Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. nóvember 2024 16:44 Vilhelm/ANTON Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins í færslu á Facebook og segir það ekkert nema eðlilegt að þingmenn taki „snúning“ og greiði atkvæði eftir eigin sannfæringu gagnvart málum frá ríkisstjórninni. Hún segir staðhæfingar formannsins miklar ýkjur. „Ráðherrar geta ekki verið hvumpnir yfir því, það er einfaldlega kveðið svo á um í þrígreiningu ríkisvalds að löggjafarvaldið liggur hjá þingmönnum en ekki ráðherrum,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í færslu sinni og svarar þar með orðum sem Sigurður lét falla í viðtali við mbl.is í gær. Í viðtalinu sagði hann að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi „trekk í trekk“ farið gegn stjórnarfrumvörpum í þinglegri meðferð. Sagði Sjálfstæðisflokkinn varla stjórntækan „Það hefur blasað við mér að það er á mörkunum að Sjálfstæðisflokkurinn, eins öflugur og hann hefur alltaf verið, er varla stjórntækur búinn að vera síðustu mánuðina. Enda sprengdi hann ríkisstjórnina,“ er haft eftir Sigurði. Hildur fann sig knúna til að svara þessum orðum Sigurðar og skaut að honum föstum skotum. Hún ítrekaði að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki í ríkisstjórn bara til þess að vera í ríkisstjórn. Þá áréttaði hún að þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu aldrei atkvæði gegn stjórnarmálum síðasta þingvetur. „Við vorum kosin til þess að ná árangri í tilteknum málum og ef róið er í aðra átt þá láta þingmenn okkar í sér heyra eðli málsins samkvæmt. Það er engin dyggð í því falin gagnvart kjósendum að sitja bara á hliðarlínunni og stimpla mál sem fara þvert gegn okkar sannfæringu til þess eins að halda í stólana,“ skrifaði Hildur. Sakar Sigurð um ýkjur Hildur viðurkennir að tvisvar hafi tiltekinn þingmaður setið hjá við afgreiðslu stjórnarmáls en ítrekar að það hafi í hvorugt skipti haft nokkur áhrif á afdrif þeirra mála. „Þannig að ef Sigurður Ingi kallar það að fara gegn stjórnarmálum trekk í trekk leyfi ég mér góðfúslega að segja að það sýnist mér vera nýjustu ýkjur úr Suðurkjördæmi.“ Hún tekur fram að hún erfi þetta ekki og viðurkennir að þingmenn flokksins geti verið harðir í horn að taka. „En það á við um alla þá sem brenna fyrir sýn sinni á samfélagið og er ekkert nema eðlilegt. Við náðum enda farsælum lendingum í langflestum tilfellum og sérlega gott að semja við hinn yndislega þingflokksformann Framsóknar. Èg óska þeim bara alls hins besta í baráttunni þó kappið sé kannski aðeins að stríða minninu hjá formanninum hvað þetta varðar.“ Færslu Hildar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Facebook-færsla Hildar.Skjáskot Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
„Ráðherrar geta ekki verið hvumpnir yfir því, það er einfaldlega kveðið svo á um í þrígreiningu ríkisvalds að löggjafarvaldið liggur hjá þingmönnum en ekki ráðherrum,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í færslu sinni og svarar þar með orðum sem Sigurður lét falla í viðtali við mbl.is í gær. Í viðtalinu sagði hann að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi „trekk í trekk“ farið gegn stjórnarfrumvörpum í þinglegri meðferð. Sagði Sjálfstæðisflokkinn varla stjórntækan „Það hefur blasað við mér að það er á mörkunum að Sjálfstæðisflokkurinn, eins öflugur og hann hefur alltaf verið, er varla stjórntækur búinn að vera síðustu mánuðina. Enda sprengdi hann ríkisstjórnina,“ er haft eftir Sigurði. Hildur fann sig knúna til að svara þessum orðum Sigurðar og skaut að honum föstum skotum. Hún ítrekaði að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki í ríkisstjórn bara til þess að vera í ríkisstjórn. Þá áréttaði hún að þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu aldrei atkvæði gegn stjórnarmálum síðasta þingvetur. „Við vorum kosin til þess að ná árangri í tilteknum málum og ef róið er í aðra átt þá láta þingmenn okkar í sér heyra eðli málsins samkvæmt. Það er engin dyggð í því falin gagnvart kjósendum að sitja bara á hliðarlínunni og stimpla mál sem fara þvert gegn okkar sannfæringu til þess eins að halda í stólana,“ skrifaði Hildur. Sakar Sigurð um ýkjur Hildur viðurkennir að tvisvar hafi tiltekinn þingmaður setið hjá við afgreiðslu stjórnarmáls en ítrekar að það hafi í hvorugt skipti haft nokkur áhrif á afdrif þeirra mála. „Þannig að ef Sigurður Ingi kallar það að fara gegn stjórnarmálum trekk í trekk leyfi ég mér góðfúslega að segja að það sýnist mér vera nýjustu ýkjur úr Suðurkjördæmi.“ Hún tekur fram að hún erfi þetta ekki og viðurkennir að þingmenn flokksins geti verið harðir í horn að taka. „En það á við um alla þá sem brenna fyrir sýn sinni á samfélagið og er ekkert nema eðlilegt. Við náðum enda farsælum lendingum í langflestum tilfellum og sérlega gott að semja við hinn yndislega þingflokksformann Framsóknar. Èg óska þeim bara alls hins besta í baráttunni þó kappið sé kannski aðeins að stríða minninu hjá formanninum hvað þetta varðar.“ Færslu Hildar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Facebook-færsla Hildar.Skjáskot
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira