Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 26. nóvember 2024 07:29 Það hefur verið erfitt að sitja á sér undanfarna daga þegar að frambjóðendur Samfylkingarinnar lofa betri tíð fyrir kjósendur með bættri efnahagsstjórn. Þar er rætt um að „negla niður verðbólgu og vexti“, eins og það sé einfalt verkefni. Á sama tíma heyrum við frambjóðendur Viðreisnar lofa jafnvægi á húsnæðismarkaði og vöxtum í takt við Evrópusambandið. Þar virðist hins vegar sú staðreynd hafa gleymst að lágir vextir innan ESB koma helst til vegna lítils hagvaxtar og staðnaðs efnahagslífs, sem telst seint eftirsóknarvert. Skuggastjórn borgarstjórnar Reykjavíkur Húsnæðisskortur er eitt stærsta viðfangsefni næstu ríkisstjórnar, og keppast flokkarnir við að leggja fram lausnir í þeim málaflokki. Það er aftur á móti ljóst að meirihlutinn í borgarstjórn, sem Viðreisn og Samfylkingin hafa átt aðkomu að um langa hríð, ber ríka ábyrgð á langvarandi vanda á húsnæðismarkaði. Einstrengisháttur þeirra í húsnæðisuppbyggingu hefur skapað viðvarandi skort á húsnæði með tilheyrandi hækkunum á húsnæðisverði og fasteignamati sem áfram leiðir til hækkana á fasteignasköttum um tugi þúsunda króna. Á sama tíma hefur þjónustan ekki batnað – ef eitthvað, þá hefur hún versnað. Langir biðlistar eftir leikskólaplássi og almennt lakari grunnþjónusta eru dæmi um það. Myllusteinn um háls ungs fólks Áhrif stefnu borgarstjórnar Reykjavíkur teygja sig lengra en til fasteignamarkaðarins. Húsnæðisverð hefur drifið áfram verðbólgu, sem hefur verið meginástæða hárra stýrivaxta um langa hríð. Þetta veldur óhjákvæmilega miklu álagi á ungar fjölskyldur, sem standa frammi fyrir háum greiðslum af lánum þannig minna er eftir til að mynda til að standa undir þátttöku barna þeirra í íþróttum eða öðrum dýrmætum tómstundum. Þá eru möguleikar ungs fólks til að kaupa sína fyrstu eign eða að stækka við sig þegar fjölskyldan stækkar takmarkaðir. Nýleg lækkun stýrivaxta Seðlabankans ber merki um árangur fráfarandi ríkisstjórnar, þrátt fyrir gagnrýni. Enn eru vextir alltof háir, en aðhald í ríkisfjármálum og tryggt framboð af húsnæði til lengri tíma eru lykilatriði við að ná niður verðbólgu og vöxtum. Í því samhengi skiptir miklu máli að greina loforð flokkanna í samhengi við raunverulega aðstæður. Það er því frekar kaldhæðnislegt að Viðreisn og Samfylkingin boði stórátaki í uppbyggingu húsnæðis á sama tíma og þau hafa lagt stein í götu nauðsynlegrar húsnæðisuppbyggingar með þeirri stefnu sem rekin hefur verið í borginni. Eða lofi að „útrýma biðlistum barna“ á sama tíma og biðlistar eftir leikskólaplássum í Reykjavík eru mun lengri en í öðrum sveitarfélögum á Höfuðborgarsvæðinu. Núverandi ríkisstjórn, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt grunninn að áframhaldandi vaxtalækkunum og aukinni velsæld. Það væri óráð að spilla þeim árangri með borgarferð undir leiðsögn Samfylkingar og Viðreisnar. Höfundur er hagfræðingur og ungur sjálfstæðismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið erfitt að sitja á sér undanfarna daga þegar að frambjóðendur Samfylkingarinnar lofa betri tíð fyrir kjósendur með bættri efnahagsstjórn. Þar er rætt um að „negla niður verðbólgu og vexti“, eins og það sé einfalt verkefni. Á sama tíma heyrum við frambjóðendur Viðreisnar lofa jafnvægi á húsnæðismarkaði og vöxtum í takt við Evrópusambandið. Þar virðist hins vegar sú staðreynd hafa gleymst að lágir vextir innan ESB koma helst til vegna lítils hagvaxtar og staðnaðs efnahagslífs, sem telst seint eftirsóknarvert. Skuggastjórn borgarstjórnar Reykjavíkur Húsnæðisskortur er eitt stærsta viðfangsefni næstu ríkisstjórnar, og keppast flokkarnir við að leggja fram lausnir í þeim málaflokki. Það er aftur á móti ljóst að meirihlutinn í borgarstjórn, sem Viðreisn og Samfylkingin hafa átt aðkomu að um langa hríð, ber ríka ábyrgð á langvarandi vanda á húsnæðismarkaði. Einstrengisháttur þeirra í húsnæðisuppbyggingu hefur skapað viðvarandi skort á húsnæði með tilheyrandi hækkunum á húsnæðisverði og fasteignamati sem áfram leiðir til hækkana á fasteignasköttum um tugi þúsunda króna. Á sama tíma hefur þjónustan ekki batnað – ef eitthvað, þá hefur hún versnað. Langir biðlistar eftir leikskólaplássi og almennt lakari grunnþjónusta eru dæmi um það. Myllusteinn um háls ungs fólks Áhrif stefnu borgarstjórnar Reykjavíkur teygja sig lengra en til fasteignamarkaðarins. Húsnæðisverð hefur drifið áfram verðbólgu, sem hefur verið meginástæða hárra stýrivaxta um langa hríð. Þetta veldur óhjákvæmilega miklu álagi á ungar fjölskyldur, sem standa frammi fyrir háum greiðslum af lánum þannig minna er eftir til að mynda til að standa undir þátttöku barna þeirra í íþróttum eða öðrum dýrmætum tómstundum. Þá eru möguleikar ungs fólks til að kaupa sína fyrstu eign eða að stækka við sig þegar fjölskyldan stækkar takmarkaðir. Nýleg lækkun stýrivaxta Seðlabankans ber merki um árangur fráfarandi ríkisstjórnar, þrátt fyrir gagnrýni. Enn eru vextir alltof háir, en aðhald í ríkisfjármálum og tryggt framboð af húsnæði til lengri tíma eru lykilatriði við að ná niður verðbólgu og vöxtum. Í því samhengi skiptir miklu máli að greina loforð flokkanna í samhengi við raunverulega aðstæður. Það er því frekar kaldhæðnislegt að Viðreisn og Samfylkingin boði stórátaki í uppbyggingu húsnæðis á sama tíma og þau hafa lagt stein í götu nauðsynlegrar húsnæðisuppbyggingar með þeirri stefnu sem rekin hefur verið í borginni. Eða lofi að „útrýma biðlistum barna“ á sama tíma og biðlistar eftir leikskólaplássum í Reykjavík eru mun lengri en í öðrum sveitarfélögum á Höfuðborgarsvæðinu. Núverandi ríkisstjórn, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt grunninn að áframhaldandi vaxtalækkunum og aukinni velsæld. Það væri óráð að spilla þeim árangri með borgarferð undir leiðsögn Samfylkingar og Viðreisnar. Höfundur er hagfræðingur og ungur sjálfstæðismaður.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun