„Við vissum að þeir hefðu ekki tapað leik hér á leiktíðinni en við trúðum á okkur. Allir spiluðu frábærlega og ég er mjög ánægður með strákana.“
Saka lagði upp annað mark Arsenal og skoraði það fjórða af vítapunktinum.
„Þetta var mikilvæg vítaspyrna en ég fann ekki fyrir neinni pressu, ég var fullur sjálfstrausts.“
„Hann er ótrúlegur leikmaður. Þegar hann sneri aftur úr meiðslum var ég eitt stórt bros, þú sérð tenginguna á milli okkar. Ég vona að hann haldist heill það sem eftir lifir tímabils,“ sagði vængmaðurinn um samherja sinn Martin Ödegaard.
„Hér eigum við heima, við höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á.“