Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2024 16:09 Úkraínskur hermaður gengur hjá líki rússnesks hermanns í austurhluta Úkraínu. Herforingi sem rússneskir herbloggarar hafa sakað um að bera ábyrgð á miklu mannfalli hefur verið rekinn úr starfi. AP/Alex Babenko Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir hafa rekið Gennady Anashkin herforingja vegna rangra skýrslna sem hann mun hafa sent yfirmönnum sínum. Hann stýrði aðgerðum rússneska hersins í austurhluta Úkraínu. Anashkin tók við stjórn svo kallaðs „suður hernaðarhéraðs Rússlands“ fyrr á þessu ári. Það er eitt fimm hernaðarhéraða Rússlands og spannar þrettán sambandsríki milli Svartahafs og Kaspíahafs. Nánar tiltekið er Anashkin sagður hafa verið rekinn vegna slæms gengis rússneskra hermanna nærri bænum Siversk, þar sem Rússum hefur orðið lítið ágengt á undanförnum mánuðum. Í frétt Reuters er haft eftir rússneskum herbloggurum að þeir hafi lengi kvartað yfir því að hermenn hafi verið sendir gegn vörnum Úkraínumanna við Siversk án stuðnings og skipulagningar. Rússar hafa sótt nokkuð fram í suðausturhluta Úkraínu á undanförnum mánuðum. Rybar, ein vinsælasta herbloggarasíða Rússlands, kvartaði yfir því hve langan tíma hefði tekið að reka Anashkin. Ljóst hefði verið fyrir tveimur mánuðum að það væri nauðsynlegt. Rússneski útlagamiðilinn Meduza hefur eftir bloggurum, sem hafa oft góða heimildarmenn í rússneska hernum, að Anashkin hafi verið sakaður um að lýsa því yfir að hann hefði hernumið bæi sem hann hefði ekki tekið í rauninni. Þá hefði hann misst gífurlegan fjölda hermanna við að ná þeim bæjum sem hann hefði raunverulega náð. Varnarmálaráðuneytið hefur ekki staðfest brottrekstur Anashkin en einn rússneskur miðill, sem þykir hliðhollur Kreml, hefur eftir heimildarmanni sínum í ráðuneytinu að lengi hafi staðið til að skipta um herforingja á svæðinu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Rússar hafa sent loftvarnarkerfi og flugskeyti til Norður-Kóreu og er það í skiptum fyrir hermenn sem sendir hafa verið til Rússlands. Þá hafa Norðurkóreumenn einnig fengið tækni varðandi gervihnetti frá Rússum, samkvæmt þjóðaröryggisráðherra Suður-Kóreu. 22. nóvember 2024 13:31 Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa tekið að minnsta kosti tíu úkraínska stríðsfanga af lífi í Kúrsk-héraði á dögunum. Aftakan var fönguð á myndband með dróna en slíkum myndböndum af aftökum og myndböndum sem rússneskir hermenn hafa sjálfir tekið, hefur farið verulega fjölgandi á undanförnum vikum. 21. nóvember 2024 16:51 Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira
Anashkin tók við stjórn svo kallaðs „suður hernaðarhéraðs Rússlands“ fyrr á þessu ári. Það er eitt fimm hernaðarhéraða Rússlands og spannar þrettán sambandsríki milli Svartahafs og Kaspíahafs. Nánar tiltekið er Anashkin sagður hafa verið rekinn vegna slæms gengis rússneskra hermanna nærri bænum Siversk, þar sem Rússum hefur orðið lítið ágengt á undanförnum mánuðum. Í frétt Reuters er haft eftir rússneskum herbloggurum að þeir hafi lengi kvartað yfir því að hermenn hafi verið sendir gegn vörnum Úkraínumanna við Siversk án stuðnings og skipulagningar. Rússar hafa sótt nokkuð fram í suðausturhluta Úkraínu á undanförnum mánuðum. Rybar, ein vinsælasta herbloggarasíða Rússlands, kvartaði yfir því hve langan tíma hefði tekið að reka Anashkin. Ljóst hefði verið fyrir tveimur mánuðum að það væri nauðsynlegt. Rússneski útlagamiðilinn Meduza hefur eftir bloggurum, sem hafa oft góða heimildarmenn í rússneska hernum, að Anashkin hafi verið sakaður um að lýsa því yfir að hann hefði hernumið bæi sem hann hefði ekki tekið í rauninni. Þá hefði hann misst gífurlegan fjölda hermanna við að ná þeim bæjum sem hann hefði raunverulega náð. Varnarmálaráðuneytið hefur ekki staðfest brottrekstur Anashkin en einn rússneskur miðill, sem þykir hliðhollur Kreml, hefur eftir heimildarmanni sínum í ráðuneytinu að lengi hafi staðið til að skipta um herforingja á svæðinu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Rússar hafa sent loftvarnarkerfi og flugskeyti til Norður-Kóreu og er það í skiptum fyrir hermenn sem sendir hafa verið til Rússlands. Þá hafa Norðurkóreumenn einnig fengið tækni varðandi gervihnetti frá Rússum, samkvæmt þjóðaröryggisráðherra Suður-Kóreu. 22. nóvember 2024 13:31 Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa tekið að minnsta kosti tíu úkraínska stríðsfanga af lífi í Kúrsk-héraði á dögunum. Aftakan var fönguð á myndband með dróna en slíkum myndböndum af aftökum og myndböndum sem rússneskir hermenn hafa sjálfir tekið, hefur farið verulega fjölgandi á undanförnum vikum. 21. nóvember 2024 16:51 Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira
Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Rússar hafa sent loftvarnarkerfi og flugskeyti til Norður-Kóreu og er það í skiptum fyrir hermenn sem sendir hafa verið til Rússlands. Þá hafa Norðurkóreumenn einnig fengið tækni varðandi gervihnetti frá Rússum, samkvæmt þjóðaröryggisráðherra Suður-Kóreu. 22. nóvember 2024 13:31
Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa tekið að minnsta kosti tíu úkraínska stríðsfanga af lífi í Kúrsk-héraði á dögunum. Aftakan var fönguð á myndband með dróna en slíkum myndböndum af aftökum og myndböndum sem rússneskir hermenn hafa sjálfir tekið, hefur farið verulega fjölgandi á undanförnum vikum. 21. nóvember 2024 16:51
Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22