Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2024 11:46 Andri Steinn telur vert að taka skýrt fram að með því að strika Dag út en kjósa annan flokk sé sá hinn sami að gera kjörseðil sinn ógildan. vísir/vilhelm/facebook Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við frétt Vísis sem hann telur geta alið á misskilningi. Hann segir vert að taka vel utan um hvað má og hvað ekki má í kjörklefanum. „Það verður að koma þarna fram að það ógildi atkvæðið að fara eftir þessum fyrirmælum,“ segir Andri Steinn. Andri er að tala um grínaktuga frétt af orðahnippingum Dags B. Eggertssonar frambjóðanda Samfylkingarinnar og manns á Facebook sem spyr hvort hann kunni ekki að skammast sín? Dagur svarar snarlega og hvetur alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika sig út. Brandarar eru eins og að kryfja frosk, þú þarft að drepa hann til þess. En Dagur er þarna að hafa í flimtingum að ef einhver kýs tiltekinn flokk en strikar út frambjóðanda annars lista, þá er sá hinn sami að gera sitt atkvæði ógilt. „Það er fullt af fólki þarna úti sem veit ekkert hvernig þetta gengur fyrir sig,“ segir Andri Steinn. Hann telur ekki úr vegi að útskýra fyrir fólki hvað má og hvað ekki í þessu. Hann er þó ekki á því að það kveði rammt að þessu en hann hafi vissulega heyrt af slíkum tilvikum frá fólki úr talningunni. Og það hefur fréttastofan einnig gert. Til að mynda af manni sem fyrir löngu kaus í Kópavogi Samfylkinguna en lýsti því jafnframt hróðugur yfir að hann hefði strikað yfir Gunnar I. Birgisson oddvita Sjálfstæðisflokksins þar í bæ. Allur er varinn góður. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Það verður að koma þarna fram að það ógildi atkvæðið að fara eftir þessum fyrirmælum,“ segir Andri Steinn. Andri er að tala um grínaktuga frétt af orðahnippingum Dags B. Eggertssonar frambjóðanda Samfylkingarinnar og manns á Facebook sem spyr hvort hann kunni ekki að skammast sín? Dagur svarar snarlega og hvetur alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika sig út. Brandarar eru eins og að kryfja frosk, þú þarft að drepa hann til þess. En Dagur er þarna að hafa í flimtingum að ef einhver kýs tiltekinn flokk en strikar út frambjóðanda annars lista, þá er sá hinn sami að gera sitt atkvæði ógilt. „Það er fullt af fólki þarna úti sem veit ekkert hvernig þetta gengur fyrir sig,“ segir Andri Steinn. Hann telur ekki úr vegi að útskýra fyrir fólki hvað má og hvað ekki í þessu. Hann er þó ekki á því að það kveði rammt að þessu en hann hafi vissulega heyrt af slíkum tilvikum frá fólki úr talningunni. Og það hefur fréttastofan einnig gert. Til að mynda af manni sem fyrir löngu kaus í Kópavogi Samfylkinguna en lýsti því jafnframt hróðugur yfir að hann hefði strikað yfir Gunnar I. Birgisson oddvita Sjálfstæðisflokksins þar í bæ. Allur er varinn góður.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira