Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2024 16:32 Mark Warner er leiðtogi leyniþjónustumálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og fyrrverandi forsetjóri fjarskiptafyrirtækis. Getty/Kent Nishimura Njósnaherferð og tölvuárásir yfirvalda í Kína er versta árás á samskiptakerfi Bandaríkjanna í sögu ríkisins, samkvæmt bandarískum öldungadeildarþingmanni. Hann segir kínverska hakkara hafa komist inn í tölvukerfi á annan tug fjarskiptafyrirtækja í Bandaríkjunum. Í viðtali við Washington Post segir Mark Warner að kínverskir hakkarar, sem tengist hópi sem kallaður er „Salt Typhoon“ hafi getað hlustað á símtöl í Bandaríkjunum í rauntíma og notað sér velvild starfsmanna fjarskiptafyrirtækja til að komast úr kerfi einu samskiptafyrirtækis í annað. Fregnir hafa borist af því að hakkararnir hafi í það minnsta reynt að hlusta á símtöl Donalds Trump og JD Vance, verðandi forseta og varaforseta Bandaríkjanna, auk annarra stjórnmálamanna. Warner, sem er Demókrati og formaður leyniþjónustumálanefndar öldungadeildarinnar, segir að hakkararnir hafi hreiðrað um sig í umræddum kerfum og enn hafi ekki tekist að loka á þá, þrátt fyrir að starfsmenn fjarskiptafyrirtækjanna hafi orðið varir við hakkarana í september. „Dyrnar að hlöðunni eru enn galopnar, eða í það minnsta vel opnar.“ Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa einnig lengi kvartað yfir ítrekuðum tölvuárásum kínverskra hakkara gegn stofnunum, rannsóknarstofum og fyrirtækjum, með því markmiði að koma gögnum yfir alls konar upplýsingar og þá sérstaklega upplýsingar um nýja tækni. Sjá einnig: Leki varpar ljósi á tíðar tölvuárásir Kínverja Þá hafa Bandaríkjamenn einnig sakað Kínverja um árásir á mikilvæga innvið í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Yfirvöld í Peking hafna öllum ásökunum sem þessum um tölvuárásir. Enn ein „versta“ árásin Warner segir að umfang árása kínversku hakkaranna hafa komið sér í opna skjöldu. Enn er verið að reyna að varpa ljósi á það hvernig þeir komust inn í kerfi fjarskiptafyrirtækjanna og hvaða gögnum þeir hafa náð þaðan. Eftir að upp komst um þá, hættu hakkaranir að gægjast í kerfin og sækja þaðan gögn og er það sagt hafa gert sérfræðingum erfitt með að ná utan um umfang aðgerða hakkaranna. Warner segir ljóst að ekki sé enn ljóst að fullu hvaða kerfi hakkararnir komust inn í og hve djúpt þeir komust, ef svo má segja. Hins vegar sé ljóst að árásin sé gífurlega alvarleg og segir Warner að hún sé mun alvarlegri en bæði Colonial Pipeline árásin og Solarwind árásin. Vitað er til þess að fyrirtæki eins og AT&T, Verizon og T-Mobile hafi orðið fyrir barðinu á hökkurunum. Warner segir öll stærstu fjarskiptafyrirtækin hafa verið skotmörk þeirra og að þau séu á annan tug. Þá segir þingmaðurinn að það hve gamlir sumir hluta fjarskiptakerfis Bandaríkjanna séu, sé kerfið sérstaklega viðkvæmt fyrir árásum sem þessum. Bandaríkin Tölvuárásir Kína Donald Trump Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Í viðtali við Washington Post segir Mark Warner að kínverskir hakkarar, sem tengist hópi sem kallaður er „Salt Typhoon“ hafi getað hlustað á símtöl í Bandaríkjunum í rauntíma og notað sér velvild starfsmanna fjarskiptafyrirtækja til að komast úr kerfi einu samskiptafyrirtækis í annað. Fregnir hafa borist af því að hakkararnir hafi í það minnsta reynt að hlusta á símtöl Donalds Trump og JD Vance, verðandi forseta og varaforseta Bandaríkjanna, auk annarra stjórnmálamanna. Warner, sem er Demókrati og formaður leyniþjónustumálanefndar öldungadeildarinnar, segir að hakkararnir hafi hreiðrað um sig í umræddum kerfum og enn hafi ekki tekist að loka á þá, þrátt fyrir að starfsmenn fjarskiptafyrirtækjanna hafi orðið varir við hakkarana í september. „Dyrnar að hlöðunni eru enn galopnar, eða í það minnsta vel opnar.“ Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa einnig lengi kvartað yfir ítrekuðum tölvuárásum kínverskra hakkara gegn stofnunum, rannsóknarstofum og fyrirtækjum, með því markmiði að koma gögnum yfir alls konar upplýsingar og þá sérstaklega upplýsingar um nýja tækni. Sjá einnig: Leki varpar ljósi á tíðar tölvuárásir Kínverja Þá hafa Bandaríkjamenn einnig sakað Kínverja um árásir á mikilvæga innvið í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Yfirvöld í Peking hafna öllum ásökunum sem þessum um tölvuárásir. Enn ein „versta“ árásin Warner segir að umfang árása kínversku hakkaranna hafa komið sér í opna skjöldu. Enn er verið að reyna að varpa ljósi á það hvernig þeir komust inn í kerfi fjarskiptafyrirtækjanna og hvaða gögnum þeir hafa náð þaðan. Eftir að upp komst um þá, hættu hakkaranir að gægjast í kerfin og sækja þaðan gögn og er það sagt hafa gert sérfræðingum erfitt með að ná utan um umfang aðgerða hakkaranna. Warner segir ljóst að ekki sé enn ljóst að fullu hvaða kerfi hakkararnir komust inn í og hve djúpt þeir komust, ef svo má segja. Hins vegar sé ljóst að árásin sé gífurlega alvarleg og segir Warner að hún sé mun alvarlegri en bæði Colonial Pipeline árásin og Solarwind árásin. Vitað er til þess að fyrirtæki eins og AT&T, Verizon og T-Mobile hafi orðið fyrir barðinu á hökkurunum. Warner segir öll stærstu fjarskiptafyrirtækin hafa verið skotmörk þeirra og að þau séu á annan tug. Þá segir þingmaðurinn að það hve gamlir sumir hluta fjarskiptakerfis Bandaríkjanna séu, sé kerfið sérstaklega viðkvæmt fyrir árásum sem þessum.
Bandaríkin Tölvuárásir Kína Donald Trump Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira