. Hins vegar sé ljóst að árásin sé gífurlega alvarleg og segir Warner að hún sé mun alvarlegri en bæði Colonial Pipeline árásin og Solarwind árásin. Vitað er til þess að fyrirtæki eins og AT&T, Verizon og T-Mobile hafi orðið fyrir barðinu á hökkurunum. Warner segir öll stærstu fjarskiptafyrirtækin hafa verið skotmörk þeirra og að þau séu á annan tug. Þá segir þingmaðurinn að það hve gamlir sumir hluta fjarskiptakerfis Bandaríkjanna séu, sé kerfið sérstaklega viðkvæmt fyrir árásum sem þessum. Bandaríkin Tölvuárásir Kína Donald Trump Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Í viðtali við Washington Post segir Mark Warner að kínverskir hakkarar, sem tengist hópi sem kallaður er „Salt Typhoon“ hafi getað hlustað á símtöl í Bandaríkjunum í rauntíma og notað sér velvild starfsmanna fjarskiptafyrirtækja til að komast úr kerfi einu samskiptafyrirtækis í annað. Fregnir hafa borist af því að hakkararnir hafi í það minnsta reynt að hlusta á símtöl Donalds Trump og JD Vance, verðandi forseta og varaforseta Bandaríkjanna, auk annarra stjórnmálamanna. Warner, sem er Demókrati og formaður leyniþjónustumálanefndar öldungadeildarinnar, segir að hakkararnir hafi hreiðrað um sig í umræddum kerfum og enn hafi ekki tekist að loka á þá, þrátt fyrir að starfsmenn fjarskiptafyrirtækjanna hafi orðið varir við hakkarana í september. „Dyrnar að hlöðunni eru enn galopnar, eða í það minnsta vel opnar.“ Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa einnig lengi kvartað yfir ítrekuðum tölvuárásum kínverskra hakkara gegn stofnunum, rannsóknarstofum og fyrirtækjum, með því markmiði að koma gögnum yfir alls konar upplýsingar og þá sérstaklega upplýsingar um nýja tækni. Sjá einnig: Leki varpar ljósi á tíðar tölvuárásir Kínverja Þá hafa Bandaríkjamenn einnig sakað Kínverja um árásir á mikilvæga innvið í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Yfirvöld í Peking hafna öllum ásökunum sem þessum um tölvuárásir. Enn ein „versta“ árásin Warner segir að umfang árása kínversku hakkaranna hafa komið sér í opna skjöldu. Enn er verið að reyna að varpa ljósi á það hvernig þeir komust inn í kerfi fjarskiptafyrirtækjanna og hvaða gögnum þeir hafa náð þaðan. Eftir að upp komst um þá, hættu hakkaranir að gægjast í kerfin og sækja þaðan gögn og er það sagt hafa gert sérfræðingum erfitt með að ná utan um umfang aðgerða hakkaranna. Warner segir ljóst að ekki sé enn ljóst að fullu hvaða kerfi hakkararnir komust inn í og hve djúpt þeir komust, ef svo má segja. Hins vegar sé ljóst að árásin sé gífurlega alvarleg og segir Warner að hún sé mun alvarlegri en bæði Colonial Pipeline árásin og Solarwind árásin. Vitað er til þess að fyrirtæki eins og AT&T, Verizon og T-Mobile hafi orðið fyrir barðinu á hökkurunum. Warner segir öll stærstu fjarskiptafyrirtækin hafa verið skotmörk þeirra og að þau séu á annan tug. Þá segir þingmaðurinn að það hve gamlir sumir hluta fjarskiptakerfis Bandaríkjanna séu, sé kerfið sérstaklega viðkvæmt fyrir árásum sem þessum.
Bandaríkin Tölvuárásir Kína Donald Trump Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira