Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir, Halldóra Sigríður Sveinsdóttir og Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifa 25. nóvember 2024 14:32 Við, íbúar í Ölfusi, stöndum á tímamótum þessi misserin. Okkur gefst nú kostur á að kjósa um hvort við viljum bjóða hingað umdeildum þýskum sementsrisa sem verður án efa stefnumótandi ákvörðun í atvinnumálum sveitarfélagsins. Umræðan í kringum málið hefur verið lífleg og augljóst að mikið liggur við enda er um að ræða starfsemi sem mun hafa áhrif á lífsgæði, náttúru og umhverfi okkar til framtíðar. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með aðdraganda fyrirhugaðrar íbúakosningar um verkefnið. Boðað hefur verið til íbúakosningar frá 25. nóvember til 9. desember, án þess að áhrif grjótmölunar á nærliggjandi starfsemi liggi fyrir, þó að sú ástæða hafi verið gefin fyrir frestum íbúakosningar í vor. Kynning verkefnisins hefur að mestu verið í höndum fyrirtækisins sjálfs, sem vart getur talist hlutlaust, en meirihluti bæjarstjórnar ekki talið það í sínum verkahring að taka þátt í kynningu máls eða miðlun upplýsinga til bæjarbúa er varðar verkefnið, kosti þess og galla. Það er að mati undirritaðra með ólíkindum að bæjarstjóri og meirihluti bæjarstjórnar telji það ekki í sínum verkahring að standa vörð um hagsmuni íbúa með því að miðla upplýsingum um ólíkar hliðar á svo stóru verkefni, því stærsta sem sóst hefur eftir að koma hingað. Sér í lagi í ljósi þess að þeir sérfræðingar sem fjallað hafa um áformin auk forsvarsmanna nærliggjandi landeldis hafa af því stórar áhyggjur. En þar með er ekki öll sagan sögð. Í öllu þessu ferli hefur sá bæjarfulltrúi sem hvað mest hefur látið sig málið varða, lagt sig fram um að miðla upplýsingum frá sérfræðingum, gagnrýna og upplýsa íbúa, mátt þola linnulausar árásir, tilraunir til þöggunar og svívirðingar. Nýjast dæmið átti sér stað á íbúafundi nýverið þar sem örvæntingarfullur karl, sem kominn var út í horn, sá sig knúinn til að hreinlega segja henni að þegja. Þessi framkoma var ekki ósvipuð þeirri sem ákveðnir fulltrúar meirihluta, auk bæjarstjóra, hafa tamið sér gagnvart umræddum bæjarfulltrúa minnihlutans allt þetta kjörtímabil. Umræddur bæjarfulltrúi hefur það eitt sér til saka unnið að gera það sem hún var lýðræðislega kjörin til að gera, að standa vörð um hagsmuni íbúa af hugsjón og eftir sinni bestu sannfæringu. Það er okkur sem hér skrifum til efs að karl hefði hlotið sömu meðferð og þá sem hún hefur mátt þola allt þetta kjörtímabil. Meirihluta bæjarstjórnar hefur verið tíðrætt um „að vanda umræðuna“ og „bera virðingu“. Við getum tekið undir það og þætti óskandi að hljóð og mynd færu saman hjá bæjarstjóra og meirihlutanum hvað það varðar. Margur heldur mig sig og það hefur verið kómískt á köflum að sjá menn stilla sér upp í hlutverki fórnarlambs, þá sömu og staðið hafa í sameiginlegum og linnulausum árásum á eina konu. Að endingu viljum við, undirritaðar, þakka Ásu Berglindi fyrir fyrir ómetanlegt starf í þágu okkar íbúa og fyrir þá umræðu sem hún hefur stuðlað að í aðdraganda stærstu ákvörðunar sem við höfum þurft að taka fyrir sveitarfélagið okkar. Við göngum upplýstari og undirbúnari til kosninga fyrir vikið. Höfundar eru íbúar í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við, íbúar í Ölfusi, stöndum á tímamótum þessi misserin. Okkur gefst nú kostur á að kjósa um hvort við viljum bjóða hingað umdeildum þýskum sementsrisa sem verður án efa stefnumótandi ákvörðun í atvinnumálum sveitarfélagsins. Umræðan í kringum málið hefur verið lífleg og augljóst að mikið liggur við enda er um að ræða starfsemi sem mun hafa áhrif á lífsgæði, náttúru og umhverfi okkar til framtíðar. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með aðdraganda fyrirhugaðrar íbúakosningar um verkefnið. Boðað hefur verið til íbúakosningar frá 25. nóvember til 9. desember, án þess að áhrif grjótmölunar á nærliggjandi starfsemi liggi fyrir, þó að sú ástæða hafi verið gefin fyrir frestum íbúakosningar í vor. Kynning verkefnisins hefur að mestu verið í höndum fyrirtækisins sjálfs, sem vart getur talist hlutlaust, en meirihluti bæjarstjórnar ekki talið það í sínum verkahring að taka þátt í kynningu máls eða miðlun upplýsinga til bæjarbúa er varðar verkefnið, kosti þess og galla. Það er að mati undirritaðra með ólíkindum að bæjarstjóri og meirihluti bæjarstjórnar telji það ekki í sínum verkahring að standa vörð um hagsmuni íbúa með því að miðla upplýsingum um ólíkar hliðar á svo stóru verkefni, því stærsta sem sóst hefur eftir að koma hingað. Sér í lagi í ljósi þess að þeir sérfræðingar sem fjallað hafa um áformin auk forsvarsmanna nærliggjandi landeldis hafa af því stórar áhyggjur. En þar með er ekki öll sagan sögð. Í öllu þessu ferli hefur sá bæjarfulltrúi sem hvað mest hefur látið sig málið varða, lagt sig fram um að miðla upplýsingum frá sérfræðingum, gagnrýna og upplýsa íbúa, mátt þola linnulausar árásir, tilraunir til þöggunar og svívirðingar. Nýjast dæmið átti sér stað á íbúafundi nýverið þar sem örvæntingarfullur karl, sem kominn var út í horn, sá sig knúinn til að hreinlega segja henni að þegja. Þessi framkoma var ekki ósvipuð þeirri sem ákveðnir fulltrúar meirihluta, auk bæjarstjóra, hafa tamið sér gagnvart umræddum bæjarfulltrúa minnihlutans allt þetta kjörtímabil. Umræddur bæjarfulltrúi hefur það eitt sér til saka unnið að gera það sem hún var lýðræðislega kjörin til að gera, að standa vörð um hagsmuni íbúa af hugsjón og eftir sinni bestu sannfæringu. Það er okkur sem hér skrifum til efs að karl hefði hlotið sömu meðferð og þá sem hún hefur mátt þola allt þetta kjörtímabil. Meirihluta bæjarstjórnar hefur verið tíðrætt um „að vanda umræðuna“ og „bera virðingu“. Við getum tekið undir það og þætti óskandi að hljóð og mynd færu saman hjá bæjarstjóra og meirihlutanum hvað það varðar. Margur heldur mig sig og það hefur verið kómískt á köflum að sjá menn stilla sér upp í hlutverki fórnarlambs, þá sömu og staðið hafa í sameiginlegum og linnulausum árásum á eina konu. Að endingu viljum við, undirritaðar, þakka Ásu Berglindi fyrir fyrir ómetanlegt starf í þágu okkar íbúa og fyrir þá umræðu sem hún hefur stuðlað að í aðdraganda stærstu ákvörðunar sem við höfum þurft að taka fyrir sveitarfélagið okkar. Við göngum upplýstari og undirbúnari til kosninga fyrir vikið. Höfundar eru íbúar í Ölfusi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun