Íslenski hornamaðurinn fór mikinn í leiknum sem Kadetten vann með 13 marka mun, lokatölur 39-26. Óðinn Þór var eins og svo oft áður markahæstur allra á vellinum en að þessu sinni var hann langmarkahæstur. Skoraði hann 10 mörk úr horninu, tvöfalt meira en næstu menn.
Í hinum leik C-riðils vann Limoges átta marka sigur á Benfica, lokatölur 36-28. Stiven Tobar Valencia skoraði eitt mark fyrir gestina frá Portúgal.
𝙏𝙝𝙚 𝙨𝙩𝙖𝙠𝙚𝙨 𝙖𝙧𝙚 𝙃𝙄𝙂𝙃 𝙞𝙣 𝙇𝙞𝙢𝙤𝙜𝙚𝙨 🥵😰 #ehfel #elm #allin #handball @LimogesHandball @LNHofficiel pic.twitter.com/jk3Z6Orern
— EHF European League (@ehfel_official) November 26, 2024
Þrátt fyrir tapið vinnur Benfica riðilinn með fimm sigra og eitt tap í sex leikjum. Limoges er með átta stig og fer einnig áfram upp úr riðlinum. Kadetten endar með sex stig í 3. sæti á meðan Tatran Prešov lýkur leik án stiga.
Í H-riðli vann Gummersbach þriggja marka útisigur á Sävehof frá Svíþjóð, lokatölur 25-28. Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir lærisveina Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach á meðan Tryggvi Þórisson skoraði eitt fyrir Sävehof.
𝘼𝙞𝙧 𝙂𝙞𝙤𝙧𝙜𝙞. 🇬🇪 Only available in Gummersbach 📍⚪️🔵 #ehfel #elm #allin #handball pic.twitter.com/OECcLGuFyg
— EHF European League (@ehfel_official) November 26, 2024
Gummersbach vinnur riðilinn með 10 stig á meðan Toulouse, sem mætir FH í Kaplakrika í kvöld, endar í 2. sæti þar sem liðið er með sex stig en Sävehof aðeins fjögur. FH situr svo í botnsætinu með tvö stig.