Þessi mættu best og verst í þinginu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. nóvember 2024 09:20 Jódís, Hildur, Diljá og Guðmundur fengju sennilega einhvers konar ástundunarviðurkenningu fyrir síðasta þing ef Alþingi væri framhaldsskóli. Vísir/Vilhelm Fjórir þingmenn úr þremur flokkum voru með bestu mætinguna í atkvæðagreiðslur nýliðins þings, samkvæmt síðu sem tekið hefur saman ýmsa tölfræði um þingmenn og þingflokka yfir langt skeið. Samkvæmt síðunni Þingmenn.is voru Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokki, Jódís Skúladóttir, VG, og Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, með hundrað prósent mætingu í atkvæðagreiðslur 155. þings, sem lauk 18. nóvember síðastliðinn, og samanstóð af 27 þingfundum frá 10. september. Þetta skjáskot af vefnum Þingmenn.is sýnir þá tíu þingmenn sem voru með bestu mætinguna í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi. Þar á eftir koma fjórir þingmenn með 99,4 prósenta mætingu hver. Það eru Sjálfstæðismennirnir Birgir Ármannsson og Óli Björn Kárason, VG-liðinn Orri Páll Jóhannsson og Gísli Rafn Ólafsson. Með 98,8 prósent mætingu eru svo Bjarni Benediktsson og Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki. Miðflokksmenn báðir á tossalistanum Á hinum enda mætingarlistans er einn þingmaður sem mætti ekki í neina atkvæðagreiðslu. Það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Áður hefur verið fjallað um dræma mætingu Sigmundar í þingið, til að mynda þegar þingmaður Pírata sagði hann fínasta sessunaut þar sem hann mætti svo sjaldan. Fast á eftir Sigmundi fylgir annar formaður stjórnarandstöðuflokks. Það er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, en hún er með 0,6 prósent mætingu í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi, samkvæmt samantektinni. Næsti maður á eftir er Birgir Þórarinsson, Sjálfstæðisflokki, með 9,3 prósent mætingu í atkvæðagreiðslur. Bergþór Ólason, eini samflokksmaður Sigmundar á þingi, er með 20,4 prósent mætingu í atkvæðagreiðslur, en Þorgjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar er næst á lista með 21 prósents mætingu. Þetta skjáskot af vefnum Þingmenn.is sýnir þá tíu þingmenn sem voru með verstu mætinguna í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi. Alþingi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Samkvæmt síðunni Þingmenn.is voru Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokki, Jódís Skúladóttir, VG, og Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, með hundrað prósent mætingu í atkvæðagreiðslur 155. þings, sem lauk 18. nóvember síðastliðinn, og samanstóð af 27 þingfundum frá 10. september. Þetta skjáskot af vefnum Þingmenn.is sýnir þá tíu þingmenn sem voru með bestu mætinguna í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi. Þar á eftir koma fjórir þingmenn með 99,4 prósenta mætingu hver. Það eru Sjálfstæðismennirnir Birgir Ármannsson og Óli Björn Kárason, VG-liðinn Orri Páll Jóhannsson og Gísli Rafn Ólafsson. Með 98,8 prósent mætingu eru svo Bjarni Benediktsson og Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki. Miðflokksmenn báðir á tossalistanum Á hinum enda mætingarlistans er einn þingmaður sem mætti ekki í neina atkvæðagreiðslu. Það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Áður hefur verið fjallað um dræma mætingu Sigmundar í þingið, til að mynda þegar þingmaður Pírata sagði hann fínasta sessunaut þar sem hann mætti svo sjaldan. Fast á eftir Sigmundi fylgir annar formaður stjórnarandstöðuflokks. Það er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, en hún er með 0,6 prósent mætingu í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi, samkvæmt samantektinni. Næsti maður á eftir er Birgir Þórarinsson, Sjálfstæðisflokki, með 9,3 prósent mætingu í atkvæðagreiðslur. Bergþór Ólason, eini samflokksmaður Sigmundar á þingi, er með 20,4 prósent mætingu í atkvæðagreiðslur, en Þorgjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar er næst á lista með 21 prósents mætingu. Þetta skjáskot af vefnum Þingmenn.is sýnir þá tíu þingmenn sem voru með verstu mætinguna í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi.
Alþingi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira