Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 08:31 Dagný Brynjarsdóttir með soninn sinn Brynjar eftir leik Íslands og Frakklands á EM 2022. Getty/ Alex Pantling Dagný Brynjarsdóttir er í nýju viðtali hjá The Athletic og ræðir þar endurkomu sína eftir barn númer tvö. Hún er sár út í afskiptaleysi íslenska landsliðsþjálfarans en er ánægð með stuðninginn frá West Ham. Dagný eignaðist Brynjar sinn árið 2018 og eignaðist nú soninn Andreas sex árum síðar. „Þegar ég kom til baka eftir að hafa eignast fyrsta soninn þá sagði ég alltaf að ég ætlaði aldrei að gera þetta aftur. Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Dagný í viðtalinu. Ætlaði alltaf að hætta eftir barn númer tvö „Ég sagði alltaf að ég myndi hætta í fótbolta eftir annað barnið mitt en hér er ég komin nánast búin að endurheimta hundrað prósent af mér sjálfri aftur,“ sagði Dagný. Dagný glímdi við mikla ógleði alla þessa meðgöngu. „Ég gat verið að æla um miðja nótt, klukkan níu um kvöldið eða klukkan fimm,“ sagði Dagný sem æfði þó alla meðgönguna. Dagný Brynjarsdóttir á heimaleik West Ham með sinn annan son undir belti.Getty/George Tewkesbury Þegar nýji sonurinn var fimm daga gamall þá keypti Dagný sér sex vikna æfingaprógramm hjá fyrrum fótboltaleikmanni sem sérhæfir sig í endurkomum eftir barneignir. „Það eru vissulega styrktarþjálfarar hjá félögum en þeir kunna að koma fótboltamönnum aftur af stað en ekki íþróttakonum sem voru að eignast barn,“ sagði Dagný. „Hámarkshraðinn, snerpan og skarpskyggnin koma síðast til baka. Þegar þú byrjar að æfa þá sérðu leikmenn hlaupa fram úr þér en þú veist að þú átt að vera fljótari en þær,“ sagði Dagný. Minni stuðningur núna „Þegar ég varð ófrísk af fyrra barninu þá efuðust margir um mig og héldu að ég væri hætt að spila. Þegar ég kom til baka þá fékk ég mikinn stuðning frá þjálfurum mínum,“ sagði Dagný. „Núna finnst mér að allir búist bara við því að ég komi til baka og spili á hæsta stigi. Ég hef ekki haft sama stuðing núna,“ sagði Dagný. Hún var ekki valin í landsliðshópinn sem er að fara að spila vináttuleiki við Kanada og Danmörku á næstu dögum. Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað 113 landsleiki og skorað í þeim 38 mörk. Síðasti leikurinn hennar var í apríl 2023.Getty/Alex Pantling/ Ætti að vera komin aftur í landsliðið „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný. Hún er greinilega sár út í það að vera gleymd og grafin í augum landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný. Hún er aftur á móti mjög ánægð með stuðninginum sem hún fær hjá West Ham. Það má finna allt viðtalið við hana hér en í greininni er rætt við fótboltaforeldra úr öllum áttum. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Dagný eignaðist Brynjar sinn árið 2018 og eignaðist nú soninn Andreas sex árum síðar. „Þegar ég kom til baka eftir að hafa eignast fyrsta soninn þá sagði ég alltaf að ég ætlaði aldrei að gera þetta aftur. Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Dagný í viðtalinu. Ætlaði alltaf að hætta eftir barn númer tvö „Ég sagði alltaf að ég myndi hætta í fótbolta eftir annað barnið mitt en hér er ég komin nánast búin að endurheimta hundrað prósent af mér sjálfri aftur,“ sagði Dagný. Dagný glímdi við mikla ógleði alla þessa meðgöngu. „Ég gat verið að æla um miðja nótt, klukkan níu um kvöldið eða klukkan fimm,“ sagði Dagný sem æfði þó alla meðgönguna. Dagný Brynjarsdóttir á heimaleik West Ham með sinn annan son undir belti.Getty/George Tewkesbury Þegar nýji sonurinn var fimm daga gamall þá keypti Dagný sér sex vikna æfingaprógramm hjá fyrrum fótboltaleikmanni sem sérhæfir sig í endurkomum eftir barneignir. „Það eru vissulega styrktarþjálfarar hjá félögum en þeir kunna að koma fótboltamönnum aftur af stað en ekki íþróttakonum sem voru að eignast barn,“ sagði Dagný. „Hámarkshraðinn, snerpan og skarpskyggnin koma síðast til baka. Þegar þú byrjar að æfa þá sérðu leikmenn hlaupa fram úr þér en þú veist að þú átt að vera fljótari en þær,“ sagði Dagný. Minni stuðningur núna „Þegar ég varð ófrísk af fyrra barninu þá efuðust margir um mig og héldu að ég væri hætt að spila. Þegar ég kom til baka þá fékk ég mikinn stuðning frá þjálfurum mínum,“ sagði Dagný. „Núna finnst mér að allir búist bara við því að ég komi til baka og spili á hæsta stigi. Ég hef ekki haft sama stuðing núna,“ sagði Dagný. Hún var ekki valin í landsliðshópinn sem er að fara að spila vináttuleiki við Kanada og Danmörku á næstu dögum. Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað 113 landsleiki og skorað í þeim 38 mörk. Síðasti leikurinn hennar var í apríl 2023.Getty/Alex Pantling/ Ætti að vera komin aftur í landsliðið „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný. Hún er greinilega sár út í það að vera gleymd og grafin í augum landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný. Hún er aftur á móti mjög ánægð með stuðninginum sem hún fær hjá West Ham. Það má finna allt viðtalið við hana hér en í greininni er rætt við fótboltaforeldra úr öllum áttum.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira