Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar 25. nóvember 2024 14:12 Í vikunni birtist greinin Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? eftir Magnús Loga Kristinsson myndlistarmann. Þar lýsir hann hversu öflugur menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur verið. Undirrituð eru sammála þeim orðum Magnúsar að „Það er ekki sjálfgefið að þjóð eigi menningarráðherra sem stendur með menningarlífinu í landinu í blíðu og stríðu. Lilja Alfreðsdóttir hefur verið þessi menningarmálaráðherra.“ Við undirrituð lýsum af sömu ástæðu yfir stuðningi við Lilju, þakklát fyrir þau fjölmörgu verk sem hún hefur komið til leiðar á undanförnum 7 árum fyrir menningu og skapandi greinar. Klettur í hafinu Á undanförum árum hefur orðið umtalsverð breyting á orðræðu um listirnar sem, eins og Magnús bendir á í greininni, hefur í gegnum tíðina helst verið hampað á tyllidögum.“Þar skiptir framlag Lilju miklu máli, en hún hefur verið óhrædd við að standa með sínum málaflokkum í logni jafnt sem andstreymi. Hún hefur þorað að stíga fram, taka slaginn og benda á staðreyndir til draga fram hversu umfangsmikið framlag menningar- og skapandi greina er til samfélagsins. Þannig hefur hún staðið sem klettur í hafinu með þessum greinum, og það hefur hefur hún gert á tyllidögum jafnt sem öðrum dögum - og framkvæmt í takt við það. Orð hafa staðið upp á punkt og prik Það sem undirrituð kunna virkilega að meta við Lilju er að hún stendur við orð sín, og leggur sig alla fram við að klára þau mál sem hún segist ætla að klára. Löng afrekaskrá hennar varpar skýru ljósi á þetta og við í hinum klassíska söngheimi höfum fylgst með henni vinna af fullum krafti við að koma Þjóðaróperu til leiðar sem yrði lyftistöng fyrir menningarlíf landsins. Þjóðaróperunni er ætlað að þjóna landinu öllu og yrði stofnuð innan Þjóðleikhússins sem þýðir samnýtingu á ýmissi stoðþjónustu eins búningadeildum, markaðsdeildum o.fl. Það gefur aukinn slagkraft fyrir hina listrænu sköpun til að miðla til landsmanna, líkt og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Takk Lilja Við viljum sjá Lilju Alfreðsdóttur áfram á Alþingi. Það er ekki sjálfgefið að í ríkisstjórn sitji jafn afkastamikill ráðherra sem ber hag menningar og skapandi greina raunverulega fyrir brjósti. Við viljum því þakka Lilju fyrir öll hennar góðu störf, lýsa yfir stuðningi við hana og gera okkar til að tryggja eitt lag enn með Lilju á þingi næstu fjögur ár. Höfundar eru Andri Björn Róbertsson, Benedikt Kristjánsson, Edda Austmann Harðardóttir, Eggert Reginn Kjartansson, Egill Árni Pálsson, Guja Sandholt, Hallveig Rúnarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Ólafur Freyr Birkisson, Vera Hjördís Matsdóttir og Þóra Einarsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Menning Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í vikunni birtist greinin Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? eftir Magnús Loga Kristinsson myndlistarmann. Þar lýsir hann hversu öflugur menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur verið. Undirrituð eru sammála þeim orðum Magnúsar að „Það er ekki sjálfgefið að þjóð eigi menningarráðherra sem stendur með menningarlífinu í landinu í blíðu og stríðu. Lilja Alfreðsdóttir hefur verið þessi menningarmálaráðherra.“ Við undirrituð lýsum af sömu ástæðu yfir stuðningi við Lilju, þakklát fyrir þau fjölmörgu verk sem hún hefur komið til leiðar á undanförnum 7 árum fyrir menningu og skapandi greinar. Klettur í hafinu Á undanförum árum hefur orðið umtalsverð breyting á orðræðu um listirnar sem, eins og Magnús bendir á í greininni, hefur í gegnum tíðina helst verið hampað á tyllidögum.“Þar skiptir framlag Lilju miklu máli, en hún hefur verið óhrædd við að standa með sínum málaflokkum í logni jafnt sem andstreymi. Hún hefur þorað að stíga fram, taka slaginn og benda á staðreyndir til draga fram hversu umfangsmikið framlag menningar- og skapandi greina er til samfélagsins. Þannig hefur hún staðið sem klettur í hafinu með þessum greinum, og það hefur hefur hún gert á tyllidögum jafnt sem öðrum dögum - og framkvæmt í takt við það. Orð hafa staðið upp á punkt og prik Það sem undirrituð kunna virkilega að meta við Lilju er að hún stendur við orð sín, og leggur sig alla fram við að klára þau mál sem hún segist ætla að klára. Löng afrekaskrá hennar varpar skýru ljósi á þetta og við í hinum klassíska söngheimi höfum fylgst með henni vinna af fullum krafti við að koma Þjóðaróperu til leiðar sem yrði lyftistöng fyrir menningarlíf landsins. Þjóðaróperunni er ætlað að þjóna landinu öllu og yrði stofnuð innan Þjóðleikhússins sem þýðir samnýtingu á ýmissi stoðþjónustu eins búningadeildum, markaðsdeildum o.fl. Það gefur aukinn slagkraft fyrir hina listrænu sköpun til að miðla til landsmanna, líkt og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Takk Lilja Við viljum sjá Lilju Alfreðsdóttur áfram á Alþingi. Það er ekki sjálfgefið að í ríkisstjórn sitji jafn afkastamikill ráðherra sem ber hag menningar og skapandi greina raunverulega fyrir brjósti. Við viljum því þakka Lilju fyrir öll hennar góðu störf, lýsa yfir stuðningi við hana og gera okkar til að tryggja eitt lag enn með Lilju á þingi næstu fjögur ár. Höfundar eru Andri Björn Róbertsson, Benedikt Kristjánsson, Edda Austmann Harðardóttir, Eggert Reginn Kjartansson, Egill Árni Pálsson, Guja Sandholt, Hallveig Rúnarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Ólafur Freyr Birkisson, Vera Hjördís Matsdóttir og Þóra Einarsdóttir.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar