Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Lovísa Arnardóttir skrifar 26. nóvember 2024 08:56 Kristín Edwald segir mikla spennu fyrir kosningunum. Sjálf verði hún á bakvakt á laugardag en í vinnu á sunnudag. Vísir/Vilhelm Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar segir mikilvægt að fólk vandi sig í kjörklefanum. Það eigi bara að setja X við sitt framboð og vilji það breyta eða strika út megi aðeins gera það við það framboð sem þau kjósa. Kristín segir landskjörstjórn í góðu sambandi við Veðurstofuna og ef veður verði svo slæmt á laugardag að ekki verði hægt að kjósa alls staðar sé heimild til að fresta kosningum í allt að viku. Alþingiskosningar fara fram á laugardag, 30. nóvember, en utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin. „Þegar þú ert kominn inn í kjörklefann þá seturðu X í kassa fyrir framan þann listabókstaf sem þú ætlar að kjósa,“ segir Kristín sem fór yfir framkvæmd kosninga frá A til Ö í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að seðillinn yrði líklega ekki dæmdur ógildur ef fólk hakaði við en að í lögum segi að það eigi að gera X, það sé því best að gera það. Þá segir hún að kjósendur megi breyta númeraröð á þeim lista sem þau kjósa, og aðeins á þeim lista. Vilji þau að frambjóðandi í 3. sæti sé í 1. sæti, til dæmis, setji þau einfaldlega 1 fyrir framan þriðja sætið og 3 fyrir framan fyrsta sætið. Hvað varðar útstrikanir má einnig aðeins strika út á þeim lista sem fólk kýs. Ætli fólk að strika út segir Kristín að það verði að muna að skilja eftir allavega eitt nafn á framboðslistanum, annað verði atkvæðið ógilt. „Svo er bara grundvallarreglan að eiga ekkert við kjörseðillinn að öðru leyti. Ekki strika út á öðrum listum og ekki setja inn hjörtu, broskarl eða einhverja vísu. Þá er atkvæðið ógilt,“ segir Kristín. Alls ekki eiga við aðra lista Hún segir stundum koma upp einhver vafaatriði eins og með til dæmis þegar fólk er skjálfhent og skrifar langt út á blað, eða rennur. Kjörstjórn reyni samt að meta atkvæðin þannig að ef vilji kjósanda er skýr þá sé atkvæðið gilt „Ef vilji kjósandans er skýr og það er ekkert verið að eiga við aðra lista heldur en viðkomandi kýs, og þetta er greinilega ekki auðkennandi tákn til að auðkenna eins og broskarl eða hjörtu þá er það yfirleitt tekið gilt.“ Hún segir ógild atkvæði hafa verið um 500 í síðustu forseta- og alþingiskosningum. Það sé ekki endilega verið að skrifa vísur á seðillinn en fólk setji stundum vísur með í kjörkassann þegar það kjósi. Það eigi ekki endilega að gera það. „Það á auðvitað ekki að setja neitt annað í kjörkassann en á að vera þar.“ Kristín segir gott fyrir fólk að vita að ef það heldur að það hafi gert kjörseðilinn ógildan þá megi það fá nýjan kjörseðil. Þá fari það fram og fái nýjan seðil hjá kjörstjórn, sem sér um að ógilda seðilinn. „Aldrei að sýna atkvæðaseðilinn,“ segir Kristín um það hvort kjósandi beri framkvæmdina undir kjörstjórn. Má fara aftur inn í kjörklefa Þá segir Kristín að fólk megi breyta sínum kjörseðli alveg þar til það setur kjörseðilinn ofan í kjörkassann. Sé það búið að fara inn í kjörklefann megi það fara aftur inn til að breyta atkvæði sínu ef það vill. Þá segir Kristín að fólk eigi ekki að koma með penna að heiman. Það megi aðeins nota þau gögn og skriffæri sem það fær á kjörstað. Gott er að kynna sér fyrir kjördag hvar á að kjósa. Kjörstaðir eru opnir frá 9 til 22.Vísir/Anton Brink Þau sem þurfa aðstoð við að kjósa eiga að tala við kjörstjórn þegar þau koma. Það séu reglur um hæfi þeirra sem mega aðstoða, sem dæmi megi ein manneskja ekki aðstoða fleiri en þrjá. Sé fólk ekki með aðstoðarmann getur það fengið kjörstjórnarmann til að aðstoða sig. Það sé samt best að vera búin að undirbúa það fyrir. Taka enga áhættu á laugardag með veður Veðurspáin er ekki góð á Austurlandi á laugardag og Norðvesturlandi. Kristín segir landskjörstjórn, ásamt Veðurstofunni, vera búna að setja upp ýmsar sviðsmyndir um þetta. „Það verður engin áhætta tekin með öryggi fólks. Hvorki varðandi það að fólk fari að setja sig í hættu til að komast á kjörstað eða að flytja talningarfólk á talningarstað, og þá verður ekki gefinn neinn afsláttur með öryggi kjörgagna eða atkvæða. Það er heimild fyrir því að fresta kjörfundi, til dæmis vegna veðurs, í allt að viku“ segir Kristín. Verði veður svo slæmt á einhverjum stöðum að það verður ekki hægt að kjósa má fresta kosningu um allt að viku. Verði það gert segi í lögunum að ekki megi byrja að telja fyrr en búið sé að kjósa. Verði kosið á þriðjudag á einhverjum stöðum verði allt landið að bíða með talningu þar til kosning er búin þar. Kristín segir það kjörstjórnar að ákveða hvernig fyrirkomulag kosningu yrði þyrfti að fresta. Ef veður yrði til dæmis slæmt á laugardag en ekki sunnudag væri hægt að fresta til sunnudaga. Kjörstjórn myndi þá ákveða hversu marga klukkutíma kjörstaðir yrðu opnir á sunnudag. Hvað varðar atkvæði að utan segir Kristín það á ábyrgð kjósenda að koma atkvæðunum heim og það komi ekki í ljós fyrr en á kjördag hvernig þau skili sér. Þrekvirki hjá landskjörstjórn Kristín segir jákvæða spenna fyrir kosningunum. Það sé allt vel undirbúið og búið að funda þétt því aðstæður eru öðruvísi, að kjósa um vetur. Starfsfólk landskjörstjórnar sé búið að vinna mikið þrekvirki að fara yfir lista og undirbúa kosningar með svo stuttum fyrirvara. Landskjörstjórn sé í þessum kosningum að við hlutverki yfirkjörstjórnar og það sé búið að vera mikið aukaálag. Á kjördag er landskjörstjórn í raun bara á bakvakt en funda strax á sunnudag. Yfirkjörstjórnir sjái um kosninguna sjálfa. Landskjörstjórn taki við talningaskýrslum á sunnudegi. Alþingiskosningar 2024 Bítið Veður Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Alþingiskosningar fara fram á laugardag, 30. nóvember, en utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin. „Þegar þú ert kominn inn í kjörklefann þá seturðu X í kassa fyrir framan þann listabókstaf sem þú ætlar að kjósa,“ segir Kristín sem fór yfir framkvæmd kosninga frá A til Ö í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að seðillinn yrði líklega ekki dæmdur ógildur ef fólk hakaði við en að í lögum segi að það eigi að gera X, það sé því best að gera það. Þá segir hún að kjósendur megi breyta númeraröð á þeim lista sem þau kjósa, og aðeins á þeim lista. Vilji þau að frambjóðandi í 3. sæti sé í 1. sæti, til dæmis, setji þau einfaldlega 1 fyrir framan þriðja sætið og 3 fyrir framan fyrsta sætið. Hvað varðar útstrikanir má einnig aðeins strika út á þeim lista sem fólk kýs. Ætli fólk að strika út segir Kristín að það verði að muna að skilja eftir allavega eitt nafn á framboðslistanum, annað verði atkvæðið ógilt. „Svo er bara grundvallarreglan að eiga ekkert við kjörseðillinn að öðru leyti. Ekki strika út á öðrum listum og ekki setja inn hjörtu, broskarl eða einhverja vísu. Þá er atkvæðið ógilt,“ segir Kristín. Alls ekki eiga við aðra lista Hún segir stundum koma upp einhver vafaatriði eins og með til dæmis þegar fólk er skjálfhent og skrifar langt út á blað, eða rennur. Kjörstjórn reyni samt að meta atkvæðin þannig að ef vilji kjósanda er skýr þá sé atkvæðið gilt „Ef vilji kjósandans er skýr og það er ekkert verið að eiga við aðra lista heldur en viðkomandi kýs, og þetta er greinilega ekki auðkennandi tákn til að auðkenna eins og broskarl eða hjörtu þá er það yfirleitt tekið gilt.“ Hún segir ógild atkvæði hafa verið um 500 í síðustu forseta- og alþingiskosningum. Það sé ekki endilega verið að skrifa vísur á seðillinn en fólk setji stundum vísur með í kjörkassann þegar það kjósi. Það eigi ekki endilega að gera það. „Það á auðvitað ekki að setja neitt annað í kjörkassann en á að vera þar.“ Kristín segir gott fyrir fólk að vita að ef það heldur að það hafi gert kjörseðilinn ógildan þá megi það fá nýjan kjörseðil. Þá fari það fram og fái nýjan seðil hjá kjörstjórn, sem sér um að ógilda seðilinn. „Aldrei að sýna atkvæðaseðilinn,“ segir Kristín um það hvort kjósandi beri framkvæmdina undir kjörstjórn. Má fara aftur inn í kjörklefa Þá segir Kristín að fólk megi breyta sínum kjörseðli alveg þar til það setur kjörseðilinn ofan í kjörkassann. Sé það búið að fara inn í kjörklefann megi það fara aftur inn til að breyta atkvæði sínu ef það vill. Þá segir Kristín að fólk eigi ekki að koma með penna að heiman. Það megi aðeins nota þau gögn og skriffæri sem það fær á kjörstað. Gott er að kynna sér fyrir kjördag hvar á að kjósa. Kjörstaðir eru opnir frá 9 til 22.Vísir/Anton Brink Þau sem þurfa aðstoð við að kjósa eiga að tala við kjörstjórn þegar þau koma. Það séu reglur um hæfi þeirra sem mega aðstoða, sem dæmi megi ein manneskja ekki aðstoða fleiri en þrjá. Sé fólk ekki með aðstoðarmann getur það fengið kjörstjórnarmann til að aðstoða sig. Það sé samt best að vera búin að undirbúa það fyrir. Taka enga áhættu á laugardag með veður Veðurspáin er ekki góð á Austurlandi á laugardag og Norðvesturlandi. Kristín segir landskjörstjórn, ásamt Veðurstofunni, vera búna að setja upp ýmsar sviðsmyndir um þetta. „Það verður engin áhætta tekin með öryggi fólks. Hvorki varðandi það að fólk fari að setja sig í hættu til að komast á kjörstað eða að flytja talningarfólk á talningarstað, og þá verður ekki gefinn neinn afsláttur með öryggi kjörgagna eða atkvæða. Það er heimild fyrir því að fresta kjörfundi, til dæmis vegna veðurs, í allt að viku“ segir Kristín. Verði veður svo slæmt á einhverjum stöðum að það verður ekki hægt að kjósa má fresta kosningu um allt að viku. Verði það gert segi í lögunum að ekki megi byrja að telja fyrr en búið sé að kjósa. Verði kosið á þriðjudag á einhverjum stöðum verði allt landið að bíða með talningu þar til kosning er búin þar. Kristín segir það kjörstjórnar að ákveða hvernig fyrirkomulag kosningu yrði þyrfti að fresta. Ef veður yrði til dæmis slæmt á laugardag en ekki sunnudag væri hægt að fresta til sunnudaga. Kjörstjórn myndi þá ákveða hversu marga klukkutíma kjörstaðir yrðu opnir á sunnudag. Hvað varðar atkvæði að utan segir Kristín það á ábyrgð kjósenda að koma atkvæðunum heim og það komi ekki í ljós fyrr en á kjördag hvernig þau skili sér. Þrekvirki hjá landskjörstjórn Kristín segir jákvæða spenna fyrir kosningunum. Það sé allt vel undirbúið og búið að funda þétt því aðstæður eru öðruvísi, að kjósa um vetur. Starfsfólk landskjörstjórnar sé búið að vinna mikið þrekvirki að fara yfir lista og undirbúa kosningar með svo stuttum fyrirvara. Landskjörstjórn sé í þessum kosningum að við hlutverki yfirkjörstjórnar og það sé búið að vera mikið aukaálag. Á kjördag er landskjörstjórn í raun bara á bakvakt en funda strax á sunnudag. Yfirkjörstjórnir sjái um kosninguna sjálfa. Landskjörstjórn taki við talningaskýrslum á sunnudegi.
Alþingiskosningar 2024 Bítið Veður Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira