Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 10:30 Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. Í samfélagi sem byggir á lögum og reglu er nauðsynlegt að við séum með öflugt kerfi sem getur tekið á móti einstaklingum sem hafa brotið af sér og jafnframt komið í veg fyrir endurtekin afbrot. Okkar fullnustukerfi byggist á því grundvallarsjónarmiði að þau sem fullnusta þurfa dóma komi aftur út í samfélagið. Uppbygging fullnustukerfisins hefur mikið um það segja hvernig sú vegferð heppnast. Staðan er sú að við erum í alvarlegri innviðaskuld í þessu kerfi og okkur skortir markvissa stefnu í málaflokknum. Við höfum því miður fengið of margar athugasemdir við hina ýmsu anga kerfisins, þar á meðal aðbúnað kvenfanga og húsakost t.d. í öryggisfangelsi okkar á Litla-Hrauni. Við þurfum nauðsynlega að ráðast í aðgerðir. Frá því að ég tók við embætti dómsmálaráðherra hef ég lagt áherslu á fullnustumálin og sett þrjú verkefni í skýran forgang. Það er bygging nýs öryggisfangelsis í stað Litla-Hrauns, heildarendurskoðun fullnustukerfisins og uppbygging viðunandi aðstöðu fyrir kvenfanga á Sogni. Allt gríðarlega mikilvæg verkefni sem eru öll í góðum farvegi. Mér gefst því miður ekki tími til að fylgja þeim öllum úr hlaði fyrir kosningar en það var einstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til að kynna uppbyggingu nýs öryggisfangelsis á Stóra-Hrauni, sem mun koma í stað Litla-Hrauns. Það verður nútíma öryggisfangelsi sem byggt verður að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og starfsfólks. Þetta er stórtækt verkefni og forsenda þess að við getum rekið fullnustukerfi sem tekur mið af þörfum samfélagsins og sem hvetur til endurhæfingar og nýrra tækifæra. Þetta verkefni er ekki bara bygging eða steypa; það hefur samfélagslegt gildi sem kemur öllum til góða. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir íslenskt samfélag, starfsfólk fangelsanna og ekki síst fanga og aðstandendur þeirra. Við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að tryggja samfélag sem byggir á reglu og réttlæti. Ég treysti því að nýja öryggisfangelsið muni ekki aðeins bæta kerfið heldur einnig stuðla að öruggara samfélagi þar sem öllum er boðið upp á réttlæti og möguleika á nýrri byrjun. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Fangelsismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. Í samfélagi sem byggir á lögum og reglu er nauðsynlegt að við séum með öflugt kerfi sem getur tekið á móti einstaklingum sem hafa brotið af sér og jafnframt komið í veg fyrir endurtekin afbrot. Okkar fullnustukerfi byggist á því grundvallarsjónarmiði að þau sem fullnusta þurfa dóma komi aftur út í samfélagið. Uppbygging fullnustukerfisins hefur mikið um það segja hvernig sú vegferð heppnast. Staðan er sú að við erum í alvarlegri innviðaskuld í þessu kerfi og okkur skortir markvissa stefnu í málaflokknum. Við höfum því miður fengið of margar athugasemdir við hina ýmsu anga kerfisins, þar á meðal aðbúnað kvenfanga og húsakost t.d. í öryggisfangelsi okkar á Litla-Hrauni. Við þurfum nauðsynlega að ráðast í aðgerðir. Frá því að ég tók við embætti dómsmálaráðherra hef ég lagt áherslu á fullnustumálin og sett þrjú verkefni í skýran forgang. Það er bygging nýs öryggisfangelsis í stað Litla-Hrauns, heildarendurskoðun fullnustukerfisins og uppbygging viðunandi aðstöðu fyrir kvenfanga á Sogni. Allt gríðarlega mikilvæg verkefni sem eru öll í góðum farvegi. Mér gefst því miður ekki tími til að fylgja þeim öllum úr hlaði fyrir kosningar en það var einstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til að kynna uppbyggingu nýs öryggisfangelsis á Stóra-Hrauni, sem mun koma í stað Litla-Hrauns. Það verður nútíma öryggisfangelsi sem byggt verður að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og starfsfólks. Þetta er stórtækt verkefni og forsenda þess að við getum rekið fullnustukerfi sem tekur mið af þörfum samfélagsins og sem hvetur til endurhæfingar og nýrra tækifæra. Þetta verkefni er ekki bara bygging eða steypa; það hefur samfélagslegt gildi sem kemur öllum til góða. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir íslenskt samfélag, starfsfólk fangelsanna og ekki síst fanga og aðstandendur þeirra. Við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að tryggja samfélag sem byggir á reglu og réttlæti. Ég treysti því að nýja öryggisfangelsið muni ekki aðeins bæta kerfið heldur einnig stuðla að öruggara samfélagi þar sem öllum er boðið upp á réttlæti og möguleika á nýrri byrjun. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun