Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 08:31 Dagný Brynjarsdóttir með soninn sinn Brynjar eftir leik Íslands og Frakklands á EM 2022. Getty/ Alex Pantling Dagný Brynjarsdóttir er í nýju viðtali hjá The Athletic og ræðir þar endurkomu sína eftir barn númer tvö. Hún er sár út í afskiptaleysi íslenska landsliðsþjálfarans en er ánægð með stuðninginn frá West Ham. Dagný eignaðist Brynjar sinn árið 2018 og eignaðist nú soninn Andreas sex árum síðar. „Þegar ég kom til baka eftir að hafa eignast fyrsta soninn þá sagði ég alltaf að ég ætlaði aldrei að gera þetta aftur. Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Dagný í viðtalinu. Ætlaði alltaf að hætta eftir barn númer tvö „Ég sagði alltaf að ég myndi hætta í fótbolta eftir annað barnið mitt en hér er ég komin nánast búin að endurheimta hundrað prósent af mér sjálfri aftur,“ sagði Dagný. Dagný glímdi við mikla ógleði alla þessa meðgöngu. „Ég gat verið að æla um miðja nótt, klukkan níu um kvöldið eða klukkan fimm,“ sagði Dagný sem æfði þó alla meðgönguna. Dagný Brynjarsdóttir á heimaleik West Ham með sinn annan son undir belti.Getty/George Tewkesbury Þegar nýji sonurinn var fimm daga gamall þá keypti Dagný sér sex vikna æfingaprógramm hjá fyrrum fótboltaleikmanni sem sérhæfir sig í endurkomum eftir barneignir. „Það eru vissulega styrktarþjálfarar hjá félögum en þeir kunna að koma fótboltamönnum aftur af stað en ekki íþróttakonum sem voru að eignast barn,“ sagði Dagný. „Hámarkshraðinn, snerpan og skarpskyggnin koma síðast til baka. Þegar þú byrjar að æfa þá sérðu leikmenn hlaupa fram úr þér en þú veist að þú átt að vera fljótari en þær,“ sagði Dagný. Minni stuðningur núna „Þegar ég varð ófrísk af fyrra barninu þá efuðust margir um mig og héldu að ég væri hætt að spila. Þegar ég kom til baka þá fékk ég mikinn stuðning frá þjálfurum mínum,“ sagði Dagný. „Núna finnst mér að allir búist bara við því að ég komi til baka og spili á hæsta stigi. Ég hef ekki haft sama stuðing núna,“ sagði Dagný. Hún var ekki valin í landsliðshópinn sem er að fara að spila vináttuleiki við Kanada og Danmörku á næstu dögum. Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað 113 landsleiki og skorað í þeim 38 mörk. Síðasti leikurinn hennar var í apríl 2023.Getty/Alex Pantling/ Ætti að vera komin aftur í landsliðið „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný. Hún er greinilega sár út í það að vera gleymd og grafin í augum landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný. Hún er aftur á móti mjög ánægð með stuðninginum sem hún fær hjá West Ham. Það má finna allt viðtalið við hana hér en í greininni er rætt við fótboltaforeldra úr öllum áttum. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Sjá meira
Dagný eignaðist Brynjar sinn árið 2018 og eignaðist nú soninn Andreas sex árum síðar. „Þegar ég kom til baka eftir að hafa eignast fyrsta soninn þá sagði ég alltaf að ég ætlaði aldrei að gera þetta aftur. Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Dagný í viðtalinu. Ætlaði alltaf að hætta eftir barn númer tvö „Ég sagði alltaf að ég myndi hætta í fótbolta eftir annað barnið mitt en hér er ég komin nánast búin að endurheimta hundrað prósent af mér sjálfri aftur,“ sagði Dagný. Dagný glímdi við mikla ógleði alla þessa meðgöngu. „Ég gat verið að æla um miðja nótt, klukkan níu um kvöldið eða klukkan fimm,“ sagði Dagný sem æfði þó alla meðgönguna. Dagný Brynjarsdóttir á heimaleik West Ham með sinn annan son undir belti.Getty/George Tewkesbury Þegar nýji sonurinn var fimm daga gamall þá keypti Dagný sér sex vikna æfingaprógramm hjá fyrrum fótboltaleikmanni sem sérhæfir sig í endurkomum eftir barneignir. „Það eru vissulega styrktarþjálfarar hjá félögum en þeir kunna að koma fótboltamönnum aftur af stað en ekki íþróttakonum sem voru að eignast barn,“ sagði Dagný. „Hámarkshraðinn, snerpan og skarpskyggnin koma síðast til baka. Þegar þú byrjar að æfa þá sérðu leikmenn hlaupa fram úr þér en þú veist að þú átt að vera fljótari en þær,“ sagði Dagný. Minni stuðningur núna „Þegar ég varð ófrísk af fyrra barninu þá efuðust margir um mig og héldu að ég væri hætt að spila. Þegar ég kom til baka þá fékk ég mikinn stuðning frá þjálfurum mínum,“ sagði Dagný. „Núna finnst mér að allir búist bara við því að ég komi til baka og spili á hæsta stigi. Ég hef ekki haft sama stuðing núna,“ sagði Dagný. Hún var ekki valin í landsliðshópinn sem er að fara að spila vináttuleiki við Kanada og Danmörku á næstu dögum. Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað 113 landsleiki og skorað í þeim 38 mörk. Síðasti leikurinn hennar var í apríl 2023.Getty/Alex Pantling/ Ætti að vera komin aftur í landsliðið „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný. Hún er greinilega sár út í það að vera gleymd og grafin í augum landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný. Hún er aftur á móti mjög ánægð með stuðninginum sem hún fær hjá West Ham. Það má finna allt viðtalið við hana hér en í greininni er rætt við fótboltaforeldra úr öllum áttum.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Sjá meira