Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 09:32 Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði frábært mark í bikarleik Wolfsburg um helgina. Markið var líka langþráð fyrir íslenska landsliðsframherjann. Getty/Swen Pförtner/ Sveindís Jane Jónsdóttir endaði 49 daga bið sína eftir marki hjá Wolfsburg með stórglæsilegu marki um helgina. Sveindís skoraði markið með heimsklassa afgreiðslu og markið var liði hennar líka gríðarlega mikilvægt í bikarsigri. Sveindís breytti leiknum með tveimur mörkum og einni stoðsendingu og sá öðrum fremur til þess að Wolfsburg er komið í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar. Sveindís kom inn á sem varamaður á 72. mínútu eftir að hafa misst af Meistaradeildarleiknum í vikunni. Hún kom hungruð inn á völinn og lét til sín taka. Wolfsburg var þarna 1-0 undir í leiknum og þurfti á hjálp að halda. Liðið jafnaði á 82. mínútu og Sveindís kom þeim síðan yfir þremur mínútum síðar. Sveindís gerði síðan út um leikinn með því að skora fjórða markið og sitt annað mark í uppbótartíma leiksins. Í millitíðinni lagði Sveindís síðan upp skallamark fyrir Fennu Kalma eftir frábæra fyrirgjöf frá vinstri. Fyrra markið sitt skoraði Sveindís með heimsklassa afgreiðslu, fékk boltann fyrir utan teiginn, lék fram hjá einum varnarmanni á laglegan hátt áður en hún þrumaði boltanum upp í þaknetið utarlega úr teignum. Frábær afgreiðsla. Seinna markið skoraði hún af stuttu færi eftir að hafa verið fyrst að átta sig eftir að markvörður Mainz varði skalla liðsfélaga hennar. Þetta voru langþráð mörk fyrir okkar konu sem hafði ekki skorað fyrir Wolfsburg síðan hún skoraði eitt markanna í 5-0 sigri á Leipzig 4. október síðastliðinn. Hún er alls með þrjú mörk í fjórtán leikjum í deild (1), bikar (2) og Evrópukeppnum (0) á þessu tímabili. Það má sjá mörkin hennar sem og stoðsendinguna hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=TrTQbXZePR0">watch on YouTube</a> Þýski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
Sveindís skoraði markið með heimsklassa afgreiðslu og markið var liði hennar líka gríðarlega mikilvægt í bikarsigri. Sveindís breytti leiknum með tveimur mörkum og einni stoðsendingu og sá öðrum fremur til þess að Wolfsburg er komið í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar. Sveindís kom inn á sem varamaður á 72. mínútu eftir að hafa misst af Meistaradeildarleiknum í vikunni. Hún kom hungruð inn á völinn og lét til sín taka. Wolfsburg var þarna 1-0 undir í leiknum og þurfti á hjálp að halda. Liðið jafnaði á 82. mínútu og Sveindís kom þeim síðan yfir þremur mínútum síðar. Sveindís gerði síðan út um leikinn með því að skora fjórða markið og sitt annað mark í uppbótartíma leiksins. Í millitíðinni lagði Sveindís síðan upp skallamark fyrir Fennu Kalma eftir frábæra fyrirgjöf frá vinstri. Fyrra markið sitt skoraði Sveindís með heimsklassa afgreiðslu, fékk boltann fyrir utan teiginn, lék fram hjá einum varnarmanni á laglegan hátt áður en hún þrumaði boltanum upp í þaknetið utarlega úr teignum. Frábær afgreiðsla. Seinna markið skoraði hún af stuttu færi eftir að hafa verið fyrst að átta sig eftir að markvörður Mainz varði skalla liðsfélaga hennar. Þetta voru langþráð mörk fyrir okkar konu sem hafði ekki skorað fyrir Wolfsburg síðan hún skoraði eitt markanna í 5-0 sigri á Leipzig 4. október síðastliðinn. Hún er alls með þrjú mörk í fjórtán leikjum í deild (1), bikar (2) og Evrópukeppnum (0) á þessu tímabili. Það má sjá mörkin hennar sem og stoðsendinguna hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=TrTQbXZePR0">watch on YouTube</a>
Þýski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira