ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 13:41 Það getur skipt öllu máli að leita sér þekkingar til að geta stutt við barn með ADHD. ADHD er ekki klippt og skorið og það getur svo sannarlega verið áskorun að eiga barn með ADHD. Setja skýr mörk en samt vera sveigjanlegur, geta sett sig í spor þeirra en á sama tíma gefið skýrt til kynna að það sért þú sem ræður. Mikilvægasta hlutverkið og jafnframt oft það erfiðasta sem foreldrar hafa er að styðja við og passa upp á sjálfsmynd barnsins að það læri á sjálft sig og kunni að byggja á styrkleikum sínum og vinna með veikleika sína. Ekkert barn hefur enga styrkleika en ef sjálfsmyndin er brotin er oft erfitt að setja fókusinn á styrkleika sína og meiri líkur á að barnið sýni óæskilega hegðun. Skilningur skiptir öllu og þá sérstaklega skilningur barnins á hvað það þýðir að vera með ADHD. Foreldrar, kennarar og aðrir sem móta umhverfi barnsins þurfa því að þekkja og skilja ADHD vel til þess að geta stutt við og frætt barnið. Þegar við höfum skilning á hlutunum eykst umburðarlyndi og vilji til að þjálfa færni sem nýtist í krefjandi aðstæðum. Kærleikur í kaos er foreldranámskeið sem er ætlað foreldrum barna á aldrinum 3 – 10 ára en nýtist öllum sem vilja læra betur inn á börn með ADHD. Kærleikur í kaos foreldranámskeiðið fer alfarið fram á vefnum, byggt upp sem fimm gagnvirkir þættir, barn með ADHD, fjölskyldan, leik og grunnskóli, viðurkenning og forðastu neikvæða athygli. Hver og einn getur nýtt námskeiðið á sínum hraða, hvar sem er og hvenær sem er. Þú getur valið að fara í gegnum alla þættina eða einungis þann sem hentar þínum aðstæðum og tekur á þeim verkefnum sem barnið og fjölskyldan glímir við hverju sinni. Allar upplýsingar um námskeiðið eru á heimasíðu ADHD samtakanna adhd.is Kærleikur í kaos eykur skilning og býður upp á úrræði sem hafa nýst fjölmörgum. Námskeiðið er vísindalega árangursmælt og hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Niðurstaðan hefur leitt í ljós að foreldrar öðlast betri færni í uppeldi barna með ADHD, árekstrum fækkar og það bætir um leið samband foreldra og barns. Hér er komið úrræði sem er einfalt í notkun og nýtist öllum sem eiga eða vinna með börnum með ADHD. Frábært skref í átt að því að byggja upp sterka sjálfsmynd hjá barni sem hefur skilning á sínu ADHD. Höfundur er grunnskólakennari og verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Kristín Gunnarsdóttir ADHD Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það getur skipt öllu máli að leita sér þekkingar til að geta stutt við barn með ADHD. ADHD er ekki klippt og skorið og það getur svo sannarlega verið áskorun að eiga barn með ADHD. Setja skýr mörk en samt vera sveigjanlegur, geta sett sig í spor þeirra en á sama tíma gefið skýrt til kynna að það sért þú sem ræður. Mikilvægasta hlutverkið og jafnframt oft það erfiðasta sem foreldrar hafa er að styðja við og passa upp á sjálfsmynd barnsins að það læri á sjálft sig og kunni að byggja á styrkleikum sínum og vinna með veikleika sína. Ekkert barn hefur enga styrkleika en ef sjálfsmyndin er brotin er oft erfitt að setja fókusinn á styrkleika sína og meiri líkur á að barnið sýni óæskilega hegðun. Skilningur skiptir öllu og þá sérstaklega skilningur barnins á hvað það þýðir að vera með ADHD. Foreldrar, kennarar og aðrir sem móta umhverfi barnsins þurfa því að þekkja og skilja ADHD vel til þess að geta stutt við og frætt barnið. Þegar við höfum skilning á hlutunum eykst umburðarlyndi og vilji til að þjálfa færni sem nýtist í krefjandi aðstæðum. Kærleikur í kaos er foreldranámskeið sem er ætlað foreldrum barna á aldrinum 3 – 10 ára en nýtist öllum sem vilja læra betur inn á börn með ADHD. Kærleikur í kaos foreldranámskeiðið fer alfarið fram á vefnum, byggt upp sem fimm gagnvirkir þættir, barn með ADHD, fjölskyldan, leik og grunnskóli, viðurkenning og forðastu neikvæða athygli. Hver og einn getur nýtt námskeiðið á sínum hraða, hvar sem er og hvenær sem er. Þú getur valið að fara í gegnum alla þættina eða einungis þann sem hentar þínum aðstæðum og tekur á þeim verkefnum sem barnið og fjölskyldan glímir við hverju sinni. Allar upplýsingar um námskeiðið eru á heimasíðu ADHD samtakanna adhd.is Kærleikur í kaos eykur skilning og býður upp á úrræði sem hafa nýst fjölmörgum. Námskeiðið er vísindalega árangursmælt og hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Niðurstaðan hefur leitt í ljós að foreldrar öðlast betri færni í uppeldi barna með ADHD, árekstrum fækkar og það bætir um leið samband foreldra og barns. Hér er komið úrræði sem er einfalt í notkun og nýtist öllum sem eiga eða vinna með börnum með ADHD. Frábært skref í átt að því að byggja upp sterka sjálfsmynd hjá barni sem hefur skilning á sínu ADHD. Höfundur er grunnskólakennari og verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun