Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar 25. nóvember 2024 14:12 Í vikunni birtist greinin Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? eftir Magnús Loga Kristinsson myndlistarmann. Þar lýsir hann hversu öflugur menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur verið. Undirrituð eru sammála þeim orðum Magnúsar að „Það er ekki sjálfgefið að þjóð eigi menningarráðherra sem stendur með menningarlífinu í landinu í blíðu og stríðu. Lilja Alfreðsdóttir hefur verið þessi menningarmálaráðherra.“ Við undirrituð lýsum af sömu ástæðu yfir stuðningi við Lilju, þakklát fyrir þau fjölmörgu verk sem hún hefur komið til leiðar á undanförnum 7 árum fyrir menningu og skapandi greinar. Klettur í hafinu Á undanförum árum hefur orðið umtalsverð breyting á orðræðu um listirnar sem, eins og Magnús bendir á í greininni, hefur í gegnum tíðina helst verið hampað á tyllidögum.“Þar skiptir framlag Lilju miklu máli, en hún hefur verið óhrædd við að standa með sínum málaflokkum í logni jafnt sem andstreymi. Hún hefur þorað að stíga fram, taka slaginn og benda á staðreyndir til draga fram hversu umfangsmikið framlag menningar- og skapandi greina er til samfélagsins. Þannig hefur hún staðið sem klettur í hafinu með þessum greinum, og það hefur hefur hún gert á tyllidögum jafnt sem öðrum dögum - og framkvæmt í takt við það. Orð hafa staðið upp á punkt og prik Það sem undirrituð kunna virkilega að meta við Lilju er að hún stendur við orð sín, og leggur sig alla fram við að klára þau mál sem hún segist ætla að klára. Löng afrekaskrá hennar varpar skýru ljósi á þetta og við í hinum klassíska söngheimi höfum fylgst með henni vinna af fullum krafti við að koma Þjóðaróperu til leiðar sem yrði lyftistöng fyrir menningarlíf landsins. Þjóðaróperunni er ætlað að þjóna landinu öllu og yrði stofnuð innan Þjóðleikhússins sem þýðir samnýtingu á ýmissi stoðþjónustu eins búningadeildum, markaðsdeildum o.fl. Það gefur aukinn slagkraft fyrir hina listrænu sköpun til að miðla til landsmanna, líkt og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Takk Lilja Við viljum sjá Lilju Alfreðsdóttur áfram á Alþingi. Það er ekki sjálfgefið að í ríkisstjórn sitji jafn afkastamikill ráðherra sem ber hag menningar og skapandi greina raunverulega fyrir brjósti. Við viljum því þakka Lilju fyrir öll hennar góðu störf, lýsa yfir stuðningi við hana og gera okkar til að tryggja eitt lag enn með Lilju á þingi næstu fjögur ár. Höfundar eru Andri Björn Róbertsson, Benedikt Kristjánsson, Edda Austmann Harðardóttir, Eggert Reginn Kjartansson, Egill Árni Pálsson, Guja Sandholt, Hallveig Rúnarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Ólafur Freyr Birkisson, Vera Hjördís Matsdóttir og Þóra Einarsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Menning Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Í vikunni birtist greinin Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? eftir Magnús Loga Kristinsson myndlistarmann. Þar lýsir hann hversu öflugur menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur verið. Undirrituð eru sammála þeim orðum Magnúsar að „Það er ekki sjálfgefið að þjóð eigi menningarráðherra sem stendur með menningarlífinu í landinu í blíðu og stríðu. Lilja Alfreðsdóttir hefur verið þessi menningarmálaráðherra.“ Við undirrituð lýsum af sömu ástæðu yfir stuðningi við Lilju, þakklát fyrir þau fjölmörgu verk sem hún hefur komið til leiðar á undanförnum 7 árum fyrir menningu og skapandi greinar. Klettur í hafinu Á undanförum árum hefur orðið umtalsverð breyting á orðræðu um listirnar sem, eins og Magnús bendir á í greininni, hefur í gegnum tíðina helst verið hampað á tyllidögum.“Þar skiptir framlag Lilju miklu máli, en hún hefur verið óhrædd við að standa með sínum málaflokkum í logni jafnt sem andstreymi. Hún hefur þorað að stíga fram, taka slaginn og benda á staðreyndir til draga fram hversu umfangsmikið framlag menningar- og skapandi greina er til samfélagsins. Þannig hefur hún staðið sem klettur í hafinu með þessum greinum, og það hefur hefur hún gert á tyllidögum jafnt sem öðrum dögum - og framkvæmt í takt við það. Orð hafa staðið upp á punkt og prik Það sem undirrituð kunna virkilega að meta við Lilju er að hún stendur við orð sín, og leggur sig alla fram við að klára þau mál sem hún segist ætla að klára. Löng afrekaskrá hennar varpar skýru ljósi á þetta og við í hinum klassíska söngheimi höfum fylgst með henni vinna af fullum krafti við að koma Þjóðaróperu til leiðar sem yrði lyftistöng fyrir menningarlíf landsins. Þjóðaróperunni er ætlað að þjóna landinu öllu og yrði stofnuð innan Þjóðleikhússins sem þýðir samnýtingu á ýmissi stoðþjónustu eins búningadeildum, markaðsdeildum o.fl. Það gefur aukinn slagkraft fyrir hina listrænu sköpun til að miðla til landsmanna, líkt og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Takk Lilja Við viljum sjá Lilju Alfreðsdóttur áfram á Alþingi. Það er ekki sjálfgefið að í ríkisstjórn sitji jafn afkastamikill ráðherra sem ber hag menningar og skapandi greina raunverulega fyrir brjósti. Við viljum því þakka Lilju fyrir öll hennar góðu störf, lýsa yfir stuðningi við hana og gera okkar til að tryggja eitt lag enn með Lilju á þingi næstu fjögur ár. Höfundar eru Andri Björn Róbertsson, Benedikt Kristjánsson, Edda Austmann Harðardóttir, Eggert Reginn Kjartansson, Egill Árni Pálsson, Guja Sandholt, Hallveig Rúnarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Ólafur Freyr Birkisson, Vera Hjördís Matsdóttir og Þóra Einarsdóttir.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar