Atlético skoraði sex Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2024 20:06 Argentínumaðurinn fagnar öðru marka sinna og ef vel er að gáð má sjá bjórglas sem pirraður stuðningsmaður heimaliðsins hefur grýtt í átt að framherjanum. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atlético Madríd vann 6-0 útisigur á Sparta Prag á meðan AC Milan vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava. Julián Alvarez kom gestunum frá Madríd yfir þegar stundarfjórðungur var liðinn. Marcos Llorente tvöfaldaði forystuna og gestirnir leiddu með tveimur í hálfleik. Alvarez bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Atlético á 59. mínútu. Alexander Sørloth var tekinn af velli í hálfleik.EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Antoine Griezmann kom inn af bekknum í hálfleik og skoraði fjórða mark gestanna þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Varamaðurinn Ángel Correa skoraði svo tvívegis og lauk leiknum með sex marka sigri gestanna. Atl. Madríd er í 9. sæti níu stig að loknum fimm leikjum. Sparta Prag er í 28. sæti með fjögur stig. Angel Correa fagnar öðru marka sinna í kvöld.EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic kom Mílanómönnum yfir eftir undirbúning enska framherjans Tammy Abraham. Heimamenn jöfnuðu metin undir lok fyrri hálfleiks, Tigran Barseghyan með markið og staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Rafael Leão kom gestunum yfir á 68. mínútu og þremur mínútum síðar hafði Abraham tvöfaldað forystuna. Nino Marcelli minnkaði muninn fyrir gestina undir lok leiks áður en Marko Tolic nældi sér í tvö gul spjöld á jafn mörgum mínútum og heimaliðið manni færri þegar flautað var til leiksloka. Rafael Leão var á skotskónum í kvöld.EPA-EFE/JAKUB GAVLAK AC Milan er í 10. sæti með níu stig á meðan Bratislava er á botni Meistaradeildarinnar án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Julián Alvarez kom gestunum frá Madríd yfir þegar stundarfjórðungur var liðinn. Marcos Llorente tvöfaldaði forystuna og gestirnir leiddu með tveimur í hálfleik. Alvarez bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Atlético á 59. mínútu. Alexander Sørloth var tekinn af velli í hálfleik.EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Antoine Griezmann kom inn af bekknum í hálfleik og skoraði fjórða mark gestanna þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Varamaðurinn Ángel Correa skoraði svo tvívegis og lauk leiknum með sex marka sigri gestanna. Atl. Madríd er í 9. sæti níu stig að loknum fimm leikjum. Sparta Prag er í 28. sæti með fjögur stig. Angel Correa fagnar öðru marka sinna í kvöld.EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic kom Mílanómönnum yfir eftir undirbúning enska framherjans Tammy Abraham. Heimamenn jöfnuðu metin undir lok fyrri hálfleiks, Tigran Barseghyan með markið og staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Rafael Leão kom gestunum yfir á 68. mínútu og þremur mínútum síðar hafði Abraham tvöfaldað forystuna. Nino Marcelli minnkaði muninn fyrir gestina undir lok leiks áður en Marko Tolic nældi sér í tvö gul spjöld á jafn mörgum mínútum og heimaliðið manni færri þegar flautað var til leiksloka. Rafael Leão var á skotskónum í kvöld.EPA-EFE/JAKUB GAVLAK AC Milan er í 10. sæti með níu stig á meðan Bratislava er á botni Meistaradeildarinnar án stiga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn